Geir: Ef fólk vill gagnrýna okkur, þá bara gerir fólk það Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar 6. maí 2017 21:30 Guðjón Guðmundsson hitti Geir Sveinsson, landsliðsþjálfara Íslands í handknattleik, í Laugardalshöllinni. En íslenska liðið undirbýr sig nú að kappi fyrir leik Íslands og Makedóníu sem fram fer annað kvöld. Ísland hefur harma að hefna eftir tap gegn Makedóníu ytra á fimmtudaginn, 30-25. Geir sagði að þrátt fyrir að liðið hafi ekki verið að spila nægilega vel á köflum, þá var liðið inni í leiknum þar til 5 mínútur voru eftir. „Þá vantaði okkur að nýta okkur þau tækifæri sem gáfust og það hefði kannski getað skilað okkur einu stigi. Fimm mörk voru að mínu viti of mikið. En við breytum því ekkert. Við þurfum að vinna í því núna, á þessum stutta tíma sem við höfum, að laga þau atriði sem miður fóru og vonandi tekst okkur það,“ sagði Geir. Geir viðurkenndi að vörnin hafi ekki verið nægilega góð í leiknum ytra. „Það vantaði kannski svolitla forvinnu, sérstaklega gagnvart línumanninum. Og svo létum við teyma okkur svolítið út í hluti sem voru óþægilegir fyrir okkur. Sem gerði það verkum að við fundum ekki taktinn fyrstu 20 mínúturnar. En auðvitað ljóst að við verðum að ná vörninni upp á morgun, það er lykilatriði,“ sagði Geir. Geir hefur verið að gefa nýjum og ungum leikmönnum tækifæri. Margir hafa sagt að fleiri eigi að fá tækifæri og vilja hjá enn rótækari breytingar á liðinu. „Ég er auðvitað ánægður með að sjá okkur spila í Skopje, í troðfullri höll, brjáluð stemning á móti góðu makedónsku liði og við erum með Janus, Arnar og Ómar Inga inn á. Allir í kringum tvítugt. Þetta er það sem við erum að vinna í. Ég tel að við séum á réttri leið, með þennan hóp sem við erum með,“ segir Geir. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum. EM 2018 í handbolta Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Guðjón Guðmundsson hitti Geir Sveinsson, landsliðsþjálfara Íslands í handknattleik, í Laugardalshöllinni. En íslenska liðið undirbýr sig nú að kappi fyrir leik Íslands og Makedóníu sem fram fer annað kvöld. Ísland hefur harma að hefna eftir tap gegn Makedóníu ytra á fimmtudaginn, 30-25. Geir sagði að þrátt fyrir að liðið hafi ekki verið að spila nægilega vel á köflum, þá var liðið inni í leiknum þar til 5 mínútur voru eftir. „Þá vantaði okkur að nýta okkur þau tækifæri sem gáfust og það hefði kannski getað skilað okkur einu stigi. Fimm mörk voru að mínu viti of mikið. En við breytum því ekkert. Við þurfum að vinna í því núna, á þessum stutta tíma sem við höfum, að laga þau atriði sem miður fóru og vonandi tekst okkur það,“ sagði Geir. Geir viðurkenndi að vörnin hafi ekki verið nægilega góð í leiknum ytra. „Það vantaði kannski svolitla forvinnu, sérstaklega gagnvart línumanninum. Og svo létum við teyma okkur svolítið út í hluti sem voru óþægilegir fyrir okkur. Sem gerði það verkum að við fundum ekki taktinn fyrstu 20 mínúturnar. En auðvitað ljóst að við verðum að ná vörninni upp á morgun, það er lykilatriði,“ sagði Geir. Geir hefur verið að gefa nýjum og ungum leikmönnum tækifæri. Margir hafa sagt að fleiri eigi að fá tækifæri og vilja hjá enn rótækari breytingar á liðinu. „Ég er auðvitað ánægður með að sjá okkur spila í Skopje, í troðfullri höll, brjáluð stemning á móti góðu makedónsku liði og við erum með Janus, Arnar og Ómar Inga inn á. Allir í kringum tvítugt. Þetta er það sem við erum að vinna í. Ég tel að við séum á réttri leið, með þennan hóp sem við erum með,“ segir Geir. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik