Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísrael - Ísland 24-33 | Ísland áfram og fer í umspilið Andri Már Eggertsson skrifar 6. nóvember 2022 17:13 Stelpurnar okkar fagna með stuðningsmönnum Vísir/Hulda Margrét Ísland vann níu marka sigur á Ísrael 24-33. Ísland vann báða leikina gegn Ísrael í forkeppni heimsmeistaramóts kvenna í handbolta. Ísland fer því næst í umspil um sæti á HM sem fer fram næsta vor. Ísrael byrjaði á að komast 2-1 yfir en þá tók Ísland við með góðu áhlaupi. Ísland komst fjórum mörkum yfir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður 3-7. Eftir því sem leið á fyrri hálfleik komst Ísrael betur inn í leikinn og Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, tók leikhlé þegar Ísrael minnkaði muninn niður í tvö mörk 10-12. Perla Ruth Albertsdóttir og Andrea Jacobsen gefa hvor annari fimmuVísir/Hulda Margrét Vandræði Íslands voru þau sömu og í fyrri hálfleik. Klaufamistökin voru þó nokkur líkt og í síðasta leik en þegar Ísland náði sókn sem endaði með skoti á markið þá var boltinn yfirleitt inni. Markmenn Ísraels vörðu samanlagt þrjú skot í fyrri hálfleik. Arnar Pétursson og Ágúst Jóhannsson fara yfir málinVísir/Hulda Margrét Munurinn á liðunum í hálfleik var að mörgu leyti markvarslan. Á meðan hún var engin hjá Ísrael var Hafdís Renötudóttir í stuði og varði átta skot. Hafdís var með 38,9 prósent markvörslu í hálfleik. Staðan í hálfleik var 11-14. Sara Sif Helgadóttir fór í markið um miðjan seinni hálfleik og varði 3 skot og endaði með 60 prósent markvörslu. Markmenn Íslands Hafdís og Sara Sif klappa fyrir stuðningnumVísir/Hulda Margrét Seinni hálfleikur fór nokkuð rólega af stað. Ólíkt síðasta leik var Ísland í vandræðum með að slíta Ísrael frá sér til að byrja með og var það ekki fyrr en seinni hálfleikur var rúmlega hálfnaður þegar Ísland gerði fjögur mörk í röð og komst fimm mörkum yfir. Sandra Erlingsdóttir fór á kostum í síðasta leik þar sem hún gerði ellefu mörk. Sandra hélt uppteknum hætti í dag þar sem hún gerði fimm mörk. Sandra skoraði samanlagt 16 mörk úr 17 skotum gegn Ísrael. Sandra Erlingdóttir skoraði samanlagt 16 mörk gegn ÍsraelVísir/Hulda Margrét Steinunn Björnsdóttir var annar leikmaður sem stóð upp úr en hún var allt í öllu bæði í vörn og sókn. Steinunn var með flestar löglegar stöðvanir í leiknum ásamt því skoraði hún þrjú mörk. Eftir það var aðeins spurning hversu stór sigur Íslands yrði. Arnar rúllaði mikið á liðinu og ferskar fætur keyrðu hratt á Ísrael sem átti fá svör við hröðum sóknarleik Íslands. Þrátt fyrir að leikurinn væri á Ásvöllum var Ísrael heimaliðið í dag. Það var afar góð stemmning á Ásvöllum í dagVísir/Hulda Margrét Arnar Pétursson lagði mikla áherslu á varnarleik í undirbúningnum sem gekk upp á löngum köflum gegn Ísrael sem spilaði afar hægan handbolta. Arnar sagði í viðtali eftir að leik að það verður mikil áhersla lögð á varnarleikinn fyrir komandi verkefni. Leikurinn endaði með níu marka sigri Íslands 24-33. Samanlagt vann Ísland leikina tvo gegn Ísrael 67-49. Andstæðingur Íslands í umspilinu um laust sæti á HM er óljós en umspilið fer fram næsta vor og er ljóst að andstæðingurinn verður sterkari heldur en Ísrael. Stelpurnar okkar fögnuðu sigrinum eftir leikVísir/Hulda Margrét Steinunn: Liðsheildin stóð upp úr Steinunn Björnsdóttir gefur þumal uppVísir/Hulda Margrét Steinunn Björnsdóttir var afar sátt með sigurinn og þessar tvær vikur með landsliðinu í heild sinni. „Liðsheildin stóð upp úr. Mér fannst við vera flottar það getur verið snúið að mæta í leik daginn eftir átta marka sigur en mér fannst við leysa það vel. Hafdís og Sara voru frábærar í markinu. Varnarleikurinn var flottur fannst mér þrátt fyrir að hann hafi dottið niður á köflum,“ sagði Steinunn í viðtali eftir leik. Steinunn viðurkenndi að það gat verið erfitt að spila vörn gegn Ísrael þar sem sóknir Ísraels voru afar hægar og langar. „Við duttum stundum á hælana þar sem þær eru klókar í þessu og náðu að svæfa mann á köflum en þetta var áskorun og mér fannst við leysa hana vel.“ Steinunn var ánægð með hraða miðju Íslands sem skilaði nokkrum mörkum. „Mér fannst við spila hraðari bolta í dag heldur en í gær. Við fengum mörk úr hraðri miðju sem við fengum ekki í gær og það var jákvætt. Við fengum líka markvörslu sem munar miklu og skilar sér í hraðaupphlaupum.“ Steinunni fannst þessar tvær vikur með landsliðinu afar vel heppnaðar þar sem Ísland spilaði fjóra leiki og vann alla. „Þetta var virkilega góður gluggi. Það er stígandi í liðinu og við tökum fullt út úr þessu verkefni,“ sagði Steinunn Björnsdóttir að lokum. Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023
Ísland vann níu marka sigur á Ísrael 24-33. Ísland vann báða leikina gegn Ísrael í forkeppni heimsmeistaramóts kvenna í handbolta. Ísland fer því næst í umspil um sæti á HM sem fer fram næsta vor. Ísrael byrjaði á að komast 2-1 yfir en þá tók Ísland við með góðu áhlaupi. Ísland komst fjórum mörkum yfir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður 3-7. Eftir því sem leið á fyrri hálfleik komst Ísrael betur inn í leikinn og Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, tók leikhlé þegar Ísrael minnkaði muninn niður í tvö mörk 10-12. Perla Ruth Albertsdóttir og Andrea Jacobsen gefa hvor annari fimmuVísir/Hulda Margrét Vandræði Íslands voru þau sömu og í fyrri hálfleik. Klaufamistökin voru þó nokkur líkt og í síðasta leik en þegar Ísland náði sókn sem endaði með skoti á markið þá var boltinn yfirleitt inni. Markmenn Ísraels vörðu samanlagt þrjú skot í fyrri hálfleik. Arnar Pétursson og Ágúst Jóhannsson fara yfir málinVísir/Hulda Margrét Munurinn á liðunum í hálfleik var að mörgu leyti markvarslan. Á meðan hún var engin hjá Ísrael var Hafdís Renötudóttir í stuði og varði átta skot. Hafdís var með 38,9 prósent markvörslu í hálfleik. Staðan í hálfleik var 11-14. Sara Sif Helgadóttir fór í markið um miðjan seinni hálfleik og varði 3 skot og endaði með 60 prósent markvörslu. Markmenn Íslands Hafdís og Sara Sif klappa fyrir stuðningnumVísir/Hulda Margrét Seinni hálfleikur fór nokkuð rólega af stað. Ólíkt síðasta leik var Ísland í vandræðum með að slíta Ísrael frá sér til að byrja með og var það ekki fyrr en seinni hálfleikur var rúmlega hálfnaður þegar Ísland gerði fjögur mörk í röð og komst fimm mörkum yfir. Sandra Erlingsdóttir fór á kostum í síðasta leik þar sem hún gerði ellefu mörk. Sandra hélt uppteknum hætti í dag þar sem hún gerði fimm mörk. Sandra skoraði samanlagt 16 mörk úr 17 skotum gegn Ísrael. Sandra Erlingdóttir skoraði samanlagt 16 mörk gegn ÍsraelVísir/Hulda Margrét Steinunn Björnsdóttir var annar leikmaður sem stóð upp úr en hún var allt í öllu bæði í vörn og sókn. Steinunn var með flestar löglegar stöðvanir í leiknum ásamt því skoraði hún þrjú mörk. Eftir það var aðeins spurning hversu stór sigur Íslands yrði. Arnar rúllaði mikið á liðinu og ferskar fætur keyrðu hratt á Ísrael sem átti fá svör við hröðum sóknarleik Íslands. Þrátt fyrir að leikurinn væri á Ásvöllum var Ísrael heimaliðið í dag. Það var afar góð stemmning á Ásvöllum í dagVísir/Hulda Margrét Arnar Pétursson lagði mikla áherslu á varnarleik í undirbúningnum sem gekk upp á löngum köflum gegn Ísrael sem spilaði afar hægan handbolta. Arnar sagði í viðtali eftir að leik að það verður mikil áhersla lögð á varnarleikinn fyrir komandi verkefni. Leikurinn endaði með níu marka sigri Íslands 24-33. Samanlagt vann Ísland leikina tvo gegn Ísrael 67-49. Andstæðingur Íslands í umspilinu um laust sæti á HM er óljós en umspilið fer fram næsta vor og er ljóst að andstæðingurinn verður sterkari heldur en Ísrael. Stelpurnar okkar fögnuðu sigrinum eftir leikVísir/Hulda Margrét Steinunn: Liðsheildin stóð upp úr Steinunn Björnsdóttir gefur þumal uppVísir/Hulda Margrét Steinunn Björnsdóttir var afar sátt með sigurinn og þessar tvær vikur með landsliðinu í heild sinni. „Liðsheildin stóð upp úr. Mér fannst við vera flottar það getur verið snúið að mæta í leik daginn eftir átta marka sigur en mér fannst við leysa það vel. Hafdís og Sara voru frábærar í markinu. Varnarleikurinn var flottur fannst mér þrátt fyrir að hann hafi dottið niður á köflum,“ sagði Steinunn í viðtali eftir leik. Steinunn viðurkenndi að það gat verið erfitt að spila vörn gegn Ísrael þar sem sóknir Ísraels voru afar hægar og langar. „Við duttum stundum á hælana þar sem þær eru klókar í þessu og náðu að svæfa mann á köflum en þetta var áskorun og mér fannst við leysa hana vel.“ Steinunn var ánægð með hraða miðju Íslands sem skilaði nokkrum mörkum. „Mér fannst við spila hraðari bolta í dag heldur en í gær. Við fengum mörk úr hraðri miðju sem við fengum ekki í gær og það var jákvætt. Við fengum líka markvörslu sem munar miklu og skilar sér í hraðaupphlaupum.“ Steinunni fannst þessar tvær vikur með landsliðinu afar vel heppnaðar þar sem Ísland spilaði fjóra leiki og vann alla. „Þetta var virkilega góður gluggi. Það er stígandi í liðinu og við tökum fullt út úr þessu verkefni,“ sagði Steinunn Björnsdóttir að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti