Verðum ekki meðal sex efstu 17. janúar 2005 00:01 "Ég er ekki ýkja bjartsýnn fyrir hönd landsliðsins fyrir mótið í Túnis og finnst ólíklegt að við komumst langt á því móti," segir Geir Sveinsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, um möguleika Íslendinga á Heimsmeistaramótinu í Túnis sem hefst um helgina. Geir hefur marga fjöruna sopið í handboltanum og eru þeir fáir sem þekkja íslenskan handbolta eða handboltamenn betur en hann. Segir Geir að ýmislegt ætti að hjálpa landsliðinu í Túnis en kalt mat á stöðunni sé að á brattann verði að sækja fyrir landann. "Það jákvæða er að þarna erum við að mæta til leiks með nýjan hóp og nýjan þjálfara og það er að mínu viti lítil sem engin pressa á liðinu. Það munar miklu fyrir marga af þessum nýju strákum að geta spilað án þess að hafa áhyggjur af miklum væntingum. Þannig er nokk sama hvernig fer að landsliðsþjálfarinn getur alltaf gripið til þeirra skýringa að liðið sé nýtt og tíma taki að þjappa slíkum hóp saman." Þrátt fyrir þessa annmarka hefur Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari látið hafa eftir sér að takmark íslenska liðsins sé að ná einu af efstu sex sætunum á mótinu. Geir telur líkurnar á því litlar sem engar. "Mín tilfinning er sú að við komumst ekki í hóp sex efstu miðað við þá andstæðinga sem við erum að takast á við.Til að ná sjötta sætinu þurfum við að vera í einu af þremur efstu sætunum í milliriðli og það aftur þýðir að við þurfum helst að sigra okkar eigin riðil og það er aðeins meira en að segja það." Í B riðli eru auk Íslands, Slóvenía, Rússland, Alsír, Tékkland og Kúveit en takist Íslendingum að klára riðilinn í fyrsta eða öðru sæti taka ekki við auðveldari lið í milliriðlum eða Frakkar og Danir. "Sé miðað við hversu sterkar þessar þjóðir eru þá held ég að óhætt sé að slá því föstu að við náum ekki sjötta sæti, hvað þá að vera ofar en það." Íslenski handboltinn Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Sjá meira
"Ég er ekki ýkja bjartsýnn fyrir hönd landsliðsins fyrir mótið í Túnis og finnst ólíklegt að við komumst langt á því móti," segir Geir Sveinsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, um möguleika Íslendinga á Heimsmeistaramótinu í Túnis sem hefst um helgina. Geir hefur marga fjöruna sopið í handboltanum og eru þeir fáir sem þekkja íslenskan handbolta eða handboltamenn betur en hann. Segir Geir að ýmislegt ætti að hjálpa landsliðinu í Túnis en kalt mat á stöðunni sé að á brattann verði að sækja fyrir landann. "Það jákvæða er að þarna erum við að mæta til leiks með nýjan hóp og nýjan þjálfara og það er að mínu viti lítil sem engin pressa á liðinu. Það munar miklu fyrir marga af þessum nýju strákum að geta spilað án þess að hafa áhyggjur af miklum væntingum. Þannig er nokk sama hvernig fer að landsliðsþjálfarinn getur alltaf gripið til þeirra skýringa að liðið sé nýtt og tíma taki að þjappa slíkum hóp saman." Þrátt fyrir þessa annmarka hefur Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari látið hafa eftir sér að takmark íslenska liðsins sé að ná einu af efstu sex sætunum á mótinu. Geir telur líkurnar á því litlar sem engar. "Mín tilfinning er sú að við komumst ekki í hóp sex efstu miðað við þá andstæðinga sem við erum að takast á við.Til að ná sjötta sætinu þurfum við að vera í einu af þremur efstu sætunum í milliriðli og það aftur þýðir að við þurfum helst að sigra okkar eigin riðil og það er aðeins meira en að segja það." Í B riðli eru auk Íslands, Slóvenía, Rússland, Alsír, Tékkland og Kúveit en takist Íslendingum að klára riðilinn í fyrsta eða öðru sæti taka ekki við auðveldari lið í milliriðlum eða Frakkar og Danir. "Sé miðað við hversu sterkar þessar þjóðir eru þá held ég að óhætt sé að slá því föstu að við náum ekki sjötta sæti, hvað þá að vera ofar en það."
Íslenski handboltinn Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik