Aron Kristjáns vann Dag á Ólympíuleikunum í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2021 07:00 Aron Kristjánsson fagnar sigri með leikmönnum sínum í Barein í leikslok. AP/Pavel Golovkin Barein vann tveggja marka sigur á Japan, 32-30, í handboltakeppni Ólympíuleikanna í nótt og fagnaði þar sem fyrsta sigri sínum á leikunum en bæði lið voru búin að tapa þremur fyrstu leikjum sínum. Aron Kristjánsson, þjálfari Barein, stýrði sínum mönnum þar með til sögulegs sigurs en þetta var fyrsti sigur liðsins á Ólympíuleikum. Mohamed Ahmed og Husain Alsayyad skoruðu báðir sjö mörk í leiknum. Olympic debutants Bahrain secure an historic first Games win as they defeat Japan after a close battle #Olympics #Tokyo2020 pic.twitter.com/w10AjQ2EEn— International Handball Federation (@ihf_info) July 30, 2021 Lið Barein hafði tapað tveimur leikjum á mótinu með einu marki en núna höfðu strákarnir hans Arons taugarnar til að klára leikinn. Lærisveinar Dags í japanska liðinu töpuðu hins vegar fjórða leiknum í röð og eiga litla sem enga möguleika á því að komast áfram á leikunum sem eru vonbrigði fyrir heimamenn. Barein á aftur á móti enn möguleika á sæti í átta liða úrslitum en þá þurfa strákarnir hans Arons að vinna Egypta í lokaleiknum og treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum. Japanar voru betri í fyrri hálfleik, náðu meðal annars 4-0 spretti, voru 9-7 yfir þegar hálfleikurinn var hálfnaður og leiddu að lokum með einu marki í hálfleik, 17-16. Tatsuki Yoshino fór á kostum í liði Japan í fyrri hálfleik og skoraði þá sex mörk. Barein tók frumkvæðið í byrjun seinni hálfleiks og var komið 23-21 yfir eftir níu mínútna leik. Japanir gáfu ekkert aftir og tókst að komast aftur yfir í 26-25 þegar tólf mínútur voru eftir. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Mohamed Ali, markvörður Barein, sem hafði lítið sem ekkert getað allan leikinn varði þrisvar sinnum á síðustu fimm mínútum sem skipti sköpum. Barein svaraði með þremur mörkum í röð, sigldi aftur fram úr og vann tveggja marka sigur. Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari Barein, stýrði sínum mönnum þar með til sögulegs sigurs en þetta var fyrsti sigur liðsins á Ólympíuleikum. Mohamed Ahmed og Husain Alsayyad skoruðu báðir sjö mörk í leiknum. Olympic debutants Bahrain secure an historic first Games win as they defeat Japan after a close battle #Olympics #Tokyo2020 pic.twitter.com/w10AjQ2EEn— International Handball Federation (@ihf_info) July 30, 2021 Lið Barein hafði tapað tveimur leikjum á mótinu með einu marki en núna höfðu strákarnir hans Arons taugarnar til að klára leikinn. Lærisveinar Dags í japanska liðinu töpuðu hins vegar fjórða leiknum í röð og eiga litla sem enga möguleika á því að komast áfram á leikunum sem eru vonbrigði fyrir heimamenn. Barein á aftur á móti enn möguleika á sæti í átta liða úrslitum en þá þurfa strákarnir hans Arons að vinna Egypta í lokaleiknum og treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum. Japanar voru betri í fyrri hálfleik, náðu meðal annars 4-0 spretti, voru 9-7 yfir þegar hálfleikurinn var hálfnaður og leiddu að lokum með einu marki í hálfleik, 17-16. Tatsuki Yoshino fór á kostum í liði Japan í fyrri hálfleik og skoraði þá sex mörk. Barein tók frumkvæðið í byrjun seinni hálfleiks og var komið 23-21 yfir eftir níu mínútna leik. Japanir gáfu ekkert aftir og tókst að komast aftur yfir í 26-25 þegar tólf mínútur voru eftir. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Mohamed Ali, markvörður Barein, sem hafði lítið sem ekkert getað allan leikinn varði þrisvar sinnum á síðustu fimm mínútum sem skipti sköpum. Barein svaraði með þremur mörkum í röð, sigldi aftur fram úr og vann tveggja marka sigur.
Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti