Nokkrir dómarar á HM í handbolta bendlaðir við veðmálasvindl Hjörvar Ólafsson skrifar 15. janúar 2023 10:24 Annar króatísku dómaranna sem liggur undir grun um veðmálasvindl áminnir hér Alfreð Gíslason, þjálfara Þýskalands, í leik liðsins gegn Katar á HM á föstudaginn síðastliðinn. Vísir/Getty Átta handboltadómarar, sem dæma alþjóðlega leiki á hæsti stigi íþróttarinnar, liggja undir grun um að hafa tekið hátt í að hagræða úrslitum. Nokkrir þeirra eru að dæma á heimsmeistaramótinu í handbolta karla sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð þessa dagana. Þetta kemur fram í frétt sem TV2 birtir í dag. Á meðal þeirra dómara sem hafa verið bendlaðir við veðmálasvindl eru króatíska dómaraparið Matija Gubica og Boris Milosevic sem sáu um dómgæsluna í leik Þýskalands og Katar á heimsmeistaramótinu á föstudagskvöldið síðastliðið. Þeir eru taldir í fremstu röð sem dómarar í handboltaheiminum í dag. En á sama tíma ber nafn þeirra á góma í skýrslu Sportradar sem gerð árið 2018. Sportradar er fyrirtæki sem sérhæfir sig í því að greina hvort rökstuddur grunur geti verið um veðmálasvindl í íþróttaleikjum. Fyrirtækið starfar sem dæmi fyrir fyrir evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, og samtök evrópskra knattspyrnusambanda. Fram kemur í skýrslunnni sem haldið er leynilegri enn sem komið en TV2 komst á snoðir og hefur undir höndum um að grunur sé um að Króatarnir hafi tekið þátt í að hagræða úrslitum í sjö leikjum í Evrópukeppnum félagsliða sem þeir dæmdu. Allt í allt hefur Sportradar flaggað 26 leiki á tímabilinu september árið 2016 til nóvember árið 2017 þar sem greinendur telja að maðkur hafi verið í mysunni. Um er að ræða til að mynda leiki í Meistaradeild Evrópu og landsleiki. Chris Kronow Rasmussen, sérfræðingur í málefnum tengdum hagræðingum úrslita, segir sjaldgæft að Sportradar sendi frá sér skýrslu þar sem fram koma jafn mörg og augljós dæmi um rökstuddur grunur er um hagræðingu úrslita. Rasmussen segir einsýnt að evrópska handboltasambandið, EHF, verði að grípa til aðgerða vegna skýrslu Sportsradar. Sú staðreynd að dómarar, sem dæmdu leiki, sem flaggaðir séu í skýrslunni bendi hins vegar ekki til þess að EHF ætli að taka málið föstum tökum. Makedónska dómaraparið Gjorgij Nachevski og Slave Nikolov, sem einnig dæma á heimsmeistaramótinu, eru einnig bendlaðir við veðmálasvindli í framangreindri skýrslu. Dómararnir sem um ræðir hafa neitað þeim sökum sem á þá eru bornar en neita annars að tjá sig um málið. Handbolti HM 2023 í handbolta Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt sem TV2 birtir í dag. Á meðal þeirra dómara sem hafa verið bendlaðir við veðmálasvindl eru króatíska dómaraparið Matija Gubica og Boris Milosevic sem sáu um dómgæsluna í leik Þýskalands og Katar á heimsmeistaramótinu á föstudagskvöldið síðastliðið. Þeir eru taldir í fremstu röð sem dómarar í handboltaheiminum í dag. En á sama tíma ber nafn þeirra á góma í skýrslu Sportradar sem gerð árið 2018. Sportradar er fyrirtæki sem sérhæfir sig í því að greina hvort rökstuddur grunur geti verið um veðmálasvindl í íþróttaleikjum. Fyrirtækið starfar sem dæmi fyrir fyrir evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, og samtök evrópskra knattspyrnusambanda. Fram kemur í skýrslunnni sem haldið er leynilegri enn sem komið en TV2 komst á snoðir og hefur undir höndum um að grunur sé um að Króatarnir hafi tekið þátt í að hagræða úrslitum í sjö leikjum í Evrópukeppnum félagsliða sem þeir dæmdu. Allt í allt hefur Sportradar flaggað 26 leiki á tímabilinu september árið 2016 til nóvember árið 2017 þar sem greinendur telja að maðkur hafi verið í mysunni. Um er að ræða til að mynda leiki í Meistaradeild Evrópu og landsleiki. Chris Kronow Rasmussen, sérfræðingur í málefnum tengdum hagræðingum úrslita, segir sjaldgæft að Sportradar sendi frá sér skýrslu þar sem fram koma jafn mörg og augljós dæmi um rökstuddur grunur er um hagræðingu úrslita. Rasmussen segir einsýnt að evrópska handboltasambandið, EHF, verði að grípa til aðgerða vegna skýrslu Sportsradar. Sú staðreynd að dómarar, sem dæmdu leiki, sem flaggaðir séu í skýrslunni bendi hins vegar ekki til þess að EHF ætli að taka málið föstum tökum. Makedónska dómaraparið Gjorgij Nachevski og Slave Nikolov, sem einnig dæma á heimsmeistaramótinu, eru einnig bendlaðir við veðmálasvindli í framangreindri skýrslu. Dómararnir sem um ræðir hafa neitað þeim sökum sem á þá eru bornar en neita annars að tjá sig um málið.
Handbolti HM 2023 í handbolta Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti