Körfubolti

Ís­lendingur með sviðs­ljósið á sér fyrir NBA leik

Aron Guðmundsson skrifar
Íslendingurinn Már Óskar Þorsteinsson fékk heldur betur að upplifa skemmtilega stund fyrir leik Washington Wizards og Milwaukee Bucks í NBA deildinni í körfubolta
Íslendingurinn Már Óskar Þorsteinsson fékk heldur betur að upplifa skemmtilega stund fyrir leik Washington Wizards og Milwaukee Bucks í NBA deildinni í körfubolta Vísir/Samsett mynd

Íslendingur að nafni Már Óskar Þorsteinsson lék heldur betur lykilhlutverk í aðdraganda leiks Washington Wizards og Milwaukee Bucks í NBA deildinni í körfubolta á dögunum.

Már fékk nefnilega þann heiður að koma boltanum, sem spilað var með í hendurnar á dómara leiksins og faðir hans vekur athygli á því á samfélagsmiðlum.

Þetta fór ekki fram hjá sérfræðingum þáttarins Lögmál leiksins sem verður á dagskrá Stöðvar 2 sport 2 klukkan átta í kvöld en myndband, af stóru stundinni hjá Má, má sjá í klippunni hér fyrir neðan.

„Þetta er mjög stórt sagði Tómas Steindórsson einn af sérfræðingum Lögmálsins. „Í þessum leik þar sem að sagan var skrifuð.“

Og lýgur Tómas engu þar en það var í þessum leik milli Wizards og Buck sem að Giannis Antetokounmpo fór hamförum. Setti niður 42 stig, tók tólf fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Þetta er fyrsta fjörutíu stiga þrefalda tvenna Giannis á ferlinum og sjötti sigur Bucks í röð.

Klippa: Íslendingur með sviðsljósið fyrir NBA leik



Fleiri fréttir

Sjá meira


×