Luka Doncic stórskotlegur þegar Slóvenar komust á ÓL í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2021 07:31 Luka Doncic fagnar körfu í úrslitaleiknum á móti Litháen í gær. EPA-EFE/Toms Kalnins Luka Doncic og félagar í slóvenska körfuboltalandsliðinu tryggðu sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó í gær þegar þeir unnu sína undankeppni sem fór fram í Litháen. Doncic bauð upp á þrennu þegar Slóvenía vann 96-85 sigur á heimamönnum í Litháen í hreinum úrslitaleik um Ólympíusætið. Hann var með 31 stig, 11 fráköst og 13 stoðsendingar í leiknum. Þessi frábæri bakvörður Dallas Mavericks var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í mótslok. M-V-P, M-V-P, M-V-P! A historic night for @luka7doncic, who helps book a ticket to #Tokyo2020 with a triple-double performance! 31 PTS 11 REB 13 AST | 42 EFF pic.twitter.com/QAXqv8AfwO— FIBA (@FIBA) July 4, 2021 „Mér er alveg sama um MVP verðlaunin. Við unnum. Við erum að fara á Ólympíuleikana í fyrsta sinn í sögu þjóðar okkar. Það er stórkostlegt. Ég held að öllum krökkum dreymi um að keppa á Ólympíuleikunum. Það gerði ég líka. Nú erum við komnir þangað. Við börðumst virkilega, virkilega mikið fyrir þessu og ég held að við eigum skilið að vera þarna,“ sagði Luka Doncic eftir leikinn. „Við erum að skrifa söguna fyrir þjóðina okkar og leiðin er bara upp á við,“ sagði Doncic. Vlatko Cancar skoraði 18 stig fyrir Slóveníu, Jaka Blazic var með 16 stig og Mike Tobey skoraði 13 stig. Luka Doncic and Slovenia have qualified to compete in the Olympics for the first time in the nation's history pic.twitter.com/5ZxJZ6xD7t— ESPN (@espn) July 4, 2021 Jonas Valanciunas, Arnas Butkevicius og Mantas Kalnietis skoruðu allir fjórtán stig fyrir Litháen sem mun missa af Ólympíuleikunum í fyrsta sinn síðan þjóðin fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum og tók þátt á ÓL í Barcelona 1992. Slóvenía mun spila í C riðli á Ólympíuleikunum þar sem mótherjarnir verða Argentína, Japan og Spánn. Slóvenía var ein af fjórum þjóðum sem komst í gegnum fjórskipta undankeppni um síðustu fjögur sætin á Ólympíuleikunum. Ítalía vann Serbíu 102-95 í úrslitaleik í keppninni í Belgrad, Tékkland vann Grikkland 97-72 í úrslitaleiknum í keppninni í Kanada og Þýskaland vann 75-64 sigur á Brasilíu í úrslitaleiknum í keppninni í Split í Króatíu. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Körfubolti NBA Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Sjá meira
Doncic bauð upp á þrennu þegar Slóvenía vann 96-85 sigur á heimamönnum í Litháen í hreinum úrslitaleik um Ólympíusætið. Hann var með 31 stig, 11 fráköst og 13 stoðsendingar í leiknum. Þessi frábæri bakvörður Dallas Mavericks var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í mótslok. M-V-P, M-V-P, M-V-P! A historic night for @luka7doncic, who helps book a ticket to #Tokyo2020 with a triple-double performance! 31 PTS 11 REB 13 AST | 42 EFF pic.twitter.com/QAXqv8AfwO— FIBA (@FIBA) July 4, 2021 „Mér er alveg sama um MVP verðlaunin. Við unnum. Við erum að fara á Ólympíuleikana í fyrsta sinn í sögu þjóðar okkar. Það er stórkostlegt. Ég held að öllum krökkum dreymi um að keppa á Ólympíuleikunum. Það gerði ég líka. Nú erum við komnir þangað. Við börðumst virkilega, virkilega mikið fyrir þessu og ég held að við eigum skilið að vera þarna,“ sagði Luka Doncic eftir leikinn. „Við erum að skrifa söguna fyrir þjóðina okkar og leiðin er bara upp á við,“ sagði Doncic. Vlatko Cancar skoraði 18 stig fyrir Slóveníu, Jaka Blazic var með 16 stig og Mike Tobey skoraði 13 stig. Luka Doncic and Slovenia have qualified to compete in the Olympics for the first time in the nation's history pic.twitter.com/5ZxJZ6xD7t— ESPN (@espn) July 4, 2021 Jonas Valanciunas, Arnas Butkevicius og Mantas Kalnietis skoruðu allir fjórtán stig fyrir Litháen sem mun missa af Ólympíuleikunum í fyrsta sinn síðan þjóðin fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum og tók þátt á ÓL í Barcelona 1992. Slóvenía mun spila í C riðli á Ólympíuleikunum þar sem mótherjarnir verða Argentína, Japan og Spánn. Slóvenía var ein af fjórum þjóðum sem komst í gegnum fjórskipta undankeppni um síðustu fjögur sætin á Ólympíuleikunum. Ítalía vann Serbíu 102-95 í úrslitaleik í keppninni í Belgrad, Tékkland vann Grikkland 97-72 í úrslitaleiknum í keppninni í Kanada og Þýskaland vann 75-64 sigur á Brasilíu í úrslitaleiknum í keppninni í Split í Króatíu.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Körfubolti NBA Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Sjá meira