Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 37-30 | Mættu ungverskum ofjörlum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júlí 2023 14:50 Íslensku strákarnir leika um bronsverðlaun á HM á morgun. IHF/Sasa Pahic Szabo/kolektiff Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri leikur um 3. sætið á HM. Þetta var ljóst eftir tap fyrir Ungverjalandi, 37-30, í undanúrslitum í Max Schmeling höllinni í Berlín í dag. Ungverjar hafa verið alltof iðnir við að kremja íslensk handboltahjörtu í gegnum tíðina og gerðu það enn og aftur í dag. Tapið var samt ólíkt mörgum sárum töpum gegn Ungverjalandi þar sem Ísland mætti einfaldlega ofjörlum sínum í dag. Íslenska liðið byrjaði leikinn illa og eftir átta mínútur var staðan 7-3, Ungverjalandi í vil. Eftir þetta var engin leið til baka fyrir Ísland. Ungverjaland hefur á að skipa frábæru liði sem er framúrskarandi í öllum þáttum leiksins. Ungverjar eru langlíklegastir til að standa uppi sem sigurvegari á HM. Þá breytir engu hvort Þjóðverjar eða Serbar verður andstæðingurinn í úrslitaleiknum á morgun. Tapliðið í þeim leik mætir Íslandi í bronsleiknum klukkan 13:30 á morgun. Þrátt fyrir tapið í dag, sem var það fyrsta hjá Íslendingum á mótinu, er enn til mikils að vinna fyrir íslenska liðið. Með sigri á morgun jafnar það besta árangur sinn á HM í þessum aldursflokki. Ungverjar byrjuðu leikinn í dag af miklum krafti, nýttu sér mistök Íslendinga til hins ítrasta og refsuðu grimmilega með beittum sóknarleik. Mestur varð munurinn í fyrri hálfleik átta mörk en staðan að honum loknum var fimm mörk, 19-14. Arnór Viðarsson kom með góða innkomu í íslensku sóknina sem lagaðist talsvert eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Varnarleikurinn var hins vegar hriplekur og markvarslan takmörkuð. Ljóst var að íslenska liðsins beið erfitt verkefni í seinni hálfleik og sú varð raunin. Ungverjaland skoraði fyrstu fimm af fyrstu sex mörkunum í seinni hálfleik og komst níu mörkum yfir, 24-15. Eftir þetta var aðeins spurning hversu stór sigur ungverska liðsins yrði. Þeir grænu náðu mest ellefu marka forystu en unnu á endanum sjö marka sigur. Símon Michael Guðjónsson, Andri Finnsson og Guðmundur Bragi Ástþórsson voru markahæstir í íslenska liðinu með fjögur mörk hver. Ísak Gústafsson, Jóhannes Berg Andrason, Arnór og Andri Már Rúnarsson skoruðu allir þrjú mörk. Sá síðastnefndi þurfti tíu skot til að skora mörkin þrjú. Einnig munaði miklu um að Þorsteinn Leó Gunnarsson, sem skoraði ellefu mörk í sigrinum á Portúgal í átta liða úrslitunum, var algjörlega vængstýfður og skoraði ekki mark. Dániel Sztraka og Miklós Karai voru markahæstir í liði Ungverja með fimm mörk hvor. Þá átti Krisztián Mikler afbragðs góðan leik í marki ungverska liðsins og varði sextán skot (36 prósent). Á meðan vörðu markverðir Íslands aðeins samtals sex skot. Íslenska liðið þarf að vera fljótt að hrista af sér vonbrigði dagsins því á morgun bíður leikur um 3. sætið á HM, annað hvort gegn Þýskalandi eða Serbíu. Íslendingar hafa átt stórgott mót en gætu gert það frábært með sigri á morgun. Handbolti Landslið karla í handbolta
Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri leikur um 3. sætið á HM. Þetta var ljóst eftir tap fyrir Ungverjalandi, 37-30, í undanúrslitum í Max Schmeling höllinni í Berlín í dag. Ungverjar hafa verið alltof iðnir við að kremja íslensk handboltahjörtu í gegnum tíðina og gerðu það enn og aftur í dag. Tapið var samt ólíkt mörgum sárum töpum gegn Ungverjalandi þar sem Ísland mætti einfaldlega ofjörlum sínum í dag. Íslenska liðið byrjaði leikinn illa og eftir átta mínútur var staðan 7-3, Ungverjalandi í vil. Eftir þetta var engin leið til baka fyrir Ísland. Ungverjaland hefur á að skipa frábæru liði sem er framúrskarandi í öllum þáttum leiksins. Ungverjar eru langlíklegastir til að standa uppi sem sigurvegari á HM. Þá breytir engu hvort Þjóðverjar eða Serbar verður andstæðingurinn í úrslitaleiknum á morgun. Tapliðið í þeim leik mætir Íslandi í bronsleiknum klukkan 13:30 á morgun. Þrátt fyrir tapið í dag, sem var það fyrsta hjá Íslendingum á mótinu, er enn til mikils að vinna fyrir íslenska liðið. Með sigri á morgun jafnar það besta árangur sinn á HM í þessum aldursflokki. Ungverjar byrjuðu leikinn í dag af miklum krafti, nýttu sér mistök Íslendinga til hins ítrasta og refsuðu grimmilega með beittum sóknarleik. Mestur varð munurinn í fyrri hálfleik átta mörk en staðan að honum loknum var fimm mörk, 19-14. Arnór Viðarsson kom með góða innkomu í íslensku sóknina sem lagaðist talsvert eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Varnarleikurinn var hins vegar hriplekur og markvarslan takmörkuð. Ljóst var að íslenska liðsins beið erfitt verkefni í seinni hálfleik og sú varð raunin. Ungverjaland skoraði fyrstu fimm af fyrstu sex mörkunum í seinni hálfleik og komst níu mörkum yfir, 24-15. Eftir þetta var aðeins spurning hversu stór sigur ungverska liðsins yrði. Þeir grænu náðu mest ellefu marka forystu en unnu á endanum sjö marka sigur. Símon Michael Guðjónsson, Andri Finnsson og Guðmundur Bragi Ástþórsson voru markahæstir í íslenska liðinu með fjögur mörk hver. Ísak Gústafsson, Jóhannes Berg Andrason, Arnór og Andri Már Rúnarsson skoruðu allir þrjú mörk. Sá síðastnefndi þurfti tíu skot til að skora mörkin þrjú. Einnig munaði miklu um að Þorsteinn Leó Gunnarsson, sem skoraði ellefu mörk í sigrinum á Portúgal í átta liða úrslitunum, var algjörlega vængstýfður og skoraði ekki mark. Dániel Sztraka og Miklós Karai voru markahæstir í liði Ungverja með fimm mörk hvor. Þá átti Krisztián Mikler afbragðs góðan leik í marki ungverska liðsins og varði sextán skot (36 prósent). Á meðan vörðu markverðir Íslands aðeins samtals sex skot. Íslenska liðið þarf að vera fljótt að hrista af sér vonbrigði dagsins því á morgun bíður leikur um 3. sætið á HM, annað hvort gegn Þýskalandi eða Serbíu. Íslendingar hafa átt stórgott mót en gætu gert það frábært með sigri á morgun.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik