Af hverju eru Íslendingar svona slakir í vetraríþróttum? 14. febrúar 2014 15:00 Sævar Birgisson hefur staðið sig með prýði í Sotsjí. Mynd/Úr einkasafni Vefsíða bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal birtir í dag grein um Ísland þar sem spurt er hvers vegna við erum svona aftarlega á merinni í vetraríþróttum. „Ef það væri eitthvað land sem þú myndir búast við að ætti að standa sig á Vetrarólympíuleikunum væri það landið með „ís“ í nafni sínu. Þrátt fyrir það hefur Ísland ekki unnið ein verðlaun í 16 ferðum á Vetrarólympíuleikana,“ segir í greininni. Þar er réttilega bent á að Íslendingum gengur öllu betur á sumarleikunum en nú síðast vann handboltalandsliðið okkar silfur í Peking 2008. „Við þurfum að treysta svo mikið á veðrið þegar kemur að vetraríþróttum. Við vitum aldrei hvort við fáum snjó, rigingu eða jafnkaldan vetur og við þurfum á að halda,“ segir Andri Stefánsson, sviðsstjóri hjá íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands í samtali við WSJ. Fámenni er auðvitað höfuðástæðan en hér búa aðeins 320.000 manns. Fleiri afreksíþróttamenn sækja líka í íþróttir sem hægt er að æfa og stunda allt árið um kring. „Við erum bara nokkur hundruð þúsund þannig við getum ekki keppt við margra milljóna manna þjóðir,“ segir Sævar Birgisson, skíðagöngukappi og Ólympíufari, í sömu grein. Sævar þurfti að flytja til Svíþjóðar til að stunda sína íþrótt af krafti en það er vel þekkt hér heima að afreksíþróttamenn í alpagreinum flytji til Norðurlanda. Andri Stefánsson útskýrir einnig að kostnaðurinn við að senda íþróttamenn út um allan heim að æfa og keppa kosti allt að sex milljónum króna en kostnaðinum er skipt á milli Ólympíunefndarinnar, ÍSÍ og íþróttamannsins sjálfs. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Sjá meira
Vefsíða bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal birtir í dag grein um Ísland þar sem spurt er hvers vegna við erum svona aftarlega á merinni í vetraríþróttum. „Ef það væri eitthvað land sem þú myndir búast við að ætti að standa sig á Vetrarólympíuleikunum væri það landið með „ís“ í nafni sínu. Þrátt fyrir það hefur Ísland ekki unnið ein verðlaun í 16 ferðum á Vetrarólympíuleikana,“ segir í greininni. Þar er réttilega bent á að Íslendingum gengur öllu betur á sumarleikunum en nú síðast vann handboltalandsliðið okkar silfur í Peking 2008. „Við þurfum að treysta svo mikið á veðrið þegar kemur að vetraríþróttum. Við vitum aldrei hvort við fáum snjó, rigingu eða jafnkaldan vetur og við þurfum á að halda,“ segir Andri Stefánsson, sviðsstjóri hjá íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands í samtali við WSJ. Fámenni er auðvitað höfuðástæðan en hér búa aðeins 320.000 manns. Fleiri afreksíþróttamenn sækja líka í íþróttir sem hægt er að æfa og stunda allt árið um kring. „Við erum bara nokkur hundruð þúsund þannig við getum ekki keppt við margra milljóna manna þjóðir,“ segir Sævar Birgisson, skíðagöngukappi og Ólympíufari, í sömu grein. Sævar þurfti að flytja til Svíþjóðar til að stunda sína íþrótt af krafti en það er vel þekkt hér heima að afreksíþróttamenn í alpagreinum flytji til Norðurlanda. Andri Stefánsson útskýrir einnig að kostnaðurinn við að senda íþróttamenn út um allan heim að æfa og keppa kosti allt að sex milljónum króna en kostnaðinum er skipt á milli Ólympíunefndarinnar, ÍSÍ og íþróttamannsins sjálfs.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik