0:00 stingur í augun hjá tveimur átta marka mönnum úr Þýskalandsleikjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2023 12:31 Viggó Kristjánsson skorar eitt af átta mörkum sínum í seinni æfingarleiknum á móti Þjóðverjum rétt fyrir mót. Getty/Marvin Ibo Lykilmenn íslenska liðsins voru bensínlausir á hryllilegum lokamínútum í tapleiknum á móti Ungverjum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Landsliðsþjálfarinn hefur því skiljanlega fengið á sig mikla gagnrýni eftir leikinn fyrir að gefa ekki bestu mönnum liðsins smá hvíld í fyrstu tveimur leikjunum. Sorglegasta tölfræði íslenska liðsins er örugglega spilatíminn hjá tveimur leikmönnum sem minntu svo vel á sig í æfingarleik rétt fyrir heimsmeistaramótið. Hér erum við að tala um örvhentu leikmennina Viggó Kristjánsson og Óðinn Þór Ríkharðsson. Báðir hafa þeir ekki fengið að koma inn á völlinn í eina einustu sekúndu á þessu heimsmeistaramóti. Það er enginn að mótmæla því að Ómar Ingi Magnússon og Sigvaldi Björn Guðjónsson séu byrjunarliðsmenn í þessum stöðum á hægri vængnum en það er aftur á móti ekki eins og það séu einhverjir byrjendur á bekknum. Viggó Kristjánsson var með átta mörk og átta stoðsendingar í seinni æfingarleiknum á móti Þjóðverjum sem var jafnframt síðasti leikur liðsins fyrir mótið. Ómar Ingi hvíldi í leiknum og Viggó sýndi hvað hann er öflugur. Viggó er líka að spila í þýsku úrvalsdeildinni og hefur þar skorað 95 mörk í 18 leikjum eða 5,3 mörk í leik. Hann hefur einnig gefið 51 stoðsendingu og er á topp tíu í markaskorun og topp fimmtán í stoðsendingum í bestu deildinni í heimi. Sú staðreynd að landsliðsþjálfarinn treystir slíkum manni ekki til að stíga inn á völlinn í tveimur heilum leikjum er óskiljanleg. Óðinn Þór Ríkharðsson leysti Sigvalda af í hægra horninu í fyrri leiknum á móti Þjóðverjum rétt fyrir mót eftir að Sigvaldi klikkaði á fyrstu þremur skotum sínum. Óðinn þakkaði fyrir tækifærið og skoraði átta mörk úr níu skotum. Íslenska liðið hefur spilað 120 mínútur á þessu heimsmeistaramóti. Ómar Ingi hefur hvílt sig í 50 sekúndur og Sigvaldi hefur verið út af vellinum í fjórar mínútur og 24 sekúndur. Þeir Viggó og Óðinn hafa samt hvorugur fengið að spila. 0:00 stingur vissulega í augun hjá tveimur átta marka mönnum úr Þýskalandsleikjunum. Viggó og Óðinn eru í hóp fjögurra leikmanna sem eiga eftir að koma við sögu á mótinu en hinir eru Ólafur Guðmundsson, Arnar Freyr Arnarson, Elvar Ásgeirsson og Kristján Örn Kristjánsson hafa síðan verið út úr hóp í báðum leikjunum. Hákon Daði Styrmisson kom við sögu í Portúgalsleiknum en fékk ekki þær mínútur skráðar í opinberri tölfræði mótsins. Þriðji leikur íslenska liðsins er á móti Suður-Kóreu í dag. Vegna tapsins á móti Ungverjum er íslenska liðið ekki öruggt áfram í milliriðla því Kóreumenn gætu skilið íslenska liðið eftir í riðlinum og sent strákana okkar í Forsetabikarinn í Póllandi. Hér fyrir neðan má sjá heildartölur íslenska liðsins samkvæmt opinberri tölfræði heimsmeistaramótisins. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Sorglegasta tölfræði íslenska liðsins er örugglega spilatíminn hjá tveimur leikmönnum sem minntu svo vel á sig í æfingarleik rétt fyrir heimsmeistaramótið. Hér erum við að tala um örvhentu leikmennina Viggó Kristjánsson og Óðinn Þór Ríkharðsson. Báðir hafa þeir ekki fengið að koma inn á völlinn í eina einustu sekúndu á þessu heimsmeistaramóti. Það er enginn að mótmæla því að Ómar Ingi Magnússon og Sigvaldi Björn Guðjónsson séu byrjunarliðsmenn í þessum stöðum á hægri vængnum en það er aftur á móti ekki eins og það séu einhverjir byrjendur á bekknum. Viggó Kristjánsson var með átta mörk og átta stoðsendingar í seinni æfingarleiknum á móti Þjóðverjum sem var jafnframt síðasti leikur liðsins fyrir mótið. Ómar Ingi hvíldi í leiknum og Viggó sýndi hvað hann er öflugur. Viggó er líka að spila í þýsku úrvalsdeildinni og hefur þar skorað 95 mörk í 18 leikjum eða 5,3 mörk í leik. Hann hefur einnig gefið 51 stoðsendingu og er á topp tíu í markaskorun og topp fimmtán í stoðsendingum í bestu deildinni í heimi. Sú staðreynd að landsliðsþjálfarinn treystir slíkum manni ekki til að stíga inn á völlinn í tveimur heilum leikjum er óskiljanleg. Óðinn Þór Ríkharðsson leysti Sigvalda af í hægra horninu í fyrri leiknum á móti Þjóðverjum rétt fyrir mót eftir að Sigvaldi klikkaði á fyrstu þremur skotum sínum. Óðinn þakkaði fyrir tækifærið og skoraði átta mörk úr níu skotum. Íslenska liðið hefur spilað 120 mínútur á þessu heimsmeistaramóti. Ómar Ingi hefur hvílt sig í 50 sekúndur og Sigvaldi hefur verið út af vellinum í fjórar mínútur og 24 sekúndur. Þeir Viggó og Óðinn hafa samt hvorugur fengið að spila. 0:00 stingur vissulega í augun hjá tveimur átta marka mönnum úr Þýskalandsleikjunum. Viggó og Óðinn eru í hóp fjögurra leikmanna sem eiga eftir að koma við sögu á mótinu en hinir eru Ólafur Guðmundsson, Arnar Freyr Arnarson, Elvar Ásgeirsson og Kristján Örn Kristjánsson hafa síðan verið út úr hóp í báðum leikjunum. Hákon Daði Styrmisson kom við sögu í Portúgalsleiknum en fékk ekki þær mínútur skráðar í opinberri tölfræði mótsins. Þriðji leikur íslenska liðsins er á móti Suður-Kóreu í dag. Vegna tapsins á móti Ungverjum er íslenska liðið ekki öruggt áfram í milliriðla því Kóreumenn gætu skilið íslenska liðið eftir í riðlinum og sent strákana okkar í Forsetabikarinn í Póllandi. Hér fyrir neðan má sjá heildartölur íslenska liðsins samkvæmt opinberri tölfræði heimsmeistaramótisins.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti