„Þarf að koma með góða söluræðu og heyra í Nökkva Fjalari“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. apríl 2020 23:00 Arnar Daði Arnarsson kom Gróttu upp í efstu deild í fyrstu tilraun sem aðalþjálfari í meistaraflokksbolta. vísir/s2s Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu sem er komið upp í Olís-deild karla eftir ákvörðun HSÍ í gærkvöldi, segir að félagið sé nú þegar fjórum til sex vikum á eftir öðrum liðum í deildinni í að sækja sér leikmenn. Eftir að HSÍ ákvað að blása tímabilið af í gær fékk Grótta sæti í efstu deild enda var liðið í 2. sæti Grill 66-deildarinnar. Það er ljóst að Seltirningum bíður erfitt verkefni í að styrkja liðið fyrir baráttuna í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. „Ég segi það alltaf að ég þarf ekki leikmenn heldur ég bý þá bara til,“ sagði Arnar Daði í léttum tón við Kjartan Atla í Sportinu í dag. „Það vita það allir sem fylgjast með handbolta að það er mikið og stórt skref að fara úr Grill-deildinni og fara upp í Olís-deildina. Við keppum við FH í bikarnum og töpum með sautján mörkum. Það hefði getað verið stærri munur og einnig minni en þetta er stórt stökk.“ Einhver umræða var um að HSÍ hafi átt að bíða enn lengur með ákvörðun sína að blása tímabilið af en Arnar Daði segir að það hafi ekki verið góð ákvörðun að sínu mati. „Það var verið að tala um að bíða aðeins lengur með þessa ákvörðun og fyrir lið eins og Gróttu sem er að koma upp þá hefðum við ekkert getað beðið mikið lengur því við erum nú þegar fjórum til sex vikum á eftir öðrum liðum í að semja við leikmenn og ræða við leikmenn.“ „Strax í gærkvöldi fór ég að hringja í leikmenn eftir að ákvörðunin var tekinn og það eru kannski leikmenn sem er ekki búið að tilkynna að þeir séu búnir að semja við ný lið en þeir eru löngu búnir að semja við ný lið eða endursemja við sitt félag. Það verður erfitt að styrkja liðið en ég hef ágætis sambönd hér og þar og er á þeim aldri og ég þekki marga leikmenn. Ég þarf að koma með góða söluræðu og heyra í Nökkva Fjalari (innsk. blm. áhrifavaldur),“ sagði Arnar Daði. Klippa: Sportið í dag - Grótta í efstu deild Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Sportið í dag Grótta Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu sem er komið upp í Olís-deild karla eftir ákvörðun HSÍ í gærkvöldi, segir að félagið sé nú þegar fjórum til sex vikum á eftir öðrum liðum í deildinni í að sækja sér leikmenn. Eftir að HSÍ ákvað að blása tímabilið af í gær fékk Grótta sæti í efstu deild enda var liðið í 2. sæti Grill 66-deildarinnar. Það er ljóst að Seltirningum bíður erfitt verkefni í að styrkja liðið fyrir baráttuna í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. „Ég segi það alltaf að ég þarf ekki leikmenn heldur ég bý þá bara til,“ sagði Arnar Daði í léttum tón við Kjartan Atla í Sportinu í dag. „Það vita það allir sem fylgjast með handbolta að það er mikið og stórt skref að fara úr Grill-deildinni og fara upp í Olís-deildina. Við keppum við FH í bikarnum og töpum með sautján mörkum. Það hefði getað verið stærri munur og einnig minni en þetta er stórt stökk.“ Einhver umræða var um að HSÍ hafi átt að bíða enn lengur með ákvörðun sína að blása tímabilið af en Arnar Daði segir að það hafi ekki verið góð ákvörðun að sínu mati. „Það var verið að tala um að bíða aðeins lengur með þessa ákvörðun og fyrir lið eins og Gróttu sem er að koma upp þá hefðum við ekkert getað beðið mikið lengur því við erum nú þegar fjórum til sex vikum á eftir öðrum liðum í að semja við leikmenn og ræða við leikmenn.“ „Strax í gærkvöldi fór ég að hringja í leikmenn eftir að ákvörðunin var tekinn og það eru kannski leikmenn sem er ekki búið að tilkynna að þeir séu búnir að semja við ný lið en þeir eru löngu búnir að semja við ný lið eða endursemja við sitt félag. Það verður erfitt að styrkja liðið en ég hef ágætis sambönd hér og þar og er á þeim aldri og ég þekki marga leikmenn. Ég þarf að koma með góða söluræðu og heyra í Nökkva Fjalari (innsk. blm. áhrifavaldur),“ sagði Arnar Daði. Klippa: Sportið í dag - Grótta í efstu deild Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Sportið í dag Grótta Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik