Mæðgur spiluðu saman í efstu deild og voru tvær markahæstar í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2023 10:01 Mæðgurnar Kristín Guðmundsdóttir og Embla Steindórsdóttir skoruðu tíu mörk saman á móti Val um helgina. Vísir/Ívar Fannar Mæðgurnar Kristín Guðmundsdóttir og Embla Steindórsdóttir spiluðu saman með HK í Olís deild kvenna í handbolta í leik á móti Val um helgina. Embla var markahæst i HK-liðinu með sjö mörk en Kristín skoraði þrjú mörk. Embla er nýorðin sautján ára en móðir hennar er enn að spila í efstu deild 44 ára gömul. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við handboltamæðgurnar í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær. Kristín er mikill reynslubolti sem vann allt hér á landi með gullaldarliði Vals en hún hélt að hún hefði spilað sinn síðasta leik á ferlinum í maí 2021. Að spila sitt 29. tímabil í meistaraflokki „Ég setti skóna aldrei á hilluna og þetta var alltaf kannski. Nú ætlaði ég alls ekki að vera með og var alls ekki búin að vera gera neitt eða hlaupa neitt fyrr en í október. Þá fór ég að koma aðeins inn á æfingar hjá þeim,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir. Hún er núna að spila sitt 29. tímabil í meistaraflokki. „Þetta er alltaf gaman því þetta er það skemmtilegast sem maður gerir og ég er búin að gera þetta í þrjátíu og eitthvað ár. Nú þurftu þær aðeins að tjasla saman í lið og ná í nokkra varamenn á bekknum og þar var ég,“ sagði Kristín. Geggjað að spila í Olís deildinni með mömmu Það hefur vantað leikmenn og þá sérstaklega reynslumikla leikmenn í ungt lið HK. Hvernig er það fyrir hana sautján ára gömlu Emblu að hafa mömmu alltaf með á æfingum? „Mér finnst það geggjað að fá að spila í Olís deildinni með mömmu,“ sagði Embla Steindórsdóttir. „Mér finnst það geggjað en ég verð að passa mig á því að ég fer alltaf að gera allt fyrir hana til að láta hana líta út sem best. Við eigum rosalega vel saman á vellinum og ég verð alltaf pirruðu ef ég fer inn á völlinn á sama tíma og hún er tekin út af. Við pössum best saman,“ sagði Kristín. „Já við náum mjög vel saman. Maður treystir henni vel og ég kem alltaf öðruvísi á boltann því ég veit hvað hún getur gert. Ég treysti henni,“ sagði Embla og er sambandið líka svona gott heima. „Já svona oftast,“ sagði Embla hlæjandi. Fékk tár í augun Þær náðu að spila saman vorið 2021 þegar Embla var fimmtán ára. Þær bjuggust ekki við að vera spila enn saman tæpum tveimur árum síðar. „Ég er ekki viss um að þú finnir þetta einhvers staðar,“ sagði Kristín sem minnist þessa leiks vorið 2021. Embla var þá ekkert mikið með meistaraflokki enda bara fimmtán ára. Hún fékk að koma inn í lokaleikinn. „Ég átti bara erfitt með mig, fékk tár í augun og allt þetta,“ sagði Kristín og það er ekki allar sem geta haft fyrirmynd inn á vellinum sem er líka mamma þeirra. „Það er ekki sjálfgefið,“ viðurkennir Embla en það má sjá viðtalið við mæðgurnar hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna HK Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Embla var markahæst i HK-liðinu með sjö mörk en Kristín skoraði þrjú mörk. Embla er nýorðin sautján ára en móðir hennar er enn að spila í efstu deild 44 ára gömul. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við handboltamæðgurnar í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær. Kristín er mikill reynslubolti sem vann allt hér á landi með gullaldarliði Vals en hún hélt að hún hefði spilað sinn síðasta leik á ferlinum í maí 2021. Að spila sitt 29. tímabil í meistaraflokki „Ég setti skóna aldrei á hilluna og þetta var alltaf kannski. Nú ætlaði ég alls ekki að vera með og var alls ekki búin að vera gera neitt eða hlaupa neitt fyrr en í október. Þá fór ég að koma aðeins inn á æfingar hjá þeim,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir. Hún er núna að spila sitt 29. tímabil í meistaraflokki. „Þetta er alltaf gaman því þetta er það skemmtilegast sem maður gerir og ég er búin að gera þetta í þrjátíu og eitthvað ár. Nú þurftu þær aðeins að tjasla saman í lið og ná í nokkra varamenn á bekknum og þar var ég,“ sagði Kristín. Geggjað að spila í Olís deildinni með mömmu Það hefur vantað leikmenn og þá sérstaklega reynslumikla leikmenn í ungt lið HK. Hvernig er það fyrir hana sautján ára gömlu Emblu að hafa mömmu alltaf með á æfingum? „Mér finnst það geggjað að fá að spila í Olís deildinni með mömmu,“ sagði Embla Steindórsdóttir. „Mér finnst það geggjað en ég verð að passa mig á því að ég fer alltaf að gera allt fyrir hana til að láta hana líta út sem best. Við eigum rosalega vel saman á vellinum og ég verð alltaf pirruðu ef ég fer inn á völlinn á sama tíma og hún er tekin út af. Við pössum best saman,“ sagði Kristín. „Já við náum mjög vel saman. Maður treystir henni vel og ég kem alltaf öðruvísi á boltann því ég veit hvað hún getur gert. Ég treysti henni,“ sagði Embla og er sambandið líka svona gott heima. „Já svona oftast,“ sagði Embla hlæjandi. Fékk tár í augun Þær náðu að spila saman vorið 2021 þegar Embla var fimmtán ára. Þær bjuggust ekki við að vera spila enn saman tæpum tveimur árum síðar. „Ég er ekki viss um að þú finnir þetta einhvers staðar,“ sagði Kristín sem minnist þessa leiks vorið 2021. Embla var þá ekkert mikið með meistaraflokki enda bara fimmtán ára. Hún fékk að koma inn í lokaleikinn. „Ég átti bara erfitt með mig, fékk tár í augun og allt þetta,“ sagði Kristín og það er ekki allar sem geta haft fyrirmynd inn á vellinum sem er líka mamma þeirra. „Það er ekki sjálfgefið,“ viðurkennir Embla en það má sjá viðtalið við mæðgurnar hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna HK Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik