Umfjöllun og viðtöl: HK - Grótta 26-28 | Grótta eygir enn von um úrslitakeppni Dagur Lárusson skrifar 27. mars 2022 18:33 Gróttan. Vísir/Hulda Margrét Grótta hélt möguleikanum á sæti í úrslitakeppni á lífi er liðið hafði betur gegn HK í Olís-deild karla í handbolta í dag. Fyrir leikinn var Grótta í tíunda sæti deildarinnar með 13 stig, fimm stigum á eftir Aftureldingu sem var í síðasta úrslitakeppnissætinu á meðan HK var sæti fyrir neðan Grótta með fjögur stig og féll úr deildinni í miðri viku eftir tap gegn Haukum. Það voru gestirnir sem byrjuðu leikinn betur og voru með yfirhöndina fyrstu tíu mínúturnar en eftir aðeins um sex mínútna leik tók Sebastian, þjálfari HK, leikhlé í stöðunni 1-3. Það var svo sem lítið sem breyttist eftir það leikhlé en Grótta hélt áfram að skora og hélt tveggja til þriggja marka forystu þar til um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum en þó tók HK liðið við sér og þá sérstaklega Einar Bragi sem skoraði nánast úr hverju einasta skoti. HK jafnaði leikinn áður en flautað var til hálfleiks og var staðan þá 12-12. HK skoraði fyrsta mark seinni hálfleiksins og var með yfirhöndina fyrstu fimm mínúturnar og náði tveggja marka forystu í stöðunni 16-14 en á þessum tímapunkti náði Sigurjón Guðmundsson, markmaður HK, að loka markinu algjörlega en hann varði hvert skotið á fætur öðru og til dæmis þrjú skot í röð frá Andra Þór Helgasyni. En eftir þennan flotta kafla HK tóku gestirnir aftur við sér og náðu forystunni. Þá, líkt og í fyrri hálfleik, voru gestirnir yfirleitt með tveggja til þriggja marka forystu þar til leikurinn kláraðist og voru lokatölur 26-28. Af hverju vann Grótta? Þegar á heildina er litið var spilamennska Gróttu betri. Sebastian, þjálfari HK, talaði um það eftir leik að hann hafi séð það á sínum leikmönnum á köflum að þeir hefðu eflaust ekki mikið til að spila fyrir og þegar það er raunin þá er það aldrei gott og vænlegt til árangurs. Hverjar stóðu upp úr? Þeir Sigurjón og Einar Baldvin voru hreint út sagt magnaður í markinu fyrir sín lið og voru valdir leikmenn leiksins í sínum liðum eftir leikinn. Birgir Steinn Jónsson var einnig frábær í liði Gróttu, bæði í vörn og sókn en hann skoraði fimm mörk og átti sex stoðsendingar á Hannes á línunni. Einar Bragi var síðan stórkostlegur í liði HK en hann var markahæstur í leiknum með ellefu mörk. Hvað fór illa? Ef marka má orð Sebastians eftir leik þá var það hugarfar leikmanna HK á köflum í leiknum. Eflaust erfitt að finna hvatningu til þess að spila svona leiki þar sem ekkert er í húfi en það er einfaldlega skilyrði í deild eins og Olís-deildinni ef þú vilt vinna leiki. Hvað gerist næst? Næsti leikur HK er gegn Stjörnunni á föstudagskvöldið en það sama kvöld tekur Grótta á móti Víking. Arnar Daði Arnarsson: Ekkert sérstök spilamennska ,,Ég er bara feginn, það eru einfaldlega mín fyrstu viðbrögð eftir þennan leik,” byrjaði Arnar Daði, þjálfari Gróttu, að segja í viðtali eftir leik. ,,Spilamennskan var ekkert sérstök en það sem ég get hrósað mínum strákum fyrir er það að við vorum alls ekki undirbúnir fyrir þessa vörn sem þeir spiluðu. Við höfum ekki tekið eina æfingu í allan vetur að mæta svona vörn. Þannig vel gert hjá mínu liði að leysa þetta sjálfir og klára það,” hélt Arnar áfram. ,,Þetta var ekkert fallegt og við hefðum getað klárað leikinn mikið fyrr en við áttum hræðilegan kafla þarna undir lok fyrri hálfleiks og síðan kom lélegur kafli líka í seinni hálfleik en þess vegna er ég feginn að hafa klárað þennan leik.” Grótta á ennþá möguleika á að ná sæti í úrslitakeppni en Arnar vill taka bara einn leik í einu. ,,Ég segi bara áfram gakk, við eigum þrjá leiki eftir og við eigum ennþá möguleika og við viljum líka enda fyrir ofan Fram,” endaði Arnar á að segja. Sebastian Alexandersson: Vil að við sýnum smáatriðunum virðingu ,,Mér fannst við geta gert mikið betur í dag, spilamennskan var upp og niður,” byrjaði Sebastian, þjálfari HK, að segja eftir leik. ,,Það komu kaflar þar sem við vorum virkilega líkir sjálfum okkur en síðan komu kaflar þar sem það leit út fyrir að leikmenn væru að spila leik þar sem væri ekki mikið í húfi og ég er auðvitað ekki ánægður með það,” hélt Sebastian áfram. ,,Ég vil samt hrósa strákunum líka, við vorum að spila vörn sem við höfum aldrei spilað áður og það gekk bara mjög vel.” Sebastian talaði lengi við nokkra leikmenn sína á vellinum eftir leikinn þar sem hann var augljóslega ekki ánægður með ákveðna hluti. ,,Já það eru bara þessir hlutir sem við erum búnir að vera að tala um frá því í byrjun tímabils og það eru bara þessi smáatriði. Ég vil að menn sýni þessum litlu hlutum virðingu en menn gleyma sér og oft,” endaði Sebastian á að segja. Olís-deild karla HK Grótta
Grótta hélt möguleikanum á sæti í úrslitakeppni á lífi er liðið hafði betur gegn HK í Olís-deild karla í handbolta í dag. Fyrir leikinn var Grótta í tíunda sæti deildarinnar með 13 stig, fimm stigum á eftir Aftureldingu sem var í síðasta úrslitakeppnissætinu á meðan HK var sæti fyrir neðan Grótta með fjögur stig og féll úr deildinni í miðri viku eftir tap gegn Haukum. Það voru gestirnir sem byrjuðu leikinn betur og voru með yfirhöndina fyrstu tíu mínúturnar en eftir aðeins um sex mínútna leik tók Sebastian, þjálfari HK, leikhlé í stöðunni 1-3. Það var svo sem lítið sem breyttist eftir það leikhlé en Grótta hélt áfram að skora og hélt tveggja til þriggja marka forystu þar til um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum en þó tók HK liðið við sér og þá sérstaklega Einar Bragi sem skoraði nánast úr hverju einasta skoti. HK jafnaði leikinn áður en flautað var til hálfleiks og var staðan þá 12-12. HK skoraði fyrsta mark seinni hálfleiksins og var með yfirhöndina fyrstu fimm mínúturnar og náði tveggja marka forystu í stöðunni 16-14 en á þessum tímapunkti náði Sigurjón Guðmundsson, markmaður HK, að loka markinu algjörlega en hann varði hvert skotið á fætur öðru og til dæmis þrjú skot í röð frá Andra Þór Helgasyni. En eftir þennan flotta kafla HK tóku gestirnir aftur við sér og náðu forystunni. Þá, líkt og í fyrri hálfleik, voru gestirnir yfirleitt með tveggja til þriggja marka forystu þar til leikurinn kláraðist og voru lokatölur 26-28. Af hverju vann Grótta? Þegar á heildina er litið var spilamennska Gróttu betri. Sebastian, þjálfari HK, talaði um það eftir leik að hann hafi séð það á sínum leikmönnum á köflum að þeir hefðu eflaust ekki mikið til að spila fyrir og þegar það er raunin þá er það aldrei gott og vænlegt til árangurs. Hverjar stóðu upp úr? Þeir Sigurjón og Einar Baldvin voru hreint út sagt magnaður í markinu fyrir sín lið og voru valdir leikmenn leiksins í sínum liðum eftir leikinn. Birgir Steinn Jónsson var einnig frábær í liði Gróttu, bæði í vörn og sókn en hann skoraði fimm mörk og átti sex stoðsendingar á Hannes á línunni. Einar Bragi var síðan stórkostlegur í liði HK en hann var markahæstur í leiknum með ellefu mörk. Hvað fór illa? Ef marka má orð Sebastians eftir leik þá var það hugarfar leikmanna HK á köflum í leiknum. Eflaust erfitt að finna hvatningu til þess að spila svona leiki þar sem ekkert er í húfi en það er einfaldlega skilyrði í deild eins og Olís-deildinni ef þú vilt vinna leiki. Hvað gerist næst? Næsti leikur HK er gegn Stjörnunni á föstudagskvöldið en það sama kvöld tekur Grótta á móti Víking. Arnar Daði Arnarsson: Ekkert sérstök spilamennska ,,Ég er bara feginn, það eru einfaldlega mín fyrstu viðbrögð eftir þennan leik,” byrjaði Arnar Daði, þjálfari Gróttu, að segja í viðtali eftir leik. ,,Spilamennskan var ekkert sérstök en það sem ég get hrósað mínum strákum fyrir er það að við vorum alls ekki undirbúnir fyrir þessa vörn sem þeir spiluðu. Við höfum ekki tekið eina æfingu í allan vetur að mæta svona vörn. Þannig vel gert hjá mínu liði að leysa þetta sjálfir og klára það,” hélt Arnar áfram. ,,Þetta var ekkert fallegt og við hefðum getað klárað leikinn mikið fyrr en við áttum hræðilegan kafla þarna undir lok fyrri hálfleiks og síðan kom lélegur kafli líka í seinni hálfleik en þess vegna er ég feginn að hafa klárað þennan leik.” Grótta á ennþá möguleika á að ná sæti í úrslitakeppni en Arnar vill taka bara einn leik í einu. ,,Ég segi bara áfram gakk, við eigum þrjá leiki eftir og við eigum ennþá möguleika og við viljum líka enda fyrir ofan Fram,” endaði Arnar á að segja. Sebastian Alexandersson: Vil að við sýnum smáatriðunum virðingu ,,Mér fannst við geta gert mikið betur í dag, spilamennskan var upp og niður,” byrjaði Sebastian, þjálfari HK, að segja eftir leik. ,,Það komu kaflar þar sem við vorum virkilega líkir sjálfum okkur en síðan komu kaflar þar sem það leit út fyrir að leikmenn væru að spila leik þar sem væri ekki mikið í húfi og ég er auðvitað ekki ánægður með það,” hélt Sebastian áfram. ,,Ég vil samt hrósa strákunum líka, við vorum að spila vörn sem við höfum aldrei spilað áður og það gekk bara mjög vel.” Sebastian talaði lengi við nokkra leikmenn sína á vellinum eftir leikinn þar sem hann var augljóslega ekki ánægður með ákveðna hluti. ,,Já það eru bara þessir hlutir sem við erum búnir að vera að tala um frá því í byrjun tímabils og það eru bara þessi smáatriði. Ég vil að menn sýni þessum litlu hlutum virðingu en menn gleyma sér og oft,” endaði Sebastian á að segja.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik