Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Haukar 20-31 | Öruggt hjá Haukum í Fossvogi Þorsteinn Hjálmsson skrifar 10. nóvember 2021 21:15 vísir/Elín Björg Haukar mættu í kvöld í Víkina í Fossvogi og sigruðu lið Víkings, lokatölur 20-31. Var þessi leikur liður í sjöundu umferð Olís-deildar karla, sem er komin á fullt skrið aftur eftir landsleikjahlé. Þriðji sigur Hauka í röð í deildinni staðreynd. Víkingur eru hins vegar enn án stiga á botni deildarinnar. Staðan var 1-1 eftir þriggja mínútna leik, eftir það stungu Haukar af. Staðan 1-5 Haukum í vil eftir tíu mínútna leik, tók Jón Gunnlaugur Viggósson þjálfari Víkings þá leikhlé. Ekki hresstist sóknarleikur heimamanna mikið við það og Haukar komnir í 4-9 forystu eftir um 20 mínútna leik. Víkingar réðu ekkert við Heimir Óla Heimisson í fyrri hálfleik og skoraði hann öll sín fimm mörk í þeim hálfleik. Staðan 8-14 í hálfleik. Víkingar náðu örlitlu áhlaupi í byrjun seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í fjögur mörk. Tók Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka þá leikhlé og bað sína menn um að mæta til leiks í seinni hálfleik. Gekk það eftir og Haukar komnir í átta marka forystu þegar korter var eftir af leiknum. Síðasta korterið nýttu Haukar breiddina í sínu liði og ýmsir ungir drengir fengu spilatíma. Víkingar héldu alltaf áfram en gekk illa að brjótast í gegnum vörn Hauka. Lokatölur 20-31. Af hverju unnu Haukar? Einfaldlega miklu betra lið en Víkingur og þeir sýndu það líka í kvöld. Þrír markahæstu menn Hauka klikkuðu ekki á skoti sem sýnir hversu öfluga leikmenn þeir hafa á sínum snærum. Hverjir stóðu upp úr? Adam Haukur Baumruk var með átta mörk úr jafn mörgum skotum og fékk að ráðast á vörn Víkings nánast óhindraður í öllum þeim tilvikum. Tjörvi Þorgeirsson hélt áfram að mata liðsfélaga sína með stoðsendingum, líkt og í öðrum leikjum á tímabilinu. Urðu þær fimm talsins ásamt þrem mörkum í kvöld. Hjá Víkingum var Benedikt Elvar Skarphéðinsson öflugur og dró vagninn sóknarlega fyrir sína menn. Átta mörk hjá honum, þar af þrjú úr vítum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur heimamanna var ekkert sérstakur á löngum köflum. Einnig var markvarslan dræm hjá Víkingi. Hvað gerist næst? Víkingur fer austur fyrir fjall og mætir liði Selfoss á sunnudaginn klukkan 19:30 í Set höllinni. Haukar taka á móti ÍBV á mánudaginn næstkomandi klukkan 18:00. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Kannski skrifaði maður það ekki niður á blað að við ættum að vinna Haukana Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkinga.Víkingur Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings var ekki að búast við stigum í dag. „Það er alveg ljóst að við þurfum að stela stigum einhvers staðar, en kannski skrifaði maður það ekki niður á blað að við ættum að vinna Haukana endilega. Ég hefði viljað gefa þessu aðeins lengur leik en þeir voru bara töluvert sterkari en við, þannig er það bara.“ Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings átti samræður við dómarana undir lok fyrri hálfleiks. Aðspurður hvað þær samræður hafi snúist um, svaraði Jón Gunnlaugur: „Mér fannst þeir flottir, þeir hafa verið að dæma hjá okkur áður. Hefði kannski viljað fá tvær mínútur þarna (undir lok fyrri hálfleiks), en þeir voru ósammála mér og þannig er það bara oft.“ Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings lítur á næsta leik sinna manna sem gullið tækifæri á að ná í stig. Einnig hrósaði hann leikmönnum sem drógu vagninn í kvöld. „Ég myndi segja að það væri einn af þessum leikjum þar sem við ættum að taka. Ég var rosa ánægður með innkomu Halldórs (Halldór Ingi Jónasson), 18 ára gutta sem setur fjögur mörk hérna fyrsta skiptið sem hann fær að fá alvöru mínútur í leik, hrikalega ánægður með hann. Benni (Benedikt Elvar Skarphéðinsson) var algjörlega frábær og ef við erum að virkja fleiri pósta í liðinu þá náttúrulega getum við verið bjartsýnir, en við þurfum að sýna betri frammistöðu en við gerðum í dag.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Víkingur Reykjavík Haukar Íslenski handboltinn Handbolti
Haukar mættu í kvöld í Víkina í Fossvogi og sigruðu lið Víkings, lokatölur 20-31. Var þessi leikur liður í sjöundu umferð Olís-deildar karla, sem er komin á fullt skrið aftur eftir landsleikjahlé. Þriðji sigur Hauka í röð í deildinni staðreynd. Víkingur eru hins vegar enn án stiga á botni deildarinnar. Staðan var 1-1 eftir þriggja mínútna leik, eftir það stungu Haukar af. Staðan 1-5 Haukum í vil eftir tíu mínútna leik, tók Jón Gunnlaugur Viggósson þjálfari Víkings þá leikhlé. Ekki hresstist sóknarleikur heimamanna mikið við það og Haukar komnir í 4-9 forystu eftir um 20 mínútna leik. Víkingar réðu ekkert við Heimir Óla Heimisson í fyrri hálfleik og skoraði hann öll sín fimm mörk í þeim hálfleik. Staðan 8-14 í hálfleik. Víkingar náðu örlitlu áhlaupi í byrjun seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í fjögur mörk. Tók Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka þá leikhlé og bað sína menn um að mæta til leiks í seinni hálfleik. Gekk það eftir og Haukar komnir í átta marka forystu þegar korter var eftir af leiknum. Síðasta korterið nýttu Haukar breiddina í sínu liði og ýmsir ungir drengir fengu spilatíma. Víkingar héldu alltaf áfram en gekk illa að brjótast í gegnum vörn Hauka. Lokatölur 20-31. Af hverju unnu Haukar? Einfaldlega miklu betra lið en Víkingur og þeir sýndu það líka í kvöld. Þrír markahæstu menn Hauka klikkuðu ekki á skoti sem sýnir hversu öfluga leikmenn þeir hafa á sínum snærum. Hverjir stóðu upp úr? Adam Haukur Baumruk var með átta mörk úr jafn mörgum skotum og fékk að ráðast á vörn Víkings nánast óhindraður í öllum þeim tilvikum. Tjörvi Þorgeirsson hélt áfram að mata liðsfélaga sína með stoðsendingum, líkt og í öðrum leikjum á tímabilinu. Urðu þær fimm talsins ásamt þrem mörkum í kvöld. Hjá Víkingum var Benedikt Elvar Skarphéðinsson öflugur og dró vagninn sóknarlega fyrir sína menn. Átta mörk hjá honum, þar af þrjú úr vítum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur heimamanna var ekkert sérstakur á löngum köflum. Einnig var markvarslan dræm hjá Víkingi. Hvað gerist næst? Víkingur fer austur fyrir fjall og mætir liði Selfoss á sunnudaginn klukkan 19:30 í Set höllinni. Haukar taka á móti ÍBV á mánudaginn næstkomandi klukkan 18:00. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Kannski skrifaði maður það ekki niður á blað að við ættum að vinna Haukana Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkinga.Víkingur Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings var ekki að búast við stigum í dag. „Það er alveg ljóst að við þurfum að stela stigum einhvers staðar, en kannski skrifaði maður það ekki niður á blað að við ættum að vinna Haukana endilega. Ég hefði viljað gefa þessu aðeins lengur leik en þeir voru bara töluvert sterkari en við, þannig er það bara.“ Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings átti samræður við dómarana undir lok fyrri hálfleiks. Aðspurður hvað þær samræður hafi snúist um, svaraði Jón Gunnlaugur: „Mér fannst þeir flottir, þeir hafa verið að dæma hjá okkur áður. Hefði kannski viljað fá tvær mínútur þarna (undir lok fyrri hálfleiks), en þeir voru ósammála mér og þannig er það bara oft.“ Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings lítur á næsta leik sinna manna sem gullið tækifæri á að ná í stig. Einnig hrósaði hann leikmönnum sem drógu vagninn í kvöld. „Ég myndi segja að það væri einn af þessum leikjum þar sem við ættum að taka. Ég var rosa ánægður með innkomu Halldórs (Halldór Ingi Jónasson), 18 ára gutta sem setur fjögur mörk hérna fyrsta skiptið sem hann fær að fá alvöru mínútur í leik, hrikalega ánægður með hann. Benni (Benedikt Elvar Skarphéðinsson) var algjörlega frábær og ef við erum að virkja fleiri pósta í liðinu þá náttúrulega getum við verið bjartsýnir, en við þurfum að sýna betri frammistöðu en við gerðum í dag.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti