Sögustundin: Ísland - Tyrkland Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. september 2014 15:45 Ásgeir Sigurvinsson lék nokkrum sinnum gegn Tyrkjum. Vísir/Þorvaldur Ísland og Tyrkland mætast í áttunda sinn á knattspyrnuvellinum í kvöld í undankeppni EM 2016. Óhætt er að segja að Íslendingum hafi gengið vel gegn Tyrkjum í gegnum tíðina, en Ísland hefur unnið fjóra af sjö leikjum liðanna, gert tvö jafntefli og aðeins tapað einum leik. Í tilefni leiksins í kvöld rifjaði Vísir upp fyrri viðureignir liðanna. Ísland og Tyrkland áttust fyrst við í A-landsleik 24. september 1980, í undankeppni HM 1982. Leikið var á İzmir Atatürk Stadyumu í İzmir, þriðju fjölmennustu borg Tyrklands, og höfðu Íslendingar betur með þremur mörkum gegn einu. Þetta var fyrsti útisigur Íslands í undankeppni HM og jafnframt stærsti útisigur landsliðsins á þeim tíma. Íslenska liðið tók forystuna í hitanum í İzmir með marki Janusar Guðlaugssonar á 12. mínútu. Ísland tvöfaldaði forystuna á 60. mínútu þegar Albert Guðmundsson (ekki Alþingsmaður) skoraði með góðu skoti eftir hornspyrnu Ásgeirs Sigurvinssonar. Tólf mínútum síðar fengu Tyrki vítaspyrnu og úr henni skoraði Fatih Terim, núverandi landsliðsþjálfari Tyrklands. Þetta var aðeins annað af tveimur landsliðsmörkum Terims sem lék 51 landsleik á árunum 1975-1985. Íslenska liðið hélt hins vegar haus og á 82. mínútu gulltryggði Teitur Þórðarson sigur Íslands þegar hann skoraði eftir að boltinn hafði hrokkið til hans eftir aukaspyrnu Ásgeirs.Fatih Terim skoraði í fyrstu viðureign Íslands og Tyrklands.Vísir/AntonÍsland vann einnig seinni leik liðanna í undankeppni HM 1982. Leikið var á Laugardalsvelli 9. september 1981 og hafði Ísland betur með tveimur mörkum gegn engu. Öfugt við leikinn í Tyrklandi var napurt á Laugardalsvellinum þetta haustkvöld, eða eins og sagði umfjöllun Morgunblaðsins: „Veður til að leika knattspyrnu var slæmt, mikill kuldi og sterkur vindur.“ Það hafði þó lítil áhrif á íslenska liðið sem náði forystunni á 20. mínútu þegar Lárus Guðmundsson, leikmaður Víkings, skoraði eftir sendingu Péturs Ormslevs. Þetta var þriðja mark Lárusar í fjórum landsleikjum.Atli Eðvaldsson skoraði svo seinna mark Íslands á 66. mínútu með skalla eftir innkast Péturs og skalla Sigurðar Lárussonar. Þessir tveir sigrar á Tyrkjum voru einu sigrar íslenska liðsins í undankeppni HM 1982. Ísland endaði í 4. sæti riðilsins með sex stig í átta leikjum. Tyrkir vermdu 5. og síðasta sætið með ekkert stig. Markið sem Terim skoraði gegn Íslandi var eina mark Tyrklands í þessari undankeppni.Úr umfjöllun Morgunblaðsins um leikinn.Morgunblaðið/RAXÍsland og Tyrkland mættust næst í undankeppni HM 1990. Leiknum í Tyrklandi 12. október 1988 lyktaði með 1-1 jafntefli. Leikið var á Ali Sami Yen vellinum í Istanbúl.Guðmundur Torfason kom Íslandi yfir á 62. mínútu eftir sendingu frá Ólafi Þórðarsyni, en undir lok fyrri hálfleiks hafði Friðrik Friðriksson, markvörður Íslands, varið vítaspyrnu Tanju Colak. Ünal Karaman jafnaði svo metin á 73. mínútu og þar við sat. Íslendingar báru Tyrkjum ekki vel söguna, en í viðtali við Víði Sigurðsson, blaðamann DV, sagði Atli Eðvaldsson m.a. að Tyrkirnir hefðu dregið norska fánann en ekki þann íslenska að húni fyrir leikinn. Viðtalið við Atla má sjá á myndinni hér að neðan.Íslendingar voru ekki sáttir með Tyrki í leiknum 1988.Skjáskot úr DVÍslendingar unnu leikinn á Laugardalsvelli 20. september 1989 með tveimur mörkum gegn einu, en þetta var fyrsti leikur Íslands undir stjórn Guðna Kjartanssonar sem tók við liðinu af Sigfried Held sem samþykkti tilboð tyrkneska stórliðsins Galatasary um sumarið.Pétur Pétursson sneri aftur í landsliðið fyrir leikinn, en hann hafði ekki spilað landsleik síðan 9. september 1987. Og Pétur sneri aftur með stæl. Hann skoraði fyrra mark Íslands á 56. mínútu eftir sendingu frá Ásgeiri Sigurvinssyni og það síðara á 72. mínútu eftir sendingu Þorvaldar Örlygssonar.Feyyaz Uçar minnkaði muninn fimm mínútum fyrir leikslok en það dugði ekki til. Ísland hafnaði í neðsta sæti riðilsins með sex stig, en sigurinn á Tyrkjum var eini sigur Íslands í þessari undankeppni.Arnór Guðjohnsen var óstöðvandi gegn Tyrkjum 1991.Vísir/StefánLiðin mættust næst í vináttulandsleik 17. júlí 1991 á Laugardalsvellinum og það er óhætt að segja að Arnór Guðjohnsen hafi verið í aðalhlutverki, en hann skoraði fjögur af fimm mörkum Íslands og þrjú þeirra með skalla.Sigurður Grétarsson opnaði markareikninginn eftir aðeins 68 sekúndur, en Unal jafnaði metin á 14. mínútu. En þá var komið að Arnóri. Hann kom Íslandi aftur yfir á 26. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Ólafs Þórðarsonar og á 40. mínútu skoraði hann annað mark sitt og þriðja mark Íslands með flugskalla eftir aukaspyrnu Steinars Guðgeirssonar. Arnór fullkomnaði svo þrennuna á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar hann skoraði enn og aftur með skalla eftir fyrirgjöf Ólafs. Arnór skoraði svo sitt fjórða mark á 64. mínútu eftir sendingu Ríkharðs Daðasonar.Hakan Sükür fór illa með Íslendinga í 5-0 sigri Tyrkja 1994.Vísir/GettyTyrkir hefndu hins vegar heldur betur fyrir ófarirnar 1991 með 5-0 sigri á Íslandi 12. október 1994 í undankeppni EM 1996. Leikið var á Ali Sami Yen vellinum í Istanbúl og höfðu Tyrkir, sem voru þá (líkt og nú) undir stjórn Fatihs Terim, mikla yfirburði. Staðan var 3-0 eftir hálftíma eftir tvö mörk frá Saffet Sancali og eitt frá Hakan Sükür, markahæsta leikmanni í sögu tyrkneska landsliðsins. Sükür og Sergen Yalcin fullkomnuðu svo sigurinn með tveimur mörkum á fjögurra mínútna kafla í seinni hálfleik.Eyjólfur Sverrisson fékk besta færi Íslands seint í leiknum, en skaut beint á Engin Ipekoglu, markvörð Tyrkja. Íslenska liðið spilaði öllu betri varnarleik í seinni leiknum á Laugardalsvelli sem lyktaði með markalausu jafntefli. Einungis rúmlega 2000 áhorfendur voru á leiknum. Ísland endaði í neðsta sæti riðilsins með aðeins fimm stig, en Tyrkir lentu í öðru sæti með 15 stig og komust þ.a.l. á EM í fyrsta sinn. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Emre: Þurfum að vera einbeittir allan leikinn Emre Belözoğlu, miðjumaður tyrkneska landsliðsins, á von á erfiðum leik á morgun og að leikmenn Tyrklands megi ekki vanmeta íslenska liðið. 8. september 2014 18:30 Lars: Tyrkir eru næstbestir í riðlinum Landsliðsþjálfarinn telur Ísland, Tyrkland og Tékkland frekar jöfn að getu. 5. september 2014 13:03 Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35 Lars: Þetta snýst allt um smáatriðin Landsliðsþjálfaranum líst vel á undirbúninginn fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM 2016. 7. september 2014 12:57 Jóhann Berg tæpur fyrir leikinn gegn Tyrkjum Landsliðsmaðurinn meiddist í nára og æfði ekki með strákunum í dag. 7. september 2014 12:37 Ragnar: Líta allir rosalega stórt á sig Ragnar Sigurðsson segir velgengni í síðustu keppni ekki hafa neitt að segja í samkeppni um stöður. 8. september 2014 00:01 Heimir: Hef fulla trú á því að við vinnum leikinn Ísland hefur leik gegn Tyrklandi í undankeppni EM 2016 í kvöld. Mótherjinn er sterkur, en tyrkneska liðinu hefur gengið vel að undanförnu. Þjálfarar íslenska liðsins hafa nýtt langan undirbúningstíma til að æfa nýtt leikkerfi. 9. september 2014 06:30 Þjálfari Tyrklands: Mikil pressa á okkur Fatih Terim, þjálfari tyrkneska landsliðsins, á von á gríðarlega erfiðum leik í kvöld Terim segist muna eftir því að leika hérna sem leikmaður. 9. september 2014 06:00 Rúmlega 8000 miðar seldir á landsleikinn Tæplega 2000 miðar eftir á stórleikinn gegn Tyrklandi á morgun. 8. september 2014 12:30 Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. 5. september 2014 12:54 "Kári Árna er mesta þjálfarasleikjan“ Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson voru í léttu spjalli í Harmageddon þar sem þeir ræddu stemminguna í landsliðshópnum, lífið í Rússlandi og tónlistarsmekk liðsfélaga síns. 8. september 2014 12:45 Lagerbäck: Enn spurningarmerki með Jóhann Óvíst er hvort kantmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson verði með íslenska landsliðinu gegn því tyrkneska á Laugardalsvellinum á morgun. 8. september 2014 11:53 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Tyrkir teknir í kennslustund Strákarnir okkar fóru á kostum er þeiri skelltu Tyrkjum 3-0 í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2016 á Laugardalsvelli. 9. september 2014 14:10 Var staðráðinn í að vinna mig aftur inn í liðið Aron Einar vann aftur sætið sitt í byrjunarliði Cardiff á dögunum og hann segist vera sáttur á meðan hann fær að spila. 6. september 2014 07:00 Meiðsli í tyrkneska hópnum Miðvörðurinn Semih Kaya og miðjumaðurinn Oğuzhan Özyakup hafa dregið sig úr tyrkneska landsliðshópnum vegna meiðsla, en Tyrkland mætir Íslandi á þriðjudag. 7. september 2014 12:28 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Ísland og Tyrkland mætast í áttunda sinn á knattspyrnuvellinum í kvöld í undankeppni EM 2016. Óhætt er að segja að Íslendingum hafi gengið vel gegn Tyrkjum í gegnum tíðina, en Ísland hefur unnið fjóra af sjö leikjum liðanna, gert tvö jafntefli og aðeins tapað einum leik. Í tilefni leiksins í kvöld rifjaði Vísir upp fyrri viðureignir liðanna. Ísland og Tyrkland áttust fyrst við í A-landsleik 24. september 1980, í undankeppni HM 1982. Leikið var á İzmir Atatürk Stadyumu í İzmir, þriðju fjölmennustu borg Tyrklands, og höfðu Íslendingar betur með þremur mörkum gegn einu. Þetta var fyrsti útisigur Íslands í undankeppni HM og jafnframt stærsti útisigur landsliðsins á þeim tíma. Íslenska liðið tók forystuna í hitanum í İzmir með marki Janusar Guðlaugssonar á 12. mínútu. Ísland tvöfaldaði forystuna á 60. mínútu þegar Albert Guðmundsson (ekki Alþingsmaður) skoraði með góðu skoti eftir hornspyrnu Ásgeirs Sigurvinssonar. Tólf mínútum síðar fengu Tyrki vítaspyrnu og úr henni skoraði Fatih Terim, núverandi landsliðsþjálfari Tyrklands. Þetta var aðeins annað af tveimur landsliðsmörkum Terims sem lék 51 landsleik á árunum 1975-1985. Íslenska liðið hélt hins vegar haus og á 82. mínútu gulltryggði Teitur Þórðarson sigur Íslands þegar hann skoraði eftir að boltinn hafði hrokkið til hans eftir aukaspyrnu Ásgeirs.Fatih Terim skoraði í fyrstu viðureign Íslands og Tyrklands.Vísir/AntonÍsland vann einnig seinni leik liðanna í undankeppni HM 1982. Leikið var á Laugardalsvelli 9. september 1981 og hafði Ísland betur með tveimur mörkum gegn engu. Öfugt við leikinn í Tyrklandi var napurt á Laugardalsvellinum þetta haustkvöld, eða eins og sagði umfjöllun Morgunblaðsins: „Veður til að leika knattspyrnu var slæmt, mikill kuldi og sterkur vindur.“ Það hafði þó lítil áhrif á íslenska liðið sem náði forystunni á 20. mínútu þegar Lárus Guðmundsson, leikmaður Víkings, skoraði eftir sendingu Péturs Ormslevs. Þetta var þriðja mark Lárusar í fjórum landsleikjum.Atli Eðvaldsson skoraði svo seinna mark Íslands á 66. mínútu með skalla eftir innkast Péturs og skalla Sigurðar Lárussonar. Þessir tveir sigrar á Tyrkjum voru einu sigrar íslenska liðsins í undankeppni HM 1982. Ísland endaði í 4. sæti riðilsins með sex stig í átta leikjum. Tyrkir vermdu 5. og síðasta sætið með ekkert stig. Markið sem Terim skoraði gegn Íslandi var eina mark Tyrklands í þessari undankeppni.Úr umfjöllun Morgunblaðsins um leikinn.Morgunblaðið/RAXÍsland og Tyrkland mættust næst í undankeppni HM 1990. Leiknum í Tyrklandi 12. október 1988 lyktaði með 1-1 jafntefli. Leikið var á Ali Sami Yen vellinum í Istanbúl.Guðmundur Torfason kom Íslandi yfir á 62. mínútu eftir sendingu frá Ólafi Þórðarsyni, en undir lok fyrri hálfleiks hafði Friðrik Friðriksson, markvörður Íslands, varið vítaspyrnu Tanju Colak. Ünal Karaman jafnaði svo metin á 73. mínútu og þar við sat. Íslendingar báru Tyrkjum ekki vel söguna, en í viðtali við Víði Sigurðsson, blaðamann DV, sagði Atli Eðvaldsson m.a. að Tyrkirnir hefðu dregið norska fánann en ekki þann íslenska að húni fyrir leikinn. Viðtalið við Atla má sjá á myndinni hér að neðan.Íslendingar voru ekki sáttir með Tyrki í leiknum 1988.Skjáskot úr DVÍslendingar unnu leikinn á Laugardalsvelli 20. september 1989 með tveimur mörkum gegn einu, en þetta var fyrsti leikur Íslands undir stjórn Guðna Kjartanssonar sem tók við liðinu af Sigfried Held sem samþykkti tilboð tyrkneska stórliðsins Galatasary um sumarið.Pétur Pétursson sneri aftur í landsliðið fyrir leikinn, en hann hafði ekki spilað landsleik síðan 9. september 1987. Og Pétur sneri aftur með stæl. Hann skoraði fyrra mark Íslands á 56. mínútu eftir sendingu frá Ásgeiri Sigurvinssyni og það síðara á 72. mínútu eftir sendingu Þorvaldar Örlygssonar.Feyyaz Uçar minnkaði muninn fimm mínútum fyrir leikslok en það dugði ekki til. Ísland hafnaði í neðsta sæti riðilsins með sex stig, en sigurinn á Tyrkjum var eini sigur Íslands í þessari undankeppni.Arnór Guðjohnsen var óstöðvandi gegn Tyrkjum 1991.Vísir/StefánLiðin mættust næst í vináttulandsleik 17. júlí 1991 á Laugardalsvellinum og það er óhætt að segja að Arnór Guðjohnsen hafi verið í aðalhlutverki, en hann skoraði fjögur af fimm mörkum Íslands og þrjú þeirra með skalla.Sigurður Grétarsson opnaði markareikninginn eftir aðeins 68 sekúndur, en Unal jafnaði metin á 14. mínútu. En þá var komið að Arnóri. Hann kom Íslandi aftur yfir á 26. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Ólafs Þórðarsonar og á 40. mínútu skoraði hann annað mark sitt og þriðja mark Íslands með flugskalla eftir aukaspyrnu Steinars Guðgeirssonar. Arnór fullkomnaði svo þrennuna á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar hann skoraði enn og aftur með skalla eftir fyrirgjöf Ólafs. Arnór skoraði svo sitt fjórða mark á 64. mínútu eftir sendingu Ríkharðs Daðasonar.Hakan Sükür fór illa með Íslendinga í 5-0 sigri Tyrkja 1994.Vísir/GettyTyrkir hefndu hins vegar heldur betur fyrir ófarirnar 1991 með 5-0 sigri á Íslandi 12. október 1994 í undankeppni EM 1996. Leikið var á Ali Sami Yen vellinum í Istanbúl og höfðu Tyrkir, sem voru þá (líkt og nú) undir stjórn Fatihs Terim, mikla yfirburði. Staðan var 3-0 eftir hálftíma eftir tvö mörk frá Saffet Sancali og eitt frá Hakan Sükür, markahæsta leikmanni í sögu tyrkneska landsliðsins. Sükür og Sergen Yalcin fullkomnuðu svo sigurinn með tveimur mörkum á fjögurra mínútna kafla í seinni hálfleik.Eyjólfur Sverrisson fékk besta færi Íslands seint í leiknum, en skaut beint á Engin Ipekoglu, markvörð Tyrkja. Íslenska liðið spilaði öllu betri varnarleik í seinni leiknum á Laugardalsvelli sem lyktaði með markalausu jafntefli. Einungis rúmlega 2000 áhorfendur voru á leiknum. Ísland endaði í neðsta sæti riðilsins með aðeins fimm stig, en Tyrkir lentu í öðru sæti með 15 stig og komust þ.a.l. á EM í fyrsta sinn.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Emre: Þurfum að vera einbeittir allan leikinn Emre Belözoğlu, miðjumaður tyrkneska landsliðsins, á von á erfiðum leik á morgun og að leikmenn Tyrklands megi ekki vanmeta íslenska liðið. 8. september 2014 18:30 Lars: Tyrkir eru næstbestir í riðlinum Landsliðsþjálfarinn telur Ísland, Tyrkland og Tékkland frekar jöfn að getu. 5. september 2014 13:03 Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35 Lars: Þetta snýst allt um smáatriðin Landsliðsþjálfaranum líst vel á undirbúninginn fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM 2016. 7. september 2014 12:57 Jóhann Berg tæpur fyrir leikinn gegn Tyrkjum Landsliðsmaðurinn meiddist í nára og æfði ekki með strákunum í dag. 7. september 2014 12:37 Ragnar: Líta allir rosalega stórt á sig Ragnar Sigurðsson segir velgengni í síðustu keppni ekki hafa neitt að segja í samkeppni um stöður. 8. september 2014 00:01 Heimir: Hef fulla trú á því að við vinnum leikinn Ísland hefur leik gegn Tyrklandi í undankeppni EM 2016 í kvöld. Mótherjinn er sterkur, en tyrkneska liðinu hefur gengið vel að undanförnu. Þjálfarar íslenska liðsins hafa nýtt langan undirbúningstíma til að æfa nýtt leikkerfi. 9. september 2014 06:30 Þjálfari Tyrklands: Mikil pressa á okkur Fatih Terim, þjálfari tyrkneska landsliðsins, á von á gríðarlega erfiðum leik í kvöld Terim segist muna eftir því að leika hérna sem leikmaður. 9. september 2014 06:00 Rúmlega 8000 miðar seldir á landsleikinn Tæplega 2000 miðar eftir á stórleikinn gegn Tyrklandi á morgun. 8. september 2014 12:30 Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. 5. september 2014 12:54 "Kári Árna er mesta þjálfarasleikjan“ Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson voru í léttu spjalli í Harmageddon þar sem þeir ræddu stemminguna í landsliðshópnum, lífið í Rússlandi og tónlistarsmekk liðsfélaga síns. 8. september 2014 12:45 Lagerbäck: Enn spurningarmerki með Jóhann Óvíst er hvort kantmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson verði með íslenska landsliðinu gegn því tyrkneska á Laugardalsvellinum á morgun. 8. september 2014 11:53 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Tyrkir teknir í kennslustund Strákarnir okkar fóru á kostum er þeiri skelltu Tyrkjum 3-0 í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2016 á Laugardalsvelli. 9. september 2014 14:10 Var staðráðinn í að vinna mig aftur inn í liðið Aron Einar vann aftur sætið sitt í byrjunarliði Cardiff á dögunum og hann segist vera sáttur á meðan hann fær að spila. 6. september 2014 07:00 Meiðsli í tyrkneska hópnum Miðvörðurinn Semih Kaya og miðjumaðurinn Oğuzhan Özyakup hafa dregið sig úr tyrkneska landsliðshópnum vegna meiðsla, en Tyrkland mætir Íslandi á þriðjudag. 7. september 2014 12:28 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Emre: Þurfum að vera einbeittir allan leikinn Emre Belözoğlu, miðjumaður tyrkneska landsliðsins, á von á erfiðum leik á morgun og að leikmenn Tyrklands megi ekki vanmeta íslenska liðið. 8. september 2014 18:30
Lars: Tyrkir eru næstbestir í riðlinum Landsliðsþjálfarinn telur Ísland, Tyrkland og Tékkland frekar jöfn að getu. 5. september 2014 13:03
Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35
Lars: Þetta snýst allt um smáatriðin Landsliðsþjálfaranum líst vel á undirbúninginn fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM 2016. 7. september 2014 12:57
Jóhann Berg tæpur fyrir leikinn gegn Tyrkjum Landsliðsmaðurinn meiddist í nára og æfði ekki með strákunum í dag. 7. september 2014 12:37
Ragnar: Líta allir rosalega stórt á sig Ragnar Sigurðsson segir velgengni í síðustu keppni ekki hafa neitt að segja í samkeppni um stöður. 8. september 2014 00:01
Heimir: Hef fulla trú á því að við vinnum leikinn Ísland hefur leik gegn Tyrklandi í undankeppni EM 2016 í kvöld. Mótherjinn er sterkur, en tyrkneska liðinu hefur gengið vel að undanförnu. Þjálfarar íslenska liðsins hafa nýtt langan undirbúningstíma til að æfa nýtt leikkerfi. 9. september 2014 06:30
Þjálfari Tyrklands: Mikil pressa á okkur Fatih Terim, þjálfari tyrkneska landsliðsins, á von á gríðarlega erfiðum leik í kvöld Terim segist muna eftir því að leika hérna sem leikmaður. 9. september 2014 06:00
Rúmlega 8000 miðar seldir á landsleikinn Tæplega 2000 miðar eftir á stórleikinn gegn Tyrklandi á morgun. 8. september 2014 12:30
Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. 5. september 2014 12:54
"Kári Árna er mesta þjálfarasleikjan“ Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson voru í léttu spjalli í Harmageddon þar sem þeir ræddu stemminguna í landsliðshópnum, lífið í Rússlandi og tónlistarsmekk liðsfélaga síns. 8. september 2014 12:45
Lagerbäck: Enn spurningarmerki með Jóhann Óvíst er hvort kantmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson verði með íslenska landsliðinu gegn því tyrkneska á Laugardalsvellinum á morgun. 8. september 2014 11:53
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Tyrkir teknir í kennslustund Strákarnir okkar fóru á kostum er þeiri skelltu Tyrkjum 3-0 í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2016 á Laugardalsvelli. 9. september 2014 14:10
Var staðráðinn í að vinna mig aftur inn í liðið Aron Einar vann aftur sætið sitt í byrjunarliði Cardiff á dögunum og hann segist vera sáttur á meðan hann fær að spila. 6. september 2014 07:00
Meiðsli í tyrkneska hópnum Miðvörðurinn Semih Kaya og miðjumaðurinn Oğuzhan Özyakup hafa dregið sig úr tyrkneska landsliðshópnum vegna meiðsla, en Tyrkland mætir Íslandi á þriðjudag. 7. september 2014 12:28
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti