Frábær fyrri hálfleikur hjá strákunum í flottum sigri á Dönum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2022 09:30 Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk. Vísir/Hulda Margrét Íslenska tuttugu ára landslið karla í handbolta var í miklu stuði í morgunsárið og vann fimm marka sigur á Dönum, 30-25, í lokaleik sínum á Opna Norðurlandamótinu í Noregi. Eftir jafntefli á móti Svíum og eins marks sigur á Norðmönnum var eiginlega aldrei spurning um hvernig leikurinn færi í morgun. Það var aðallega stórkostlegur fyrri hálfleikur sem sá til þess. Valsmaðurinn Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk en þar af voru fjögur mörk úr vítum. Mosfellingurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði fimm mörk og Andri Már Rúnarsson, sem spilar sem atvinnumaður hjá Stuttgart skoraði fjögur mörk. Haukastrákarnir Kristófer Máni Jónasson og Guðmundur Bragi Ástþórsson skoruðu báðir þrjú mörk, Selfyssingurinn Tryggvi Þórisson skoraði einnig þrjú mörk og Símon Michael Guðjónsson hjá HK var með tvö mörk. Selfyssingurinn Jón Þórarinn Þorsteinsson varði níu skot í fyrri hálfleik en ekkert í þeim síðari og þá vörðu markverðir íslenska liðsins aðeins eitt skot allan hálfleikinn samkvæmt tölfræði norska sambandsins. Mótið er hluti af undirbúningi undir lokakeppni Evrópumóts U-20 sem byrjar 7. Júlí næstkomandi í Porto í Portúgal. Íslensku strákarnir skoruðu tuttugu mörk í fyrri hálfleiknum og leiddu með níu mörkum eftir hann, 20-11. Íslenska liðið skoraði fyrsta mark seinni hálfleiksins og komst því tíu mörkum yfir en svo náðu Danir að minnka muninn í fjögur mörk á fyrstu níu mínútum hálfleiksins. Þjálfararnir Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson tóku leikhlé í stöðunni 23-19. Íslenska liðið náði aftur sex marka forskoti en Danir héldu síðan áfram að vinna upp muninn sem fór niður í þrjú mörk. Íslensku strákunum tókst hins vegar að komast í gegnum storminn og unnu að lokum sannfærandi sigur. Sigurinn þýðir að íslensku strákarnir verða Norðurlandameistarar ef Svíar vinna ekki stærra en þriggja marka sigur á Noregi seinna í dag. Norðmenn töpuðu hins vegar með fjórtán marka mun á móti Dönum en bara með einu marki á móti Íslandi í gær. Landslið karla í handbolta Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Eftir jafntefli á móti Svíum og eins marks sigur á Norðmönnum var eiginlega aldrei spurning um hvernig leikurinn færi í morgun. Það var aðallega stórkostlegur fyrri hálfleikur sem sá til þess. Valsmaðurinn Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk en þar af voru fjögur mörk úr vítum. Mosfellingurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði fimm mörk og Andri Már Rúnarsson, sem spilar sem atvinnumaður hjá Stuttgart skoraði fjögur mörk. Haukastrákarnir Kristófer Máni Jónasson og Guðmundur Bragi Ástþórsson skoruðu báðir þrjú mörk, Selfyssingurinn Tryggvi Þórisson skoraði einnig þrjú mörk og Símon Michael Guðjónsson hjá HK var með tvö mörk. Selfyssingurinn Jón Þórarinn Þorsteinsson varði níu skot í fyrri hálfleik en ekkert í þeim síðari og þá vörðu markverðir íslenska liðsins aðeins eitt skot allan hálfleikinn samkvæmt tölfræði norska sambandsins. Mótið er hluti af undirbúningi undir lokakeppni Evrópumóts U-20 sem byrjar 7. Júlí næstkomandi í Porto í Portúgal. Íslensku strákarnir skoruðu tuttugu mörk í fyrri hálfleiknum og leiddu með níu mörkum eftir hann, 20-11. Íslenska liðið skoraði fyrsta mark seinni hálfleiksins og komst því tíu mörkum yfir en svo náðu Danir að minnka muninn í fjögur mörk á fyrstu níu mínútum hálfleiksins. Þjálfararnir Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson tóku leikhlé í stöðunni 23-19. Íslenska liðið náði aftur sex marka forskoti en Danir héldu síðan áfram að vinna upp muninn sem fór niður í þrjú mörk. Íslensku strákunum tókst hins vegar að komast í gegnum storminn og unnu að lokum sannfærandi sigur. Sigurinn þýðir að íslensku strákarnir verða Norðurlandameistarar ef Svíar vinna ekki stærra en þriggja marka sigur á Noregi seinna í dag. Norðmenn töpuðu hins vegar með fjórtán marka mun á móti Dönum en bara með einu marki á móti Íslandi í gær.
Landslið karla í handbolta Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti