Umfjöllun og viðtöl: HK - Haukar 31-31 | Jafntefli niðurstaðan í Kórnum Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 3. mars 2022 23:00 vísir/Elín Björg HK tók á móti toppliði Hauka er liðin mættust í 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. HK gerði áhlaup eftir að hafa verið undir fyrsta stundarfjórðunginn og sóttu stigið. Lokatölur 31-31. Haukar byrjuðu leikinn af krafti og komu sér stax í góða forystu. Þegar tæplega stundarfjórðungur var liðin af leiknum var staðan 4-8. Þá tekur Sebastian Alexanderson þjálfari HK leikhlé og skerpir á hlutunum hjá sínum mönnum. HK gerði áhlaup og minnkaði muninn í tvö mörk. Í stöðunni 8-10 tekur Aron Kristjánsson þjálfari Hauka leikhlé þar sem HK var óstöðvandi. Haukar komu sér aftur í ágætis forystu og skildu liðin að með þremur mörkum þegar að flautað var til loka fyrri hálfleiks, 15-18. Haukar héldu þriggja til fjögurra marka forystu fyrstu tíu mínúturnar af seinni hálfleiknum. HK gerði þá áhlaup og kom sér í 24-25. Síðasti stundarfjórðungur seinni hálfleiks var æsispennandi þar sem að jafnræði var með liðunum. HK kom sér yfir þegar rúmlega 10 mínútur voru eftir af leiknum og hélt því út þar til á loka mínútunum. Þá ná Haukar að jafna og skildu liðin að 31-31 þegar dómarinn flautaði til leiksloka. Afhverju varð jafntefli? Það er hægt að skrifa þetta á þrauteigju hjá HK og vanmat hjá Haukum. Eftir góða byrjun hjá Haukunum slökuðu þeir alltaf á þegar að þeir voru komnir í ágætis forystu. Á sama tíma sýndi HK mátt sinn og gafst ekki upp. Varnarleikur þeirra var góður í seinni hálfleik og nýttu þeir færin sín vel á meðan Haukarnir misstu boltann og köstuðu honum útaf. Hverjir stóðu upp úr? Hjörtur Ingi Halldórsson skoraði 9 mörk fyrir HK og Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 7 mörk. Varnarleikur HK í seinni hálfleikur var öflugur og markvarslan eftir því en Sigurjón Guðmundsson varði 14 bolta, 32% markvarsla. Heimir Óli Heimisson skoraði 7 mörk fyrir Hauka. Ólafur Ægir Ólafsson og Brynjólfur Snær Brynjólfsson voru með 5 mörk hvor. Magnús Gunnar Karlsson kom í mark Hauka þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum og var með mikilvægar vörslur, þar af tvö víti. Hvað gekk illa? Þetta var kaflaskipt. HK náði sér ekki á strik í byrjun leiks og lenti undir strax á fyrstu mínútunum. Eftir að Haukar voru búnir að vera yfir í 50. mínútur kom HK sér yfir svo það er hægt að segja að Haukar hafi algjörlega vanmetið HK og kastað þessu frá sér. Hvað gerist næst? Það eru 20 dagar í næstu umferð. Miðvikudaginn 23. mars sækir HK Selfoss heim kl 19:30. Á sama tíma fá Haukar Víking í heimsókn. Aron Kristjánsson: Kannski verið vottur af vanmati fyrir þennan leik Aron Kristjánsson þjálfri Hauka var svekktur eftir leikinn í kvöldVísir: Vilhelm „Mér líður ekki vel. Ég er ósáttur með leikinn og ósáttur með að taka bara eitt stig. Bara ósáttur með frammistöðuna,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka, svekktur eftir 31-31 jafntefli við HK í kvöld. „Við komum bara of værukærir inn í þennan leik. Mér fannst samt sem áður þótt að við byrjum betur í leiknum og náum forskoti, við fá tækifæri til að ná ennþá stærra forskoti. Við förum illa með boltann og í kjölfarið förum við að henda boltanum auðveldlega frá okkur. Við náum svo forskoti og förum þá aftur að gera feila, fá hraðaupphlaup á okkur. Ég veit ekki hvað þeir taka mikið af fráköstum, örugglega tíu fráköst sem falla beint í hendurnar á þeim beint fyrir framan markið, stundum tvö í röð. Það er ekki nógu gott og lýsir því að það hafi kannski verið vottur af vanmati fyrir þennan leik.“ Undir lok leiks varð hálfgert ráðaleysi við dómaraborðið þar fengu Haukar tvær mínútur fyrir ólöglega skiptingu og svo virtist vanta upp á tímann í lokasókn þeirra. „Í fyrsta lagi dæmir hann á okkur tvær mínútur fyrir vitlausa skiptingu þar sem að hann segir að Adam hafi farið vitlausu megin við miðjuna útaf. Mér sýndist ekki en það þarf að skoða það á vídeói, vonandi hefur hann rétt fyrir sér. Svo í lokin var þetta spurning hvað voru margar sekúndur eftir af leiknum. Eins og ég segi, það er alveg sama hvort það hafi verið mistök þeim megin frá þá er þetta algjörlega hjá okkur. Við vorum ekki nógu góðir, ég tek ekkert af HK þeir börðust vel og voru klókir.“ Það eru 20 dagar í næsta leik og vill Aron æfa vel og mæta af krafti til leiks en næsti leikur þeirra er við Víking. „Nú þurfum við að æfa vel. Það eru 20 dagar í næsta leik. Við þurfum að æfa af krafti og mæta af krafti í leikina. Það þýðir ekkert að mæta eins og í dag, haldandi að maður geti slakað fimm til tíu prósent á. Það gengur ekki upp. Við erum ekki búnir að vinna neinn leik fyrirfram í þessari deild, það er alveg saman hver mótherjinn er.“ Olís-deild karla HK Haukar Tengdar fréttir Sebastian Alexanderson: Það virðist koma í ljós að ég virðist kunna handbolta Sebastian Alexanderson þjálfari HK var sáttur að sækja eitt stig á móti toppliði Hauka er liðin mættust í 17. umferð Olís-deildar karla í kvöld. HK átti erfitt uppdráttar í byrjun leiks en gáfu svo í og sýndu úr hverju þeir eru gerðir og uppskáru eins og til var sáð. Lokatölur 31-31. 3. mars 2022 22:08
HK tók á móti toppliði Hauka er liðin mættust í 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. HK gerði áhlaup eftir að hafa verið undir fyrsta stundarfjórðunginn og sóttu stigið. Lokatölur 31-31. Haukar byrjuðu leikinn af krafti og komu sér stax í góða forystu. Þegar tæplega stundarfjórðungur var liðin af leiknum var staðan 4-8. Þá tekur Sebastian Alexanderson þjálfari HK leikhlé og skerpir á hlutunum hjá sínum mönnum. HK gerði áhlaup og minnkaði muninn í tvö mörk. Í stöðunni 8-10 tekur Aron Kristjánsson þjálfari Hauka leikhlé þar sem HK var óstöðvandi. Haukar komu sér aftur í ágætis forystu og skildu liðin að með þremur mörkum þegar að flautað var til loka fyrri hálfleiks, 15-18. Haukar héldu þriggja til fjögurra marka forystu fyrstu tíu mínúturnar af seinni hálfleiknum. HK gerði þá áhlaup og kom sér í 24-25. Síðasti stundarfjórðungur seinni hálfleiks var æsispennandi þar sem að jafnræði var með liðunum. HK kom sér yfir þegar rúmlega 10 mínútur voru eftir af leiknum og hélt því út þar til á loka mínútunum. Þá ná Haukar að jafna og skildu liðin að 31-31 þegar dómarinn flautaði til leiksloka. Afhverju varð jafntefli? Það er hægt að skrifa þetta á þrauteigju hjá HK og vanmat hjá Haukum. Eftir góða byrjun hjá Haukunum slökuðu þeir alltaf á þegar að þeir voru komnir í ágætis forystu. Á sama tíma sýndi HK mátt sinn og gafst ekki upp. Varnarleikur þeirra var góður í seinni hálfleik og nýttu þeir færin sín vel á meðan Haukarnir misstu boltann og köstuðu honum útaf. Hverjir stóðu upp úr? Hjörtur Ingi Halldórsson skoraði 9 mörk fyrir HK og Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 7 mörk. Varnarleikur HK í seinni hálfleikur var öflugur og markvarslan eftir því en Sigurjón Guðmundsson varði 14 bolta, 32% markvarsla. Heimir Óli Heimisson skoraði 7 mörk fyrir Hauka. Ólafur Ægir Ólafsson og Brynjólfur Snær Brynjólfsson voru með 5 mörk hvor. Magnús Gunnar Karlsson kom í mark Hauka þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum og var með mikilvægar vörslur, þar af tvö víti. Hvað gekk illa? Þetta var kaflaskipt. HK náði sér ekki á strik í byrjun leiks og lenti undir strax á fyrstu mínútunum. Eftir að Haukar voru búnir að vera yfir í 50. mínútur kom HK sér yfir svo það er hægt að segja að Haukar hafi algjörlega vanmetið HK og kastað þessu frá sér. Hvað gerist næst? Það eru 20 dagar í næstu umferð. Miðvikudaginn 23. mars sækir HK Selfoss heim kl 19:30. Á sama tíma fá Haukar Víking í heimsókn. Aron Kristjánsson: Kannski verið vottur af vanmati fyrir þennan leik Aron Kristjánsson þjálfri Hauka var svekktur eftir leikinn í kvöldVísir: Vilhelm „Mér líður ekki vel. Ég er ósáttur með leikinn og ósáttur með að taka bara eitt stig. Bara ósáttur með frammistöðuna,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka, svekktur eftir 31-31 jafntefli við HK í kvöld. „Við komum bara of værukærir inn í þennan leik. Mér fannst samt sem áður þótt að við byrjum betur í leiknum og náum forskoti, við fá tækifæri til að ná ennþá stærra forskoti. Við förum illa með boltann og í kjölfarið förum við að henda boltanum auðveldlega frá okkur. Við náum svo forskoti og förum þá aftur að gera feila, fá hraðaupphlaup á okkur. Ég veit ekki hvað þeir taka mikið af fráköstum, örugglega tíu fráköst sem falla beint í hendurnar á þeim beint fyrir framan markið, stundum tvö í röð. Það er ekki nógu gott og lýsir því að það hafi kannski verið vottur af vanmati fyrir þennan leik.“ Undir lok leiks varð hálfgert ráðaleysi við dómaraborðið þar fengu Haukar tvær mínútur fyrir ólöglega skiptingu og svo virtist vanta upp á tímann í lokasókn þeirra. „Í fyrsta lagi dæmir hann á okkur tvær mínútur fyrir vitlausa skiptingu þar sem að hann segir að Adam hafi farið vitlausu megin við miðjuna útaf. Mér sýndist ekki en það þarf að skoða það á vídeói, vonandi hefur hann rétt fyrir sér. Svo í lokin var þetta spurning hvað voru margar sekúndur eftir af leiknum. Eins og ég segi, það er alveg sama hvort það hafi verið mistök þeim megin frá þá er þetta algjörlega hjá okkur. Við vorum ekki nógu góðir, ég tek ekkert af HK þeir börðust vel og voru klókir.“ Það eru 20 dagar í næsta leik og vill Aron æfa vel og mæta af krafti til leiks en næsti leikur þeirra er við Víking. „Nú þurfum við að æfa vel. Það eru 20 dagar í næsta leik. Við þurfum að æfa af krafti og mæta af krafti í leikina. Það þýðir ekkert að mæta eins og í dag, haldandi að maður geti slakað fimm til tíu prósent á. Það gengur ekki upp. Við erum ekki búnir að vinna neinn leik fyrirfram í þessari deild, það er alveg saman hver mótherjinn er.“
Olís-deild karla HK Haukar Tengdar fréttir Sebastian Alexanderson: Það virðist koma í ljós að ég virðist kunna handbolta Sebastian Alexanderson þjálfari HK var sáttur að sækja eitt stig á móti toppliði Hauka er liðin mættust í 17. umferð Olís-deildar karla í kvöld. HK átti erfitt uppdráttar í byrjun leiks en gáfu svo í og sýndu úr hverju þeir eru gerðir og uppskáru eins og til var sáð. Lokatölur 31-31. 3. mars 2022 22:08
Sebastian Alexanderson: Það virðist koma í ljós að ég virðist kunna handbolta Sebastian Alexanderson þjálfari HK var sáttur að sækja eitt stig á móti toppliði Hauka er liðin mættust í 17. umferð Olís-deildar karla í kvöld. HK átti erfitt uppdráttar í byrjun leiks en gáfu svo í og sýndu úr hverju þeir eru gerðir og uppskáru eins og til var sáð. Lokatölur 31-31. 3. mars 2022 22:08
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik