„Vona innilega að þeir vinni medalíu þótt þeir nái ekki að jafna árangur okkar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2023 12:50 Arnór Atlason vonar innilega að íslenska U-21 árs landsliðið vinni til verðlauna á HM í handbolta. getty/Christof Koepsel Arnór Atlason hefur hrifist af frammistöðu íslenska landsliðsins á HM U-21 árs í handbolta karla og telur möguleikana í leiknum um bronsið í dag góða. Arnór stýrði danska U-21 árs landsliðinu í síðasta sinn þegar það vann Portúgal, 30-25, í leiknum um 5. sætið á HM í dag. Núna klukkan 13:30 er svo komið að bronsleiknum á HM þar sem Ísland og Serbía eigast við. Íslendingar töpuðu sínum fyrsta leik á mótinu í gær þegar þeir lutu í lægra haldi fyrir Ungverjum, 37-30. „Ég er búinn að sjá alla leiki Íslands og það er frábært að fylgjast með þeim og þeir hafi komist svona langt eftir að hafa átt í smá vandræðum í fyrstu tveimur leikjunum og aðeins í milliriðlinum,“ sagði Arnór í samtali við Vísi í dag. „Þeir unnu réttu leikina og gerðu það mjög vel. Í gær var við ofurefli að etja gegn Ungverjunum sem er eðlilegt. Mér finnst þeir sterkari en Íslendingar. En ég er nokkuð viss um að okkar menn munu leggja sig alla í þetta og held við séum með betra lið en Serbar. Þeir sýndu það þegar þeir spiluðu á móti þeim í riðlinum og ég hef fulla trú á að þeir nái í brons,“ sagði Arnór en Ísland vann Serbíu, 29-32, í lokaumferð riðlakeppninnar á HM. Enn að fagna titlinum tuttugu árum seinna Arnór þekkir það vel að vinna til verðlauna á stórmótum yngri landsliða. Hann var í lykilhlutverki í íslenska U-18 ára liðinu sem varð Evrópumeistari 2003. „Við unnum og það eru tuttugu ár síðan. Það eru nýbúnir að vera endurfundir til að fagna því. Við lifum enn á því að hafa unnið fyrir þetta og það var frábær upplifun. Við erum enn að fagna því. Ég vona innilega að þeir vinni medalíu þótt þeir nái ekki að jafna árangur okkar,“ sagði Arnór léttur. Tuttugu ár eru síðan Ísland varð Evrópumeistari U-18 ára landsliða.úrklippa úr dv 18. ágúst 2003 Arnór hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðs Íslands og gæti því þjálfað leikmenn sem eru í U-21 árs liðinu á næstu árum. Hann sér framtíðarlandsliðsmenn í U-21 árs liðinu en veit að leiðin á toppinn er löng og ströng. „Jájá, en það er langur vegur í að komast í A-landsliðið. En tilgangur unglingaliðanna er að gera leikmennina klára til að komast í A-landsliðið. Eins og við erum búnir að tala við dönsku strákana okkar eiga vonandi allir eftir að spila A-landsleik. Það er ólíklegt en óskandi,“ sagði Arnór. „En miðað við hvað þeir eru búnir að gera hérna, bæði sem einstaklingar og lið, sé klárlega einhverja eiga eftir að fá sénsinn á næstu árum án þess að ég lofi einhverju.“ Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Arnór stýrði danska U-21 árs landsliðinu í síðasta sinn þegar það vann Portúgal, 30-25, í leiknum um 5. sætið á HM í dag. Núna klukkan 13:30 er svo komið að bronsleiknum á HM þar sem Ísland og Serbía eigast við. Íslendingar töpuðu sínum fyrsta leik á mótinu í gær þegar þeir lutu í lægra haldi fyrir Ungverjum, 37-30. „Ég er búinn að sjá alla leiki Íslands og það er frábært að fylgjast með þeim og þeir hafi komist svona langt eftir að hafa átt í smá vandræðum í fyrstu tveimur leikjunum og aðeins í milliriðlinum,“ sagði Arnór í samtali við Vísi í dag. „Þeir unnu réttu leikina og gerðu það mjög vel. Í gær var við ofurefli að etja gegn Ungverjunum sem er eðlilegt. Mér finnst þeir sterkari en Íslendingar. En ég er nokkuð viss um að okkar menn munu leggja sig alla í þetta og held við séum með betra lið en Serbar. Þeir sýndu það þegar þeir spiluðu á móti þeim í riðlinum og ég hef fulla trú á að þeir nái í brons,“ sagði Arnór en Ísland vann Serbíu, 29-32, í lokaumferð riðlakeppninnar á HM. Enn að fagna titlinum tuttugu árum seinna Arnór þekkir það vel að vinna til verðlauna á stórmótum yngri landsliða. Hann var í lykilhlutverki í íslenska U-18 ára liðinu sem varð Evrópumeistari 2003. „Við unnum og það eru tuttugu ár síðan. Það eru nýbúnir að vera endurfundir til að fagna því. Við lifum enn á því að hafa unnið fyrir þetta og það var frábær upplifun. Við erum enn að fagna því. Ég vona innilega að þeir vinni medalíu þótt þeir nái ekki að jafna árangur okkar,“ sagði Arnór léttur. Tuttugu ár eru síðan Ísland varð Evrópumeistari U-18 ára landsliða.úrklippa úr dv 18. ágúst 2003 Arnór hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðs Íslands og gæti því þjálfað leikmenn sem eru í U-21 árs liðinu á næstu árum. Hann sér framtíðarlandsliðsmenn í U-21 árs liðinu en veit að leiðin á toppinn er löng og ströng. „Jájá, en það er langur vegur í að komast í A-landsliðið. En tilgangur unglingaliðanna er að gera leikmennina klára til að komast í A-landsliðið. Eins og við erum búnir að tala við dönsku strákana okkar eiga vonandi allir eftir að spila A-landsleik. Það er ólíklegt en óskandi,“ sagði Arnór. „En miðað við hvað þeir eru búnir að gera hérna, bæði sem einstaklingar og lið, sé klárlega einhverja eiga eftir að fá sénsinn á næstu árum án þess að ég lofi einhverju.“
Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti