Uppgjörið: Fjölnir - HK 28-27 | Flautumarkið fékk ekki að standa og Fjölnir slapp með sigur Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. september 2024 20:00 Aðalsteinn Örn átti stóran þátt í sigrinum. Frábær fyrri hálfleikur sérstaklega. vísir / pawel Nýliðar Fjölnis unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Olís deild karla, 28-27 gegn HK í háspennuleik á lokamínútunum. Fjölnismenn byrjuðu af krafti, með spilandi þjálfarann Gunnar Stein fremstan í flokki, og tóku 5-2 forystu. Þeir voru hins vegar heldur grimmir í varnarleiknum og misstu mann í tveggja mínútna brottvísun af velli í þrígang á skömmum tíma, sem gaf HK frábært tækifæri til að jafna leikinn 6-6. Óðinn Freyr í færivísir / pawel Þegar því linnti tóku Fjölnismenn aftur við sér. Aðalsteinn Örn leiddi þá sóknarlínuna og markaskorunina, kafli hjá honum þar sem allt virtist ætla að ganga upp. HK tók leikhlé í stöðunni 9-7 og fór að spila aggressívari varnarleik en það breytti litlu. Sóknarleikurinn hélt sínu striki og samhliða góðri markvörslu fór Fjölnir með þriggja stiga forystu inn í hálfleik, 12-9. Sigurður Jefferson skýturvísir / pawel Fjölnismenn héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik, byrjuðu á frábæru áhlaupi og leiddu 16-10. Þá tók HK leikhlé sem sneri gengi liðsins. Allt annað að sjá liðið, sem var betra á löngum köflum eftir það. Ótrúlegur endir Síðustu tíu mínúturnar buðu upp á mikið stuð. Línumaður Fjölnis, Victor Máni, byrjaði á því að skora þrjú mörk í röð og virtist fara langt með að tryggja sigurinn. Þá náði HK hins vegar frábæru áhlaupi. Haukur Ingi gerir atlöguvísir / pawel Fjölnir lenti síðan í vandræðum, Haraldur Björn fékk tveggja mínútna brottvísun og liðið spilaði manni færri þar til þrjátíu sekúndur voru eftir. Ekki nóg með það heldur meiddist Gunnar Steinn og þurfti að sitja þrjár sóknir. Flautumarkið fékk ekki að standa Manni færri og án síns besta manns missti Fjölnir forystuna niður í eitt mark. Viktor Berg fékk erfitt skotfæri og klikkaði þegar um tíu sekúndur voru eftir. HK brunaði upp og Leó Snær skoraði, en jöfnunarmarkið var ógilt þar sem leiktíminn var liðinn. Mjög erfið ákvörðun, að meta hvort boltinn hafi verið farinn úr höndinni þegar flautið gall, en dómararnir voru ekki sannfærðir um að markið ætti að standa og Fjölnir slapp því með eins marks sigur. Flautumark Leós Snæs fékk ekki að standavísir / pawel Fjölnir fagnar þegar markið var dæmt af.vísir / pawel Atvik leiksins Fyrir utan flautamarkið sem fékk ekki að standa. Þá var það þrennan hjá Victori Mána, líklega mikilvægustu mörk Fjölnis í leiknum. Steig upp á lykilstundu og gaf liðinu aukið andrými fyrir lokamínúturnar, sem það þurfti sannarlega á að halda. Stjörnur og skúrkar Gunnar Steinn og Aðalsteinn Örn öflugastir í Fjölnisliðinu. Markvarslan hjá Sigurði Ingibergi mjög góð. Leó Snær fór mikinn hjá HK og skoraði mörkin sem minnkuðu muninn undir lokin. Óheppinn að ná ekki að setja jöfnunarmarkið síðan. Markvarslan mjög slök hjá HK í kvöld. Aðalsteinn átti frábæra sprettivísir / pawel Markmaðurinn mikilvægivísir / pawel Spilandi þjálfarinn Gunnar Steinn gefur liðinu mikið.vísir / pawel Stemning og umgjörð Flott í Fjölnishöllinni. Allt í toppstandi, næst mætti reyndar færa grillið aðeins lengra frá húsinu. Þvílík bræla sem tekur við þegar maður mætir. En borgararnir voru hrikalega góðir. Fínasta stemning í húsinu, nokkuð vel mætt og trommusett báðum megin í stúkunni. Ekkert til að kvarta yfir í þeim efnum. Dómarar [6] Afskaplega erfiður leikur fyrir þríeykið og mörg umdeild atvik. Höfðu nokkuð góða stjórn miðað við aðstæður en undir lokin leyfðu þeir Fjölni allt of mikið. Manni færri og í algjöru veseni en fengu að spila endalaust til baka og redda sér úr vandræðum þrátt fyrir að ógna markinu ekkert. Að láta flautumarkið ekki standa virtist þó rétt ákvörðun. Viðtöl „Margir hlutir sem sýna að menn voru með kúkinn í buxunum“ Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari HK, sagði dómarana ekki hafa ráðið úrslitum. Hans menn hafi gert það með slakri frammistöðu.vísir / pawel „Þetta er það sem maður óttast eftir frábæran leik á móti FH í síðustu viku. Við reyndum að hjálpa mönnum alla vikuna, þetta hefur verið vandamál síðustu ár líka að tapa þessum leikjum en vera klárir að vinna á móti betri liðum. En burt séð frá öllu, fannst mér þetta bara slök frammistaða,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari HK. „Erum bara ekki tengdir saman lengi vel en síðan kviknar aðeins á okkur. Við skorum tíu mörk fyrstu 40 mínúturnar, sautján mörk síðustu 20 mínúturnar, þetta er bara statistík sem stenst ekki. Margir hlutir sem sýna að menn voru með kúkinn í buxunum fyrir leikinn, hræddir við að tapa,“ hélt hann svo áfram og hrósaði Fjölnismönnum í leiðinni: „Ég ætla að fá að hrósa Fjölni, þeir stjórnuðu leiknum og gerðu það vel. Spiluðu miklu agaðri leik en í fyrstu tveimur leikjunum, það samt skiptir ekki máli, við áttum að gera miklu betur… Þegar þú ert í neðri hlutanum eru þetta leikirnir sem þú vilt vinna, innbyrðis frekar en á móti FH, en maður getur svosem ekki stjórnað því.“ Hefði viljað sjá harðari dómara Bekkurinn hjá HK var á tímum alveg trylltur út í dómarana fyrir að gefa Fjölnismönnum svo mikinn tíma til að athafna sig. „Þeir fá að spila alveg ótrúlega lengi með boltann, fimm á móti sex, án þess að ógna og spila aftur á bak. Ég hefði viljað sjá dómarana taka harðar á því þarna, þeir voru búnir að tefja leikinn og spila mjög hægt. Lengi að koma boltanum í leik í seinni hálfleik. Ég hefði viljað sjá menn harðari gegn því, að menn geti drepið leiki svona. En kannski þarf ég bara að sjá það betur. Það var líka ekki út af þessu sem við töpum leiknum, vorum hrikalega slakir sjálfir.“ Umdeilda flautumarkið HK skoraði flautumark sem fékk ekki að standa. Atvikið var mjög umdeilt og liðsmenn HK héldu því fram að tíminn hafi ekki verið liðinn. „Það er mjög erfitt að sjá það. Ég hafði á tilfinningunni, þegar boltinn var að koma upp völlinn og við vorum með fjórar sekúndur á klukkunni, fannst við hafa tíma en ég get ekki metið það. Mér fannst hann kominn inn en kannski er ég að bulla, þetta er bara deilumál og búið að klára það. Við töpuðum bara leiknum og fáum það ekki til baka.“ Kári væntanlega í leikbann Kári Tómas Hauksson fékk rautt spjald eftir að leiknum lauk, fyrir illa valinn orð í garð dómara. Halldór vildi ekki gefa upp hvað Kári átti að hafa sagt og tók enga afstöðu. „Kári vill meina annað en ég þekki Sævar [dómara] vel og hef enga trú á að hann hafi gefið rautt spjald nema hann hafi sagt eitthvað. Svo getur verið að menn hafi heyrt eitthvað rangt. Auðvitað treysti ég Kára líka að hann sé að segja satt,“ sagði Halldór að lokum. Olís-deild karla HK Fjölnir
Nýliðar Fjölnis unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Olís deild karla, 28-27 gegn HK í háspennuleik á lokamínútunum. Fjölnismenn byrjuðu af krafti, með spilandi þjálfarann Gunnar Stein fremstan í flokki, og tóku 5-2 forystu. Þeir voru hins vegar heldur grimmir í varnarleiknum og misstu mann í tveggja mínútna brottvísun af velli í þrígang á skömmum tíma, sem gaf HK frábært tækifæri til að jafna leikinn 6-6. Óðinn Freyr í færivísir / pawel Þegar því linnti tóku Fjölnismenn aftur við sér. Aðalsteinn Örn leiddi þá sóknarlínuna og markaskorunina, kafli hjá honum þar sem allt virtist ætla að ganga upp. HK tók leikhlé í stöðunni 9-7 og fór að spila aggressívari varnarleik en það breytti litlu. Sóknarleikurinn hélt sínu striki og samhliða góðri markvörslu fór Fjölnir með þriggja stiga forystu inn í hálfleik, 12-9. Sigurður Jefferson skýturvísir / pawel Fjölnismenn héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik, byrjuðu á frábæru áhlaupi og leiddu 16-10. Þá tók HK leikhlé sem sneri gengi liðsins. Allt annað að sjá liðið, sem var betra á löngum köflum eftir það. Ótrúlegur endir Síðustu tíu mínúturnar buðu upp á mikið stuð. Línumaður Fjölnis, Victor Máni, byrjaði á því að skora þrjú mörk í röð og virtist fara langt með að tryggja sigurinn. Þá náði HK hins vegar frábæru áhlaupi. Haukur Ingi gerir atlöguvísir / pawel Fjölnir lenti síðan í vandræðum, Haraldur Björn fékk tveggja mínútna brottvísun og liðið spilaði manni færri þar til þrjátíu sekúndur voru eftir. Ekki nóg með það heldur meiddist Gunnar Steinn og þurfti að sitja þrjár sóknir. Flautumarkið fékk ekki að standa Manni færri og án síns besta manns missti Fjölnir forystuna niður í eitt mark. Viktor Berg fékk erfitt skotfæri og klikkaði þegar um tíu sekúndur voru eftir. HK brunaði upp og Leó Snær skoraði, en jöfnunarmarkið var ógilt þar sem leiktíminn var liðinn. Mjög erfið ákvörðun, að meta hvort boltinn hafi verið farinn úr höndinni þegar flautið gall, en dómararnir voru ekki sannfærðir um að markið ætti að standa og Fjölnir slapp því með eins marks sigur. Flautumark Leós Snæs fékk ekki að standavísir / pawel Fjölnir fagnar þegar markið var dæmt af.vísir / pawel Atvik leiksins Fyrir utan flautamarkið sem fékk ekki að standa. Þá var það þrennan hjá Victori Mána, líklega mikilvægustu mörk Fjölnis í leiknum. Steig upp á lykilstundu og gaf liðinu aukið andrými fyrir lokamínúturnar, sem það þurfti sannarlega á að halda. Stjörnur og skúrkar Gunnar Steinn og Aðalsteinn Örn öflugastir í Fjölnisliðinu. Markvarslan hjá Sigurði Ingibergi mjög góð. Leó Snær fór mikinn hjá HK og skoraði mörkin sem minnkuðu muninn undir lokin. Óheppinn að ná ekki að setja jöfnunarmarkið síðan. Markvarslan mjög slök hjá HK í kvöld. Aðalsteinn átti frábæra sprettivísir / pawel Markmaðurinn mikilvægivísir / pawel Spilandi þjálfarinn Gunnar Steinn gefur liðinu mikið.vísir / pawel Stemning og umgjörð Flott í Fjölnishöllinni. Allt í toppstandi, næst mætti reyndar færa grillið aðeins lengra frá húsinu. Þvílík bræla sem tekur við þegar maður mætir. En borgararnir voru hrikalega góðir. Fínasta stemning í húsinu, nokkuð vel mætt og trommusett báðum megin í stúkunni. Ekkert til að kvarta yfir í þeim efnum. Dómarar [6] Afskaplega erfiður leikur fyrir þríeykið og mörg umdeild atvik. Höfðu nokkuð góða stjórn miðað við aðstæður en undir lokin leyfðu þeir Fjölni allt of mikið. Manni færri og í algjöru veseni en fengu að spila endalaust til baka og redda sér úr vandræðum þrátt fyrir að ógna markinu ekkert. Að láta flautumarkið ekki standa virtist þó rétt ákvörðun. Viðtöl „Margir hlutir sem sýna að menn voru með kúkinn í buxunum“ Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari HK, sagði dómarana ekki hafa ráðið úrslitum. Hans menn hafi gert það með slakri frammistöðu.vísir / pawel „Þetta er það sem maður óttast eftir frábæran leik á móti FH í síðustu viku. Við reyndum að hjálpa mönnum alla vikuna, þetta hefur verið vandamál síðustu ár líka að tapa þessum leikjum en vera klárir að vinna á móti betri liðum. En burt séð frá öllu, fannst mér þetta bara slök frammistaða,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari HK. „Erum bara ekki tengdir saman lengi vel en síðan kviknar aðeins á okkur. Við skorum tíu mörk fyrstu 40 mínúturnar, sautján mörk síðustu 20 mínúturnar, þetta er bara statistík sem stenst ekki. Margir hlutir sem sýna að menn voru með kúkinn í buxunum fyrir leikinn, hræddir við að tapa,“ hélt hann svo áfram og hrósaði Fjölnismönnum í leiðinni: „Ég ætla að fá að hrósa Fjölni, þeir stjórnuðu leiknum og gerðu það vel. Spiluðu miklu agaðri leik en í fyrstu tveimur leikjunum, það samt skiptir ekki máli, við áttum að gera miklu betur… Þegar þú ert í neðri hlutanum eru þetta leikirnir sem þú vilt vinna, innbyrðis frekar en á móti FH, en maður getur svosem ekki stjórnað því.“ Hefði viljað sjá harðari dómara Bekkurinn hjá HK var á tímum alveg trylltur út í dómarana fyrir að gefa Fjölnismönnum svo mikinn tíma til að athafna sig. „Þeir fá að spila alveg ótrúlega lengi með boltann, fimm á móti sex, án þess að ógna og spila aftur á bak. Ég hefði viljað sjá dómarana taka harðar á því þarna, þeir voru búnir að tefja leikinn og spila mjög hægt. Lengi að koma boltanum í leik í seinni hálfleik. Ég hefði viljað sjá menn harðari gegn því, að menn geti drepið leiki svona. En kannski þarf ég bara að sjá það betur. Það var líka ekki út af þessu sem við töpum leiknum, vorum hrikalega slakir sjálfir.“ Umdeilda flautumarkið HK skoraði flautumark sem fékk ekki að standa. Atvikið var mjög umdeilt og liðsmenn HK héldu því fram að tíminn hafi ekki verið liðinn. „Það er mjög erfitt að sjá það. Ég hafði á tilfinningunni, þegar boltinn var að koma upp völlinn og við vorum með fjórar sekúndur á klukkunni, fannst við hafa tíma en ég get ekki metið það. Mér fannst hann kominn inn en kannski er ég að bulla, þetta er bara deilumál og búið að klára það. Við töpuðum bara leiknum og fáum það ekki til baka.“ Kári væntanlega í leikbann Kári Tómas Hauksson fékk rautt spjald eftir að leiknum lauk, fyrir illa valinn orð í garð dómara. Halldór vildi ekki gefa upp hvað Kári átti að hafa sagt og tók enga afstöðu. „Kári vill meina annað en ég þekki Sævar [dómara] vel og hef enga trú á að hann hafi gefið rautt spjald nema hann hafi sagt eitthvað. Svo getur verið að menn hafi heyrt eitthvað rangt. Auðvitað treysti ég Kára líka að hann sé að segja satt,“ sagði Halldór að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti