Mér líður eins og ég sé aðeins 25 ára gamall Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. desember 2016 06:30 Vignir í leik með Midtjylland gegn Kolding á síðustu leiktíð. Vísir/Getty „Ég kann rosalega vel við mig hérna. Þetta er toppfélag með flotta aðstöðu. Hér er vel staðið að öllu,“ segir línumaðurinn Vignir Svavarsson en hann söðlaði um síðasta sumar og fór frá Midtjylland til Team Tvis Holstebro. Hann var búinn að leika með Midtjylland í tvö ár og gerði síðan tveggja ára samning við Holstebro. „Það er nokkur munur á þessum félögum. Þetta er rótgrónara félag sem er komið skrefinu lengra.“ Danska úrvalsdeildin er ansi jöfn í vetur. Álaborg er á toppnum, Holstebro í 6. sæti og yfirburðalið síðustu ára, Kolding, er í 9. sæti.Mikið álag „Okkar árangur er á pari. Við stefnum á úrslitakeppnina eins og öll önnur félög. Þangað komast átta efstu. Það er búið að vera mjög mikið álag á okkur þar sem við erum í Meistaradeildinni fyrir áramót. Við erum að spila tvo leiki í viku og ofan á það koma öll ferðalögin. Þetta er búið að vera skemmtilegt en það hefur verið mikið álag á sömu mönnunum og við höfum því lent í miklum meiðslum. Í síðasta leik voru sjö leikmenn úr sextán manna hópi meiddir. Það er samt stígandi í okkar leik,“ segir Vignir en liðið á einn leik eftir í Meistaradeildinni og svo er því ævintýri lokið. Liðið fer ekki áfram. „Það er gaman að hugsa til þess að við verðum orðnir fullmannaðir eftir áramót og þar af leiðandi öflugri þegar við getum einbeitt okkur alfarið að deildinni heima.“ Þegar Vignir hóf atvinnumannsferil sinn árið 2005 fór hann til Skjern í Danmörku og lék þar í þrjú ár áður en hann samdi við Lemgo í Þýskalandi. Nú er hann á sínu þriðja ári eftir endurkomuna til Danmerkur og hann segir að styrkur deildarinnar sé góður. „Deildin er skemmtileg. Ekkert afgerandi lið eins og Kolding var alltaf. Það eru alveg sex lið sem eiga möguleika á titlinum. Boltinn er hraður og skemmtilegur. Það er meira um létta, snögga og tekníska stráka en einhverja bolta. Það er ekki til neinn gefinn leikur í deildinni núna.“Framhaldið óráðið Vignir verður 38 ára gamall sumarið sem samningur hans við Holstebro rennur út árið 2018. Hann segist lítið vera farinn að pæla í framhaldinu. „Ég hef ekki ákveðið neitt. Nú tek ég þetta bara ár fyrir ár. Í dag líður mér eins og ég sé aðeins 25 ára. Skrokkurinn er búinn að vera ótrúlega fínn þrátt fyrir allt leikjaálagið og ég er alveg meiðslalaus. Mér finnst líka enn skemmtilegt í handbolta þannig að við sjáum bara til hvað gerist,“ segir Hafnfirðingurinn yfirvegaður. Það kom mörgum á óvart er Geir Sveinsson valdi ekki Vigni og Róbert Gunnarsson í síðasta landsliðshóp. Landsliðsþjálfarinn er þó ekki búinn að loka dyrunum á þá.Vignir Svavarsson, Ãsland, EM, handbolti Góð rök fyrir að velja mig ekki„Það fór ágætlega í skapið á mér á þessum tímapunkti. Auðvitað var maður pínu svekktur að fá símtal um að maður væri ekki í landsliðinu eftir að hafa verið þar lengi. Í staðinn fékk ég frí í fimm daga sem var mjög kærkomið eftir um 16 leiki á tveimur mánuðum þar á undan. Hinn línumaðurinn var búinn að vera meiddur og ég var því að spila mikið,“ segir Vignir en hann átti gott samtal við Geir. „Við áttum gott spjall og ég skildi hans afstöðu alveg. Hann velur liðið og hafði ágætis rök fyrir því að velja mig ekki. Ég skildi það alveg og þetta var alveg í góðu.“ Hverju sem er að þakka þá hefur Vignir leikið mjög vel síðustu misserin og skorað sjö og átta mörk í síðustu tveimur leikjum liðsins í Meistaradeildinni. Komst hann meðal annars í lið umferðarinnar er hann skoraði mörkin átta. Hann virkar í góðu formi og verður erfitt að ganga fram hjá honum í valinu fyrir HM-hópinn. „Ég hef ekkert verið að spila svona vel af því að ég væri reiður. Það eru mörg ár síðan ég hætti að vera reiður. Þetta voru bara tveir góðir leikir,“ segir Vignir en hann hefur enn mikinn metnað fyrir landsliðinu. „Það er fátt skemmtilegra en að spila fyrir landsliðið. Ef kallið kemur þá er ég klár.“ Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
„Ég kann rosalega vel við mig hérna. Þetta er toppfélag með flotta aðstöðu. Hér er vel staðið að öllu,“ segir línumaðurinn Vignir Svavarsson en hann söðlaði um síðasta sumar og fór frá Midtjylland til Team Tvis Holstebro. Hann var búinn að leika með Midtjylland í tvö ár og gerði síðan tveggja ára samning við Holstebro. „Það er nokkur munur á þessum félögum. Þetta er rótgrónara félag sem er komið skrefinu lengra.“ Danska úrvalsdeildin er ansi jöfn í vetur. Álaborg er á toppnum, Holstebro í 6. sæti og yfirburðalið síðustu ára, Kolding, er í 9. sæti.Mikið álag „Okkar árangur er á pari. Við stefnum á úrslitakeppnina eins og öll önnur félög. Þangað komast átta efstu. Það er búið að vera mjög mikið álag á okkur þar sem við erum í Meistaradeildinni fyrir áramót. Við erum að spila tvo leiki í viku og ofan á það koma öll ferðalögin. Þetta er búið að vera skemmtilegt en það hefur verið mikið álag á sömu mönnunum og við höfum því lent í miklum meiðslum. Í síðasta leik voru sjö leikmenn úr sextán manna hópi meiddir. Það er samt stígandi í okkar leik,“ segir Vignir en liðið á einn leik eftir í Meistaradeildinni og svo er því ævintýri lokið. Liðið fer ekki áfram. „Það er gaman að hugsa til þess að við verðum orðnir fullmannaðir eftir áramót og þar af leiðandi öflugri þegar við getum einbeitt okkur alfarið að deildinni heima.“ Þegar Vignir hóf atvinnumannsferil sinn árið 2005 fór hann til Skjern í Danmörku og lék þar í þrjú ár áður en hann samdi við Lemgo í Þýskalandi. Nú er hann á sínu þriðja ári eftir endurkomuna til Danmerkur og hann segir að styrkur deildarinnar sé góður. „Deildin er skemmtileg. Ekkert afgerandi lið eins og Kolding var alltaf. Það eru alveg sex lið sem eiga möguleika á titlinum. Boltinn er hraður og skemmtilegur. Það er meira um létta, snögga og tekníska stráka en einhverja bolta. Það er ekki til neinn gefinn leikur í deildinni núna.“Framhaldið óráðið Vignir verður 38 ára gamall sumarið sem samningur hans við Holstebro rennur út árið 2018. Hann segist lítið vera farinn að pæla í framhaldinu. „Ég hef ekki ákveðið neitt. Nú tek ég þetta bara ár fyrir ár. Í dag líður mér eins og ég sé aðeins 25 ára. Skrokkurinn er búinn að vera ótrúlega fínn þrátt fyrir allt leikjaálagið og ég er alveg meiðslalaus. Mér finnst líka enn skemmtilegt í handbolta þannig að við sjáum bara til hvað gerist,“ segir Hafnfirðingurinn yfirvegaður. Það kom mörgum á óvart er Geir Sveinsson valdi ekki Vigni og Róbert Gunnarsson í síðasta landsliðshóp. Landsliðsþjálfarinn er þó ekki búinn að loka dyrunum á þá.Vignir Svavarsson, Ãsland, EM, handbolti Góð rök fyrir að velja mig ekki„Það fór ágætlega í skapið á mér á þessum tímapunkti. Auðvitað var maður pínu svekktur að fá símtal um að maður væri ekki í landsliðinu eftir að hafa verið þar lengi. Í staðinn fékk ég frí í fimm daga sem var mjög kærkomið eftir um 16 leiki á tveimur mánuðum þar á undan. Hinn línumaðurinn var búinn að vera meiddur og ég var því að spila mikið,“ segir Vignir en hann átti gott samtal við Geir. „Við áttum gott spjall og ég skildi hans afstöðu alveg. Hann velur liðið og hafði ágætis rök fyrir því að velja mig ekki. Ég skildi það alveg og þetta var alveg í góðu.“ Hverju sem er að þakka þá hefur Vignir leikið mjög vel síðustu misserin og skorað sjö og átta mörk í síðustu tveimur leikjum liðsins í Meistaradeildinni. Komst hann meðal annars í lið umferðarinnar er hann skoraði mörkin átta. Hann virkar í góðu formi og verður erfitt að ganga fram hjá honum í valinu fyrir HM-hópinn. „Ég hef ekkert verið að spila svona vel af því að ég væri reiður. Það eru mörg ár síðan ég hætti að vera reiður. Þetta voru bara tveir góðir leikir,“ segir Vignir en hann hefur enn mikinn metnað fyrir landsliðinu. „Það er fátt skemmtilegra en að spila fyrir landsliðið. Ef kallið kemur þá er ég klár.“
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik