„Efast um að þeir nái í tvö lið á æfingum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. ágúst 2022 15:00 Heimir Óli ætlaði að hætta en er byrjaður að æfa með Haukum vegna meiðsla í línumannastöðunni. Vísir/Hulda Margrét Haukar hafa misst töluvert úr sínum leikmannahópi fyrir komandi tímabil í Olís-deild karla, aðallega vegna meiðsla. Sérfræðingar hlaðvarpsins Handkastsins veltu upp stöðu liðsins og þá hvort Rúnar Sigtryggsson, nýr þjálfari liðsins, geti hresst upp á andrúmsloftið í félaginu. Líkt og Vísir greindi frá í gær sleit Gunnar Dan Hlynsson, línumaður Hauka, krossband á dögunum og því er vafasamt hvort hann geti einhvern þátt tekið á komandi Íslandsmóti. Þráinn Orri Jónsson er með slitið krossband fyrir og þá ætlaði Heimir Óli Heimisson að hætta fyrir tímabilið. Línumannsstaðan er því býsna þunnt skipuð hjá félaginu en þá hefur Darri Aronsson yfirgefið félagið, efasemdir eru um þátttöku Tjörva Þorgeirssonar, sem og markvarðarsins Arons Rafns Eðvarðssonar. Haukar hafa ekkert bætt við sig á móti og hafa menn í Handkastinu áhyggjur af stöðunni. „Það svo sem lá alveg fyrir að Darri væri að fara og Aron Rafn væri að glíma við sín erfiðu höfuðmeiðsli og að Tjörvi og Heimir Óli væru báðir að hugsa um að kalla þetta gott, allavega sem leikmenn. Þá einhvern veginn bjóst maður við því að Haukarnir myndu nú sækja eitthvað,“ segir Theodór Ingi Pálmason, fyrrum leikmaður og sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Hann segir að ef eitthvað félag megi við skakkaföllum eru það líklega Haukar, vegna breiddarinnar sem þeir búa yfir. Hann pressar þá á að Heimir Óli taki skónna fram og stígi upp í fjarveru þeirra Þráins og Gunnars Dan. „En við gleymum því samt ekki að ef við munum umræðuna frá því í fyrra, okkur fannst þetta vera það lið sem á pappírnum væri með mestu breiddina. Þeir voru með tvo leikmenn í hverri einustu stöðu. Þannig að ef eitthvað lið ætti að þola að missa úr en halda ágætis kjarna eru það Haukarnir, en þetta er kannski alveg í það mesta sem er að detta út. Sérstaklega með Heimi Óla, með Þráin meiddan til áramóta og Gunnar Dan meiddan líka, þá verður Heimi Óla að renna blóðið til skyldunnar og hjálpa sínum mönnum, þó það sé ekki nema til áramóta,“ segir Theodór. „Hann [Heimir Óli] er allavega byrjaður að æfa með Haukunum og hætti við að hætta. Það lýsir alveg ágætlega ástandinu í DB Schenker-höllinni,“ segir þáttastjórnandinn Arnar Daði Arnarsson. Arnar Daði nefnir þá í framhaldi af því að þónokkrir leikmenn hafi verið þjakaðir af ýmisskonar meiðslum síðustu ár og haldist sjaldnast heilir gegnum heilt tímabil. „Það eru leikmenn þarna inni í hópnum sem hafa verið að glíma við meiðsli síðustu ár. Brynjólfur Snær [Stefánsson] hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið, Stefán Rafn [Sigurmannsson] kemur heim úr atvinnumennsku út af meiðslum, Geir Guðmunds er þjakaður nánast af meiðslum svo er Ólafur Ægir [Ólafsson] einnig og Adam Haukur Baumruk,“ „Ég efast um að þeir nái í tvö lið á æfingum eins og staðan er núna,“ segir Arnar Daði. „Spenntur að sjá hvort að Rúnar nái að kveikja neistann“ Rúnar þjálfaði síðast Stjörnuna í Olís-deildinni en hann er nú tekinn við Haukum eftir árs pásu frá þjálfun.vísir/bára Þá velta menn upp hvort Rúnar geti hresst upp á Haukaliðið en það hefur að miklu leyti verið skipað sömu leikmönnum um árabil og þá hefur Aron Kristjánsson, fráfarandi þjálfari liðsins, verið með puttana í liðinu, ýmist sem þjálfari eða á bakvið tjöldin, síðustu ár. Styrmir Sigurðarson segir leikgleðina hafa virst litla síðustu árin. „Mér fannst leikgleðin í þessu liði vera engin. Þannig að ég er spenntur að sjá hvort að Rúnar nái að kveikja neistann í mönnum. Vegna þess að gæðin eru alveg þarna. Það eru sjö til átta gæðaleikmenn þarna sem kæmust í öll liðin í deildinni en það var bara svo þungt yfir þessu í fyrra, hvort það hafi verið Aron eða hvað, en mér fannst vanta það að menn myndu brosa og hafa gaman af þessu. Það var eins og það væri kvöð hjá öllum hópnum í fyrra að mæta í þessa leiki,“ segir Styrmir. „Það var eins og það væri komin smá þreyta í þetta. Ég held að það sé líka bara því Aron er búinn að vera þarna lengi, ef við horfum á kjarnann; Tjörvi, Heimir Óli, Aron Rafn, Stefán Rafn, eru búnir að vera með Aroni þarna síðustu ár og svo þjálfaði hann þá líka fyrir einhverjum sjö til átta árum. Hann er búinn að þjálfa þá helminginn af þeirra meistaraflokksferli, liggur við. Svo ég held að það hafi þurft smá ferskt blóð þarna inn og ég held það þurfi líka í leikmannahópinn,“ segir Theodór. Handkastið verður vikulega á dagskrá í vetur þar sem farið verður yfir hverja umferð í Olís-deild karla, degi á eftir Seinni bylgjunni. Fyrsta þáttinn má heyra í spilaranum að ofan en þar er farið yfir hvert lið í deildinni og ótímabær spá opinberuð. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Haukar Handkastið Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá í gær sleit Gunnar Dan Hlynsson, línumaður Hauka, krossband á dögunum og því er vafasamt hvort hann geti einhvern þátt tekið á komandi Íslandsmóti. Þráinn Orri Jónsson er með slitið krossband fyrir og þá ætlaði Heimir Óli Heimisson að hætta fyrir tímabilið. Línumannsstaðan er því býsna þunnt skipuð hjá félaginu en þá hefur Darri Aronsson yfirgefið félagið, efasemdir eru um þátttöku Tjörva Þorgeirssonar, sem og markvarðarsins Arons Rafns Eðvarðssonar. Haukar hafa ekkert bætt við sig á móti og hafa menn í Handkastinu áhyggjur af stöðunni. „Það svo sem lá alveg fyrir að Darri væri að fara og Aron Rafn væri að glíma við sín erfiðu höfuðmeiðsli og að Tjörvi og Heimir Óli væru báðir að hugsa um að kalla þetta gott, allavega sem leikmenn. Þá einhvern veginn bjóst maður við því að Haukarnir myndu nú sækja eitthvað,“ segir Theodór Ingi Pálmason, fyrrum leikmaður og sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Hann segir að ef eitthvað félag megi við skakkaföllum eru það líklega Haukar, vegna breiddarinnar sem þeir búa yfir. Hann pressar þá á að Heimir Óli taki skónna fram og stígi upp í fjarveru þeirra Þráins og Gunnars Dan. „En við gleymum því samt ekki að ef við munum umræðuna frá því í fyrra, okkur fannst þetta vera það lið sem á pappírnum væri með mestu breiddina. Þeir voru með tvo leikmenn í hverri einustu stöðu. Þannig að ef eitthvað lið ætti að þola að missa úr en halda ágætis kjarna eru það Haukarnir, en þetta er kannski alveg í það mesta sem er að detta út. Sérstaklega með Heimi Óla, með Þráin meiddan til áramóta og Gunnar Dan meiddan líka, þá verður Heimi Óla að renna blóðið til skyldunnar og hjálpa sínum mönnum, þó það sé ekki nema til áramóta,“ segir Theodór. „Hann [Heimir Óli] er allavega byrjaður að æfa með Haukunum og hætti við að hætta. Það lýsir alveg ágætlega ástandinu í DB Schenker-höllinni,“ segir þáttastjórnandinn Arnar Daði Arnarsson. Arnar Daði nefnir þá í framhaldi af því að þónokkrir leikmenn hafi verið þjakaðir af ýmisskonar meiðslum síðustu ár og haldist sjaldnast heilir gegnum heilt tímabil. „Það eru leikmenn þarna inni í hópnum sem hafa verið að glíma við meiðsli síðustu ár. Brynjólfur Snær [Stefánsson] hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið, Stefán Rafn [Sigurmannsson] kemur heim úr atvinnumennsku út af meiðslum, Geir Guðmunds er þjakaður nánast af meiðslum svo er Ólafur Ægir [Ólafsson] einnig og Adam Haukur Baumruk,“ „Ég efast um að þeir nái í tvö lið á æfingum eins og staðan er núna,“ segir Arnar Daði. „Spenntur að sjá hvort að Rúnar nái að kveikja neistann“ Rúnar þjálfaði síðast Stjörnuna í Olís-deildinni en hann er nú tekinn við Haukum eftir árs pásu frá þjálfun.vísir/bára Þá velta menn upp hvort Rúnar geti hresst upp á Haukaliðið en það hefur að miklu leyti verið skipað sömu leikmönnum um árabil og þá hefur Aron Kristjánsson, fráfarandi þjálfari liðsins, verið með puttana í liðinu, ýmist sem þjálfari eða á bakvið tjöldin, síðustu ár. Styrmir Sigurðarson segir leikgleðina hafa virst litla síðustu árin. „Mér fannst leikgleðin í þessu liði vera engin. Þannig að ég er spenntur að sjá hvort að Rúnar nái að kveikja neistann í mönnum. Vegna þess að gæðin eru alveg þarna. Það eru sjö til átta gæðaleikmenn þarna sem kæmust í öll liðin í deildinni en það var bara svo þungt yfir þessu í fyrra, hvort það hafi verið Aron eða hvað, en mér fannst vanta það að menn myndu brosa og hafa gaman af þessu. Það var eins og það væri kvöð hjá öllum hópnum í fyrra að mæta í þessa leiki,“ segir Styrmir. „Það var eins og það væri komin smá þreyta í þetta. Ég held að það sé líka bara því Aron er búinn að vera þarna lengi, ef við horfum á kjarnann; Tjörvi, Heimir Óli, Aron Rafn, Stefán Rafn, eru búnir að vera með Aroni þarna síðustu ár og svo þjálfaði hann þá líka fyrir einhverjum sjö til átta árum. Hann er búinn að þjálfa þá helminginn af þeirra meistaraflokksferli, liggur við. Svo ég held að það hafi þurft smá ferskt blóð þarna inn og ég held það þurfi líka í leikmannahópinn,“ segir Theodór. Handkastið verður vikulega á dagskrá í vetur þar sem farið verður yfir hverja umferð í Olís-deild karla, degi á eftir Seinni bylgjunni. Fyrsta þáttinn má heyra í spilaranum að ofan en þar er farið yfir hvert lið í deildinni og ótímabær spá opinberuð. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Haukar Handkastið Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti