Umfjöllun og viðtal: HK - Valur 20-34 | Valsmenn gengu frá nýliðunum í Kórnum Hinrik Wöhler skrifar 5. október 2023 21:45 Valsmenn áttu notalega kvöldstund í Kórnum. vísir/diego Nýliðar HK fengu topplið Vals í heimsókn í Kórinn í fimmtu umferð Olís deildar karla í kvöld. Leikurinn var einstefna að hálfu Valsmanna og endaði leikurinn 34-20 fyrir Val. Úrslitin þýða að Valsmenn halda sigurgöngu sinni áfram en liðið er nú komið með fimm sigra í jafnmörgum leikjum og sitja á toppi deildarinnar. Það var ekki mikið skorað í byrjun og markverðir beggja liða vörðu vel. Eftir tæplega tíu mínútna leik var staðan orðin 2-2 en skömmu eftir það fundu Valsmenn taktinn og skoruðu fjögur mörk í röð. Á meðan gekk það erfiðlega fyrir heimamenn að koma boltanum framhjá Björgvini Páli Gústavssyni í marki Vals og gerðu leikmenn HK fjölmörg mistök í sóknarleiknum. Eftir fyrstu tíu mínúturnar var augljóst hvert leikurinn stefndi en sóknarleikur HK var oftar en ekki tilviljunarkenndur á meðan Valsmenn bættu í og skoruðu nokkur auðveld mörk. Ísak Gústafsson leiddi sóknarleik Valsmanna í fyrri hálfleik og var kominn með sex mörk úr jafnmörgum skotum þegar leikurinn var hálfnaður. Valur fór með þægilega sjö marka forystu inn til búningsherbergja, staðan 18-11. Valsmenn keyrðu yfir heimamenn í byrjun síðari hálfleiks og skoruðu fyrstu fjögur mörkin og staðan orðin 22-11. Síðari hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri, heimamönnum gekk erfiðlega að opna vörn Valsmanna, gerðu klaufaleg mistök og náðu ekki að enda sóknirnar með skoti. Ísak Gústafsson hélt áfram að raða inn mörkum og klikkaði varla á skoti í leiknum, þegar var uppi var staðið endaði hann með þrettán mörk. Valur keyrði hraðaupphlaupin og jók forskotið jafnt og þétt. HK átti fá svör við spilamennsku Vals og leikurinn endaði með fjórtán marka stórsigri Valsmanna, 34-20. Af hverju vann Valur? Toppliðið var í engum vandræðum með nýliða HK í kvöld. Mörk Valsmanna voru oftar en ekki frekar einföld og þeir þurftu ekki að hafa mikið fyrir því að mynda glufur í vörn HK. Meiri breidd, fjölmörg hraðaupphlaup og einstaklingsgæði í sókninni voru meðal annars þeir þættir sem munaði á liðunum í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Ísak Gústafsson var með sýningu í sóknarleik Vals í kvöld, þrettán mörk úr aðeins fimmtán skotum. Það verður að teljast ágætis tölfræði fyrir hægri skyttu. Björgvin Páll Gústavsson náði að halda HK í tuttugu mörkum og varði vel í gegnum leikinn. Hvað gekk illa? Sóknarleikur HK var ekki upp á marga fiska í dag, mikið af klaufalegum og einföldum mistökum. Í kjölfarið refsuðu Valsmenn strax með hraðaupphlaupum og sáu heimamenn aldrei til sólar í kvöld. Hvað gerist næst? Kópavogsliðið snýr aftur til leiks eftir fimm daga er þeir mæta FH í Kaplakrika þriðjudaginn 10. október í sjöttu umferð Olís deildar karla. Hvíldin er einum degi styttri hjá Valsmönnum en þeir eiga leik strax á mánudag á móti Stjörnunni. „Ánægður með frammistöðuna heilt yfir” Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari ValsVísir/Pawel Cieslikiewicz Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var sáttur með stigin tvö í Kórnum í kvöld og þá sérstaklega vörnina í fyrri hálfleik. „Ég er bara ánægður, þeir voru með þrjú stig af fjórum mögulegum á heimavelli fyrir þennan leik. Vinna sterkan sigur á Haukum og gera jafntefli við KA. Ég er bara ánægður með frammistöðuna heilt yfir,“ sagði Óskar skömmu eftir leik. HK skoraði aðeins tuttugu mörk í leiknum í dag og var varnarleikur Valsmanna afar öflugur allt frá fyrstu mínútu. „VIð spiluðum frábæra vörn í fyrri hálfleik og Björgvin var frábær í markinu. Sóknarlega vorum við með eitt mark eftir sjö mínútur og svo förum við að skora úr hraðaupphlaupunum. Við erum með mikla breidd og þeir verða fyrir því eftir fyrstu tvo leikina að missa Júlíus Flosason og það hefur áhrif á breiddina fyrir þá, hann var búinn að vera frábær á móti Haukum. Björgvin og vörnin í fyrri hálfleik var aðalmálið í leiknum í kvöld,“ bætti Óskar við. Hægri skytta Vals, Ísak Gústafsson, átti stórleik í Kórnum í kvöld og skoraði þrettán mörk. Óskar var virkilega sáttur með hans framlag í kvöld. „Ísak var langbestur hjá okkur sóknarlega, var frábær og átti góð skot af gólfinu. Hann hélt áfram að skjóta þar sem hann var heitur. Mér fannst markvörður þeirra einnig mjög góður en Ísak var gjörsamlega stórkostlegur.“ Valsmenn sitja á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Óskar stígur varlega til jarðar og telur að það séu þó nokkur lið í deildinni sem geta orðið deildarmeistarar og veitt þeim samkeppni. „Við erum mjög góðir þegar við spilum vel, þá erum við eitt af betri liðunum. Mér finnst það vera fimm eða sex lið sem gera tilkall til að vera meistarar. Þegar við erum með alla heila sérstaklega og við erum meira að segja með þrjá til fjóra í stúkunni í kvöld. Þegar við erum með okkar breidd þá notum við breiddina mjög vel og þá getum við keyrt okkar bolta og erum mjög góðir, en það eru mörg góð lið og nóg eftir,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Olís-deild karla HK Valur
Nýliðar HK fengu topplið Vals í heimsókn í Kórinn í fimmtu umferð Olís deildar karla í kvöld. Leikurinn var einstefna að hálfu Valsmanna og endaði leikurinn 34-20 fyrir Val. Úrslitin þýða að Valsmenn halda sigurgöngu sinni áfram en liðið er nú komið með fimm sigra í jafnmörgum leikjum og sitja á toppi deildarinnar. Það var ekki mikið skorað í byrjun og markverðir beggja liða vörðu vel. Eftir tæplega tíu mínútna leik var staðan orðin 2-2 en skömmu eftir það fundu Valsmenn taktinn og skoruðu fjögur mörk í röð. Á meðan gekk það erfiðlega fyrir heimamenn að koma boltanum framhjá Björgvini Páli Gústavssyni í marki Vals og gerðu leikmenn HK fjölmörg mistök í sóknarleiknum. Eftir fyrstu tíu mínúturnar var augljóst hvert leikurinn stefndi en sóknarleikur HK var oftar en ekki tilviljunarkenndur á meðan Valsmenn bættu í og skoruðu nokkur auðveld mörk. Ísak Gústafsson leiddi sóknarleik Valsmanna í fyrri hálfleik og var kominn með sex mörk úr jafnmörgum skotum þegar leikurinn var hálfnaður. Valur fór með þægilega sjö marka forystu inn til búningsherbergja, staðan 18-11. Valsmenn keyrðu yfir heimamenn í byrjun síðari hálfleiks og skoruðu fyrstu fjögur mörkin og staðan orðin 22-11. Síðari hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri, heimamönnum gekk erfiðlega að opna vörn Valsmanna, gerðu klaufaleg mistök og náðu ekki að enda sóknirnar með skoti. Ísak Gústafsson hélt áfram að raða inn mörkum og klikkaði varla á skoti í leiknum, þegar var uppi var staðið endaði hann með þrettán mörk. Valur keyrði hraðaupphlaupin og jók forskotið jafnt og þétt. HK átti fá svör við spilamennsku Vals og leikurinn endaði með fjórtán marka stórsigri Valsmanna, 34-20. Af hverju vann Valur? Toppliðið var í engum vandræðum með nýliða HK í kvöld. Mörk Valsmanna voru oftar en ekki frekar einföld og þeir þurftu ekki að hafa mikið fyrir því að mynda glufur í vörn HK. Meiri breidd, fjölmörg hraðaupphlaup og einstaklingsgæði í sókninni voru meðal annars þeir þættir sem munaði á liðunum í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Ísak Gústafsson var með sýningu í sóknarleik Vals í kvöld, þrettán mörk úr aðeins fimmtán skotum. Það verður að teljast ágætis tölfræði fyrir hægri skyttu. Björgvin Páll Gústavsson náði að halda HK í tuttugu mörkum og varði vel í gegnum leikinn. Hvað gekk illa? Sóknarleikur HK var ekki upp á marga fiska í dag, mikið af klaufalegum og einföldum mistökum. Í kjölfarið refsuðu Valsmenn strax með hraðaupphlaupum og sáu heimamenn aldrei til sólar í kvöld. Hvað gerist næst? Kópavogsliðið snýr aftur til leiks eftir fimm daga er þeir mæta FH í Kaplakrika þriðjudaginn 10. október í sjöttu umferð Olís deildar karla. Hvíldin er einum degi styttri hjá Valsmönnum en þeir eiga leik strax á mánudag á móti Stjörnunni. „Ánægður með frammistöðuna heilt yfir” Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari ValsVísir/Pawel Cieslikiewicz Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var sáttur með stigin tvö í Kórnum í kvöld og þá sérstaklega vörnina í fyrri hálfleik. „Ég er bara ánægður, þeir voru með þrjú stig af fjórum mögulegum á heimavelli fyrir þennan leik. Vinna sterkan sigur á Haukum og gera jafntefli við KA. Ég er bara ánægður með frammistöðuna heilt yfir,“ sagði Óskar skömmu eftir leik. HK skoraði aðeins tuttugu mörk í leiknum í dag og var varnarleikur Valsmanna afar öflugur allt frá fyrstu mínútu. „VIð spiluðum frábæra vörn í fyrri hálfleik og Björgvin var frábær í markinu. Sóknarlega vorum við með eitt mark eftir sjö mínútur og svo förum við að skora úr hraðaupphlaupunum. Við erum með mikla breidd og þeir verða fyrir því eftir fyrstu tvo leikina að missa Júlíus Flosason og það hefur áhrif á breiddina fyrir þá, hann var búinn að vera frábær á móti Haukum. Björgvin og vörnin í fyrri hálfleik var aðalmálið í leiknum í kvöld,“ bætti Óskar við. Hægri skytta Vals, Ísak Gústafsson, átti stórleik í Kórnum í kvöld og skoraði þrettán mörk. Óskar var virkilega sáttur með hans framlag í kvöld. „Ísak var langbestur hjá okkur sóknarlega, var frábær og átti góð skot af gólfinu. Hann hélt áfram að skjóta þar sem hann var heitur. Mér fannst markvörður þeirra einnig mjög góður en Ísak var gjörsamlega stórkostlegur.“ Valsmenn sitja á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Óskar stígur varlega til jarðar og telur að það séu þó nokkur lið í deildinni sem geta orðið deildarmeistarar og veitt þeim samkeppni. „Við erum mjög góðir þegar við spilum vel, þá erum við eitt af betri liðunum. Mér finnst það vera fimm eða sex lið sem gera tilkall til að vera meistarar. Þegar við erum með alla heila sérstaklega og við erum meira að segja með þrjá til fjóra í stúkunni í kvöld. Þegar við erum með okkar breidd þá notum við breiddina mjög vel og þá getum við keyrt okkar bolta og erum mjög góðir, en það eru mörg góð lið og nóg eftir,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti