Elín Jóna: Skulduðum áhorfendum að vinna þennan leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. október 2021 18:43 Elín Jóna Þorsteinsdóttir gulltryggði sigur Íslands með því að verja síðustu tvö skot Serbíu. vísir/Jónína Guðbjörg Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði fjórtán skot (fjörutíu prósent) þegar Ísland sigraði Serbíu, 23-21, í undankeppni EM 2022 í kvöld. Hún var að vonum ánægð í leikslok og fannst allt annar bragur á íslenska liðinu en í stórtapinu gegn Svíþjóð á fimmtudaginn. „Við byrjuðum frá fyrstu mínútu og við skulduðum góðan leik. Það var svo geggjuð stemmning í húsinu og margir sem mættu. Við skulduðum áhorfendum að vinna þennan leik og þetta var frábært að geta gert það,“ sagði Elín eftir leik. Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 10-8, og komst fjórum mörkum yfir í byrjun seinni hálfleiks, 13-9. Þá kom slæmur kafli og Serbía náði forystunni, 14-15. Íslenska liðið var þó fljótt að ná áttum, skoraði þrjú mörk í röð og leit aldrei um öxl eftir það. Elín Jóna í leikmannakynningunni.vísir/Jónína Guðbjörg „Það var gríðarlega mikilvægt að vinna sig fljótt út úr þessum slæma kafla. Þetta gerist í öllum leikjum en það er misjafnt hversu langir þeir eru. Við slökuðum bara á, fórum ekki á taugum og tókum bara næsta bolta. Það er það sem Arnar [Pétursson, landsliðsþjálfari] segir alltaf við okkur: það er bara næsti bolti,“ sagði Elín. Varnarleikur Íslands var til mikillar fyrirmyndar í dag enda skoraði Serbía aðeins 21 mark í leiknum. „Þær voru geggjaðar fyrir framan mig og þess vegna var ég með þessa vörslu. Þær gerðu það sem ég vil að þær geri,“ sagði Elín sem átti skínandi góðan leik í íslenska markinu. „Ég er mjög stolt af sjálfri mér. Þetta er geggjað að fá góðan leik með landsliðinu og á hæsta getustigi. Mér fannst ég skulda stelpunum góðan leik. Þær voru búnar að vera svo ógeðslega góðar í vörninni að ég ætlaði að taka þessa síðustu bolta,“ sagði Elín sem varði síðustu tvö skot Serba í leiknum. Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Serbía 23-21 | Frábær sigur á Serbum Ísland vann tveggja marka sigur á Serbíu, 23-21, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022. 10. október 2021 18:20 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Hún var að vonum ánægð í leikslok og fannst allt annar bragur á íslenska liðinu en í stórtapinu gegn Svíþjóð á fimmtudaginn. „Við byrjuðum frá fyrstu mínútu og við skulduðum góðan leik. Það var svo geggjuð stemmning í húsinu og margir sem mættu. Við skulduðum áhorfendum að vinna þennan leik og þetta var frábært að geta gert það,“ sagði Elín eftir leik. Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 10-8, og komst fjórum mörkum yfir í byrjun seinni hálfleiks, 13-9. Þá kom slæmur kafli og Serbía náði forystunni, 14-15. Íslenska liðið var þó fljótt að ná áttum, skoraði þrjú mörk í röð og leit aldrei um öxl eftir það. Elín Jóna í leikmannakynningunni.vísir/Jónína Guðbjörg „Það var gríðarlega mikilvægt að vinna sig fljótt út úr þessum slæma kafla. Þetta gerist í öllum leikjum en það er misjafnt hversu langir þeir eru. Við slökuðum bara á, fórum ekki á taugum og tókum bara næsta bolta. Það er það sem Arnar [Pétursson, landsliðsþjálfari] segir alltaf við okkur: það er bara næsti bolti,“ sagði Elín. Varnarleikur Íslands var til mikillar fyrirmyndar í dag enda skoraði Serbía aðeins 21 mark í leiknum. „Þær voru geggjaðar fyrir framan mig og þess vegna var ég með þessa vörslu. Þær gerðu það sem ég vil að þær geri,“ sagði Elín sem átti skínandi góðan leik í íslenska markinu. „Ég er mjög stolt af sjálfri mér. Þetta er geggjað að fá góðan leik með landsliðinu og á hæsta getustigi. Mér fannst ég skulda stelpunum góðan leik. Þær voru búnar að vera svo ógeðslega góðar í vörninni að ég ætlaði að taka þessa síðustu bolta,“ sagði Elín sem varði síðustu tvö skot Serba í leiknum.
Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Serbía 23-21 | Frábær sigur á Serbum Ísland vann tveggja marka sigur á Serbíu, 23-21, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022. 10. október 2021 18:20 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Serbía 23-21 | Frábær sigur á Serbum Ísland vann tveggja marka sigur á Serbíu, 23-21, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022. 10. október 2021 18:20
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik