Norsku strákarnir mega það sem Þórir bannaði stelpunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. nóvember 2023 07:01 Norska karlalandsliðið með stuðningsmönnum sínum. Norska karlalandsliðið í handbolta lauk leik um helgina í æfingamótinu Gulldeildinni þar sem liðið lék þrjá leiki. Eftir eina sigur liðsins á mótinu tóku leikmenn liðsins liðsmynd með stuðningsmönnum liðsins, nokkuð sem norska kvennalandsliðið fær ekki að gera. Á dögunum vakti athygli að leikmenn norska kvennalandsliðsins, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, hafi verið meinað að gefa eiginhandaráritanuir og taka sjálfur með áhorfendum og stuðningsmönnum liðsins í aðdraganda HM kvenna sem hefst síðar í mánuðinum. Reglurnar hafa nú þegar tekið gildi og verða við lýði hið minnsta fram yfir heimsmeistaramótið í handbolta sem hefst í næsta mánuði í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en þar á norska landsliðið heimsmeistaratitil að verja. Með því að takmarka nánd leikmanna við stuðningsmenn vilja Þórir Hergeirsson, og aðrir sem standa að baki norska landsliðinu, lágmarka líkurnar á því að leikmenn liðsins smitist af veirum á borð við nóróveiruna og kórónuveiruna. Þórir, sem og þjálfarateymið allt í kringum liðið, hefur mátt þola ýmsa gagnrýni fyrir þessa ákvörðun og hefur Þórir meðal annars verið kallaður móðursjúkur í norskum fjölmiðlum. Eftir leik norska karlalandsliðsins í Gulldeildinni gegn Spánverjum síðastliðinn sunnudag, sem norska liðið vann með tveimur mörkum, 31-29, birti liðið þó mynd af sér með stuðningsmönnum liðsins, en Gulldeildin er hluti af undirbúningi norska liðsins fyrir EM sem hefst í janúar. Norski blaðamaurinn Stig Nygård vakti athygli á myndinni og sagði að „svona byggi maður upp traust og búi til alvöru stuðningsmenn.“ Hins vegar hefur einnig verið bent á að þetta sé algjörlega þveröfugt við þær reglur sem eru við lýði hjá norska kvennalandsliðinu, þrátt fyrir að liðin tvö séu vissulega undir sama sambandinu. „Norsku strákarnir gera þveröfugt við norsku stelpurnar sem kjósa að einangra sig frá aðdáendum,“ ritar blaðamaðurinn Johan Flinck á X, áður Twitter. „Áhugavert þar sem þetta er sama sambandið.“ Norski handboltinn HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Á dögunum vakti athygli að leikmenn norska kvennalandsliðsins, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, hafi verið meinað að gefa eiginhandaráritanuir og taka sjálfur með áhorfendum og stuðningsmönnum liðsins í aðdraganda HM kvenna sem hefst síðar í mánuðinum. Reglurnar hafa nú þegar tekið gildi og verða við lýði hið minnsta fram yfir heimsmeistaramótið í handbolta sem hefst í næsta mánuði í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en þar á norska landsliðið heimsmeistaratitil að verja. Með því að takmarka nánd leikmanna við stuðningsmenn vilja Þórir Hergeirsson, og aðrir sem standa að baki norska landsliðinu, lágmarka líkurnar á því að leikmenn liðsins smitist af veirum á borð við nóróveiruna og kórónuveiruna. Þórir, sem og þjálfarateymið allt í kringum liðið, hefur mátt þola ýmsa gagnrýni fyrir þessa ákvörðun og hefur Þórir meðal annars verið kallaður móðursjúkur í norskum fjölmiðlum. Eftir leik norska karlalandsliðsins í Gulldeildinni gegn Spánverjum síðastliðinn sunnudag, sem norska liðið vann með tveimur mörkum, 31-29, birti liðið þó mynd af sér með stuðningsmönnum liðsins, en Gulldeildin er hluti af undirbúningi norska liðsins fyrir EM sem hefst í janúar. Norski blaðamaurinn Stig Nygård vakti athygli á myndinni og sagði að „svona byggi maður upp traust og búi til alvöru stuðningsmenn.“ Hins vegar hefur einnig verið bent á að þetta sé algjörlega þveröfugt við þær reglur sem eru við lýði hjá norska kvennalandsliðinu, þrátt fyrir að liðin tvö séu vissulega undir sama sambandinu. „Norsku strákarnir gera þveröfugt við norsku stelpurnar sem kjósa að einangra sig frá aðdáendum,“ ritar blaðamaðurinn Johan Flinck á X, áður Twitter. „Áhugavert þar sem þetta er sama sambandið.“
Norski handboltinn HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti