Birna Berg ánægð í Eyjum og útilokar ekki að byrja aftur í fótbolta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. nóvember 2020 12:01 Birna Berg Haraldsdóttir segir líklegra en ekki að hún sé komin heim fyrir fullt og allt. vísir/vilhelm Birna Berg Haraldsdóttir, landsliðskona í handbolta, sneri aftur til Íslands í sumar eftir sjö ár í atvinnumennsku og gekk í raðir ÍBV. Henry Birgir Gunnarsson fór til Vestmannaeyja á dögunum og ræddi m.a. við Birnu. Afraksturinn var sýndur í Seinni bylgjunni í gær. „Þetta var mjög erfið ákvörðun og tók rosa langan tíma að taka hana,“ sagði Birna um aðdraganda heimkomunnar. „ÍBV hafði samband við mig í nóvember en ég held að ég hafi ekki gefið þeim svar fyrr en í apríl. Mig langaði að vera áfram úti en þetta voru sjö fín ár úti og fínt að koma heim og reyna að taka titla.“ Birna lék síðast með Neckalsulmer í Þýskalandi og átti möguleika á að vera áfram þar í landi. „Ég var að skoða þrjú lið í Þýskalandi en þegar á tímann leið langaði mig að koma heim og ég sé ekki eftir því,“ sagði Birna. Hún segir líklegt að hún sé komin heim fyrir fullt og allt þótt hún sé ekki búin að loka dyrunum á atvinnumennskuna. „Ég myndi alltaf skoða það en ég er búin að flytja það mikið síðustu sjö ár að ég veit ekki hvort ég nenni að drösla enn einum gámnum út. Ég held að ég sé kominn heim til að vera en ef eitthvað kemur upp myndi ég alltaf skoða það.“ Birna þekkir vel til í Eyjum, á ættir að rekja þangað og lék með fótboltaliði ÍBV sumarið 2011. „Einhvern veginn vissi ég að ég myndi koma aftur, sérstaklega eftir að Sunna [Jónsdóttir] kom. Við erum búnar að vera vinkonur lengi og spila saman. Að koma heim var erfið ákvörðun en hvert ég myndi fara var ekki jafn erfið,“ sagði Birna sem var gríðarlega efnilegur markvörður í fótbolta á sínum tíma og lék fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands. Hún segir að fótboltinn togi enn í sig. „Ég er búin að mæta á nokkra leiki og hitta gamla þjálfarann minn. Og ég á enn takkaskó þannig að það er aldrei að vita hvort maður mæti. Ekki þennan vetur en auðvitað kitlar það mikið og mér finnst enn ógeðslega gaman í fótbolta og hugsa stundum hvað hefði gerst ef ég hefði valið hann. En ég held að ég hafi valið rétt að lokum,“ sagði Birna. Klippa: Seinni bylgjan - Viðtal við Birnu Berg Olís-deild kvenna ÍBV Seinni bylgjan Tengdar fréttir Kári „drulluósáttur“ að vera ekki valinn í landsliðið Kára Kristjáni Kristjánssyni finnst hann enn eiga erindi í íslenska landsliðið og er svekktur að hafa ekki verið valinn í það fyrir leikinn gegn Litháen. 3. nóvember 2020 10:00 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Birna Berg Haraldsdóttir, landsliðskona í handbolta, sneri aftur til Íslands í sumar eftir sjö ár í atvinnumennsku og gekk í raðir ÍBV. Henry Birgir Gunnarsson fór til Vestmannaeyja á dögunum og ræddi m.a. við Birnu. Afraksturinn var sýndur í Seinni bylgjunni í gær. „Þetta var mjög erfið ákvörðun og tók rosa langan tíma að taka hana,“ sagði Birna um aðdraganda heimkomunnar. „ÍBV hafði samband við mig í nóvember en ég held að ég hafi ekki gefið þeim svar fyrr en í apríl. Mig langaði að vera áfram úti en þetta voru sjö fín ár úti og fínt að koma heim og reyna að taka titla.“ Birna lék síðast með Neckalsulmer í Þýskalandi og átti möguleika á að vera áfram þar í landi. „Ég var að skoða þrjú lið í Þýskalandi en þegar á tímann leið langaði mig að koma heim og ég sé ekki eftir því,“ sagði Birna. Hún segir líklegt að hún sé komin heim fyrir fullt og allt þótt hún sé ekki búin að loka dyrunum á atvinnumennskuna. „Ég myndi alltaf skoða það en ég er búin að flytja það mikið síðustu sjö ár að ég veit ekki hvort ég nenni að drösla enn einum gámnum út. Ég held að ég sé kominn heim til að vera en ef eitthvað kemur upp myndi ég alltaf skoða það.“ Birna þekkir vel til í Eyjum, á ættir að rekja þangað og lék með fótboltaliði ÍBV sumarið 2011. „Einhvern veginn vissi ég að ég myndi koma aftur, sérstaklega eftir að Sunna [Jónsdóttir] kom. Við erum búnar að vera vinkonur lengi og spila saman. Að koma heim var erfið ákvörðun en hvert ég myndi fara var ekki jafn erfið,“ sagði Birna sem var gríðarlega efnilegur markvörður í fótbolta á sínum tíma og lék fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands. Hún segir að fótboltinn togi enn í sig. „Ég er búin að mæta á nokkra leiki og hitta gamla þjálfarann minn. Og ég á enn takkaskó þannig að það er aldrei að vita hvort maður mæti. Ekki þennan vetur en auðvitað kitlar það mikið og mér finnst enn ógeðslega gaman í fótbolta og hugsa stundum hvað hefði gerst ef ég hefði valið hann. En ég held að ég hafi valið rétt að lokum,“ sagði Birna. Klippa: Seinni bylgjan - Viðtal við Birnu Berg
Olís-deild kvenna ÍBV Seinni bylgjan Tengdar fréttir Kári „drulluósáttur“ að vera ekki valinn í landsliðið Kára Kristjáni Kristjánssyni finnst hann enn eiga erindi í íslenska landsliðið og er svekktur að hafa ekki verið valinn í það fyrir leikinn gegn Litháen. 3. nóvember 2020 10:00 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Kári „drulluósáttur“ að vera ekki valinn í landsliðið Kára Kristjáni Kristjánssyni finnst hann enn eiga erindi í íslenska landsliðið og er svekktur að hafa ekki verið valinn í það fyrir leikinn gegn Litháen. 3. nóvember 2020 10:00
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik