Anníe Mist leikur sér nú að martröðinni sinni frá fyrstu heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2022 09:01 Anníe Mist Þórisdóttir hefur tekið því sem áskorun að takast á við hringina og muscle-up greinina sem reyndist henni svo erfið á fyrstu heimsleikunum. Youtube/Dóttir Anníe Mist Þórisdóttir er sexfaldur verðlaunahafi frá heimsmeistaramótinu í CrossFit en væri kannski með fleiri verðlaun frá leikunum ef ekki væri fyrir eina sannkallaða martraðagrein hennar á fyrstu heimsleikunum árið 2009. Anníe Mist keppti í fyrsta sinn á stærsta sviðinu í Kaliforníu fyrir meira en þrettán árum síðan og vakti þá mikla athygli fyrir vaska framgöngu fyrstu dagana. Lokadagurinn reyndist hins vegar þyngri þraut en hún réði við. Þeir sem sáu Anníe keppa á þessum leikum muna ekki aðeins eftir því hversu vel hún stimplaði sig inn heldur einnig eftir matraðargreininni undir lokin sem sá til þess öðru fremur að hún datt alla leið niður í ellefta sætið. Við erum að tala um muscle-up grein, upplyftingar í hringjum, en Anníe átti að klára fimmtán slíkar í lokagreininni á heimsleikunum 2009. Anníe hafði aldrei prófað slíkt áður og tókst ekki að klára greinina. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=f70fqkktDxU">watch on YouTube</a> Það tók tíma fyrir Anníe Mist að ná tökum á þessari krefjandi æfingu en hún hefur í gegnum tíðina tekið það sem áskorun að ná þessu. Nú síðast setti Anníe inn myndband af sér gera þessar muscle-up æfingar með glans og má finna það hér fyrir neðan. „Ég hef óttast muscle-up æfingar í keppnum og þetta hefur verið hindrun sem ég hef þurft að komast yfir,“ skrifaði Anníe Mist. „Já ég er orðin svo miklu betri í þeim og á þessum tímapunkti þá elska ég að æfa mig í þeim. Ég verð spennt þegar ég sé þær sem hluta af æfingu á mótum af því að það er tækifæri fyrir mig að komast enn lengra og yfirvinna óttann,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Fleiri fréttir Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Sjá meira
Anníe Mist keppti í fyrsta sinn á stærsta sviðinu í Kaliforníu fyrir meira en þrettán árum síðan og vakti þá mikla athygli fyrir vaska framgöngu fyrstu dagana. Lokadagurinn reyndist hins vegar þyngri þraut en hún réði við. Þeir sem sáu Anníe keppa á þessum leikum muna ekki aðeins eftir því hversu vel hún stimplaði sig inn heldur einnig eftir matraðargreininni undir lokin sem sá til þess öðru fremur að hún datt alla leið niður í ellefta sætið. Við erum að tala um muscle-up grein, upplyftingar í hringjum, en Anníe átti að klára fimmtán slíkar í lokagreininni á heimsleikunum 2009. Anníe hafði aldrei prófað slíkt áður og tókst ekki að klára greinina. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=f70fqkktDxU">watch on YouTube</a> Það tók tíma fyrir Anníe Mist að ná tökum á þessari krefjandi æfingu en hún hefur í gegnum tíðina tekið það sem áskorun að ná þessu. Nú síðast setti Anníe inn myndband af sér gera þessar muscle-up æfingar með glans og má finna það hér fyrir neðan. „Ég hef óttast muscle-up æfingar í keppnum og þetta hefur verið hindrun sem ég hef þurft að komast yfir,“ skrifaði Anníe Mist. „Já ég er orðin svo miklu betri í þeim og á þessum tímapunkti þá elska ég að æfa mig í þeim. Ég verð spennt þegar ég sé þær sem hluta af æfingu á mótum af því að það er tækifæri fyrir mig að komast enn lengra og yfirvinna óttann,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Fleiri fréttir Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik