Roy Jones sýndi gamalkunna takta 20. janúar 2008 07:45 Roy Jones leit vel út í bardaganum og átti það til að sýna kunnuglega gamla hrokaleikþætti Nordic Photos / Getty Images Bandaríski hnefaleikarinn Roy Jones Jr sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum í nótt þegar hann vann öruggan sigur á Felix Trinidad í bardaga tveggja af bestu hnefaleikamönnum heimsins á síðasta áratug. Portó Ríkó-maðurinn Trinidad var sprækari í byrjun og vann fyrstu tvær loturnar naumlega, en segja má að áhorfendur hafi ekki alveg vitað hverju þeir áttu að eiga von á í Madison Square Garden í nótt. Trinidad vann fyrstu 40 bardagana sína á ferlinum en hrundi niður í meðalmennsku eftir fyrsta tapið sitt fyrir nokkrum árum. Roy Jones, 39 ára, hafði tapað þremur af síðustu fimm bardögum sínum fyrir þennan og segja má að hann hafi aldrei náð sér á strik eftir að hafa skellt sér í þungaviktina og náð sér þar í einn af 9 heimsmeistaratitlum sínum. Það var hinsvegar ljóst eftir tvær fyrstu loturnar í nótt að Jones er kominn aftur í sinn rétta þyngdarflokk, léttþungavigtina, því hann minnti á tíðum á gamla góða Roy Jones Jr - mann sem var pund fyrir pund besti boxari heimsins á tíunda áratugnum. Trinidad sló Jones ítrekað fyrir neðan belti og beitti skrokkhöggum, en þau bitu illa á Jones sem fór varlega af stað í bardaganum en leitaði að þyngri höggum. Þau fóru brátt að skila sér og sló hann andstæðing sinn í gólfið bæði í sjöundu og tíundu lotu og eftir það var sigurinn öruggur. Ljóst er að dagar Trinidad eru að verða taldir í bransanum og ólíklegt verður að teljast að hann taki fleiri stóra bardaga. Hann var reyndar að fara upp um þyngdarflokk í þessum bardaga og hefði ekki barist í yfir 30 mánuði þegar hér var komið við sögu. Hvað hinn 39 ára gamla Jones varðar, er ekki ólíklegt að hann nýti sér hið nýja og góða form og skori á Walesverjann Joe Calzaghe næst. Box Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Sjá meira
Bandaríski hnefaleikarinn Roy Jones Jr sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum í nótt þegar hann vann öruggan sigur á Felix Trinidad í bardaga tveggja af bestu hnefaleikamönnum heimsins á síðasta áratug. Portó Ríkó-maðurinn Trinidad var sprækari í byrjun og vann fyrstu tvær loturnar naumlega, en segja má að áhorfendur hafi ekki alveg vitað hverju þeir áttu að eiga von á í Madison Square Garden í nótt. Trinidad vann fyrstu 40 bardagana sína á ferlinum en hrundi niður í meðalmennsku eftir fyrsta tapið sitt fyrir nokkrum árum. Roy Jones, 39 ára, hafði tapað þremur af síðustu fimm bardögum sínum fyrir þennan og segja má að hann hafi aldrei náð sér á strik eftir að hafa skellt sér í þungaviktina og náð sér þar í einn af 9 heimsmeistaratitlum sínum. Það var hinsvegar ljóst eftir tvær fyrstu loturnar í nótt að Jones er kominn aftur í sinn rétta þyngdarflokk, léttþungavigtina, því hann minnti á tíðum á gamla góða Roy Jones Jr - mann sem var pund fyrir pund besti boxari heimsins á tíunda áratugnum. Trinidad sló Jones ítrekað fyrir neðan belti og beitti skrokkhöggum, en þau bitu illa á Jones sem fór varlega af stað í bardaganum en leitaði að þyngri höggum. Þau fóru brátt að skila sér og sló hann andstæðing sinn í gólfið bæði í sjöundu og tíundu lotu og eftir það var sigurinn öruggur. Ljóst er að dagar Trinidad eru að verða taldir í bransanum og ólíklegt verður að teljast að hann taki fleiri stóra bardaga. Hann var reyndar að fara upp um þyngdarflokk í þessum bardaga og hefði ekki barist í yfir 30 mánuði þegar hér var komið við sögu. Hvað hinn 39 ára gamla Jones varðar, er ekki ólíklegt að hann nýti sér hið nýja og góða form og skori á Walesverjann Joe Calzaghe næst.
Box Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik