Þórir og Mörk sammála um skort á heiðarleika Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2024 14:02 Nora Mörk og Þórir Hergeirsson hafa fagnað fjölda verðlauna saman á stórmótum í gegnum tíðina en urðu að sætta sig við silfur á HM í desember. EPA Ein af helstu stjörnum norska kvennalandsliðsins í handbolta, Nora Mörk, leyndi því fyrir þjálfaranum Þóri Hergeirssyni hve alvarleg meiðsli hennar væru, á HM í desember. Þau eru sammála um skort á heiðarleika af hennar hálfu. Mörk glímdi við meiðsli í fæti í aðdraganda mótsins og á mótinu sjálfu. Norski ríkismiðillinn NRK segir að mögulega hafi það kostað Noreg gullverðlaun að hún skyldi ekki halda þjálfara sínum betur upplýstum. Noregur tapaði nefnilega úrslitaleik mótsins, 31-28 fyrir Frökkum í Herning í Danmörku, og var Mörk aðeins skugginn af sjálfri sér í leiknum. „Nora hefði átt að vera heiðarlegri gagnvart mér og ég hefði átt að hvíla hana meira í leikjunum. Þá hefði hún alveg örugglega verið orkumeiri um úrslitahelgina,“ segir Þórir við NRK. Ræddi við Þóri og ætlar að gera betur Mörk viðurkennir að meiðslin hafi verið alvarlegri en hún sagði norskum almenningi og Þóri: „Þetta var aðeins umfangsmeira í þeim skilningi að þau [meiðslin] voru hastarlegri, en núna eru þau farin. En þau voru svo slæm að þetta var mjög vont í þessa 48 tíma sem við vorum í Herning,“ sagði Mörk en þar fóru undanúrslit og úrslit HM fram. Það vakti mikla athygli að Mörk skyldi ekkert spila í fyrsta leik Noregs á HM, gegn Grænlandi, en þá sagði Þórir á blaðamannafundi að hún væri í stórgóðu ásigkomulagi og góðu formi. Mótið væri hins vegar langt og óþarfi að láta Mörk spila þann leik. Mörk spilaði lítið í riðlakeppni mótsins en var svo með af fullum krafti í milliriðlakeppninni. Þegar komið var að úrslitahelginni var hún hins vegar bara á annarri löppinni, eins og hún lýsti sjálf. Hún hafði vonast til þess að hrista smám saman af sér meiðslin en í staðinn versnuðu þau. Þau Mörk og Þórir hafa síðan rætt um það að hún verði að vera heiðarlegri varðandi sín meiðsli. „Við erum búin að ræða þetta og ég hef sjálf sagt að það þurfi ég að vera, og það var ég ekki. Ég er búin að viðurkenna það. Við erum sammála um að ég þurfi að vera heiðarlegri í framtíðinni,“ sagði Mörk. HM kvenna í handbolta 2023 Handbolti Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Mörk glímdi við meiðsli í fæti í aðdraganda mótsins og á mótinu sjálfu. Norski ríkismiðillinn NRK segir að mögulega hafi það kostað Noreg gullverðlaun að hún skyldi ekki halda þjálfara sínum betur upplýstum. Noregur tapaði nefnilega úrslitaleik mótsins, 31-28 fyrir Frökkum í Herning í Danmörku, og var Mörk aðeins skugginn af sjálfri sér í leiknum. „Nora hefði átt að vera heiðarlegri gagnvart mér og ég hefði átt að hvíla hana meira í leikjunum. Þá hefði hún alveg örugglega verið orkumeiri um úrslitahelgina,“ segir Þórir við NRK. Ræddi við Þóri og ætlar að gera betur Mörk viðurkennir að meiðslin hafi verið alvarlegri en hún sagði norskum almenningi og Þóri: „Þetta var aðeins umfangsmeira í þeim skilningi að þau [meiðslin] voru hastarlegri, en núna eru þau farin. En þau voru svo slæm að þetta var mjög vont í þessa 48 tíma sem við vorum í Herning,“ sagði Mörk en þar fóru undanúrslit og úrslit HM fram. Það vakti mikla athygli að Mörk skyldi ekkert spila í fyrsta leik Noregs á HM, gegn Grænlandi, en þá sagði Þórir á blaðamannafundi að hún væri í stórgóðu ásigkomulagi og góðu formi. Mótið væri hins vegar langt og óþarfi að láta Mörk spila þann leik. Mörk spilaði lítið í riðlakeppni mótsins en var svo með af fullum krafti í milliriðlakeppninni. Þegar komið var að úrslitahelginni var hún hins vegar bara á annarri löppinni, eins og hún lýsti sjálf. Hún hafði vonast til þess að hrista smám saman af sér meiðslin en í staðinn versnuðu þau. Þau Mörk og Þórir hafa síðan rætt um það að hún verði að vera heiðarlegri varðandi sín meiðsli. „Við erum búin að ræða þetta og ég hef sjálf sagt að það þurfi ég að vera, og það var ég ekki. Ég er búin að viðurkenna það. Við erum sammála um að ég þurfi að vera heiðarlegri í framtíðinni,“ sagði Mörk.
HM kvenna í handbolta 2023 Handbolti Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti