Fyrrum þjálfari Kolbeins: „Aldrei séð barn á hans aldri með sömu hæfileika“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júlí 2016 12:00 Yahoo heimsótti Þránd Sigurðsson í Víkinga en hann þjálfaði barnastjörnuna Kolbein Sigþórsson. vísir/afp Áhugi erlendra fjölmiðla á íslenska fótboltaundrinu minnkar ekkert við gott gengi strákanna okkar í Frakklandi. Fjallað er um grasrótina í íslenska boltanum í grein á vefsíðu Yahoo. Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska liðsins, er sagður gott dæmi um uppeldisstarf hjá íslenskum fótboltaliðum þar sem vel menntaðir þjálfarar sinna sínum störfum við góðar aðstæður. Þarna er kannski aðeins fært í stílinn með Kolbein sem var orðinn tólf ára gamall þegar fyrsta knattspyrnuhöllin reis á Íslandi en vissulega var vel séð um þennan hæfileikaríka strák sem var algjör barnastjarna á yngri árum í Víkingi. „Hann var stór og fljótur. Hann sá alltaf markið og elskaði að skora. Ég hef aldrei séð barn á hans aldri með sömu hæfileika,“ segir Þrándur Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Víkings sem hefur þjálfað börn og unglinga hjá Reykjavíkurfélaginu í áratugi. Bjarki Már Sverrisson, þjálfari hjá Aftureldingu, er einn þeirra þjálfara sem stuðla að því að skila góðum leikmönnum upp úr yngri flokka starfinu heima, að því segir í grein Yahoo. „Íslenska knattspyrnusambandið hefur staðið sig frábærlega í að mennta þjálfara. Krakkar frá sex ára aldri og upp úr fá menntaða þjálfara,“ segir hann. Fyrir mörgum árum kynntist Bjarki Már markverði einum í Mosfellsbænum sem heitir Hannes Þór Halldórsson. Breiðhyltingurinn hefur náð langt á síðasta áratug með mikinn vilja að vopni og er nú einn besti markvörður Evrópumótsins. „Ég sá hvað hann gat á þeim tíma og hann hefur lagt mikið á sig síðan þá,“ segir Bjarki Már Sverrisson. En getur þetta haldið áfram? Getur íslenska landsliðið haldið áfram að fella risa og standa sig á stórmótum? Það vill Þrándur Sigurðsson meina. „U21 árs liðið okkar er virkilega sterkt þannig ég er fullviss um að þeir muni standa sig í framtíðinni. Strákarnir sem eru á leiðinni eru jafnsterkir og þeir sem eru í landsliðinu núna,“ segir Þrándur.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Deschamps: Enginn tilgangur að hafa sérstakar vítaspyrnuæfingar „Það er ekki hægt að líkja því við að taka víti í afslöppuðu andrúmslofti á æfingum og svo í leikjum.“ 2. júlí 2016 09:37 Hugo Lloris um Gylfa: Góður strákur og frábær leikmaður Markvörður og fyrirliði franska landsliðsins spilaði með Gylfa Þór Sigurðssyni hjá Tottenham í tvö ár. 2. júlí 2016 09:52 Deschamps man mjög vel eftir söng Jóhanns Friðgeirs "Það var sá sem söng franska þjóðsönginn sem var aðeins öðruvísi en við reiknuðum með.“ 2. júlí 2016 09:25 EM í dag: Níu á hættusvæði og Bolungarvík komin á kortið Strákarnir eru mættir á Stade de France í París. 2. júlí 2016 10:00 „Engin tilviljun að Ísland er komið svona langt“ Þjálfari og fyrirliði franska landsliðsins töluðu af mikilli virðingu um strákana okkar á blaðamannafundi í morgun. 2. júlí 2016 10:30 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Áhugi erlendra fjölmiðla á íslenska fótboltaundrinu minnkar ekkert við gott gengi strákanna okkar í Frakklandi. Fjallað er um grasrótina í íslenska boltanum í grein á vefsíðu Yahoo. Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska liðsins, er sagður gott dæmi um uppeldisstarf hjá íslenskum fótboltaliðum þar sem vel menntaðir þjálfarar sinna sínum störfum við góðar aðstæður. Þarna er kannski aðeins fært í stílinn með Kolbein sem var orðinn tólf ára gamall þegar fyrsta knattspyrnuhöllin reis á Íslandi en vissulega var vel séð um þennan hæfileikaríka strák sem var algjör barnastjarna á yngri árum í Víkingi. „Hann var stór og fljótur. Hann sá alltaf markið og elskaði að skora. Ég hef aldrei séð barn á hans aldri með sömu hæfileika,“ segir Þrándur Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Víkings sem hefur þjálfað börn og unglinga hjá Reykjavíkurfélaginu í áratugi. Bjarki Már Sverrisson, þjálfari hjá Aftureldingu, er einn þeirra þjálfara sem stuðla að því að skila góðum leikmönnum upp úr yngri flokka starfinu heima, að því segir í grein Yahoo. „Íslenska knattspyrnusambandið hefur staðið sig frábærlega í að mennta þjálfara. Krakkar frá sex ára aldri og upp úr fá menntaða þjálfara,“ segir hann. Fyrir mörgum árum kynntist Bjarki Már markverði einum í Mosfellsbænum sem heitir Hannes Þór Halldórsson. Breiðhyltingurinn hefur náð langt á síðasta áratug með mikinn vilja að vopni og er nú einn besti markvörður Evrópumótsins. „Ég sá hvað hann gat á þeim tíma og hann hefur lagt mikið á sig síðan þá,“ segir Bjarki Már Sverrisson. En getur þetta haldið áfram? Getur íslenska landsliðið haldið áfram að fella risa og standa sig á stórmótum? Það vill Þrándur Sigurðsson meina. „U21 árs liðið okkar er virkilega sterkt þannig ég er fullviss um að þeir muni standa sig í framtíðinni. Strákarnir sem eru á leiðinni eru jafnsterkir og þeir sem eru í landsliðinu núna,“ segir Þrándur.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Deschamps: Enginn tilgangur að hafa sérstakar vítaspyrnuæfingar „Það er ekki hægt að líkja því við að taka víti í afslöppuðu andrúmslofti á æfingum og svo í leikjum.“ 2. júlí 2016 09:37 Hugo Lloris um Gylfa: Góður strákur og frábær leikmaður Markvörður og fyrirliði franska landsliðsins spilaði með Gylfa Þór Sigurðssyni hjá Tottenham í tvö ár. 2. júlí 2016 09:52 Deschamps man mjög vel eftir söng Jóhanns Friðgeirs "Það var sá sem söng franska þjóðsönginn sem var aðeins öðruvísi en við reiknuðum með.“ 2. júlí 2016 09:25 EM í dag: Níu á hættusvæði og Bolungarvík komin á kortið Strákarnir eru mættir á Stade de France í París. 2. júlí 2016 10:00 „Engin tilviljun að Ísland er komið svona langt“ Þjálfari og fyrirliði franska landsliðsins töluðu af mikilli virðingu um strákana okkar á blaðamannafundi í morgun. 2. júlí 2016 10:30 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Deschamps: Enginn tilgangur að hafa sérstakar vítaspyrnuæfingar „Það er ekki hægt að líkja því við að taka víti í afslöppuðu andrúmslofti á æfingum og svo í leikjum.“ 2. júlí 2016 09:37
Hugo Lloris um Gylfa: Góður strákur og frábær leikmaður Markvörður og fyrirliði franska landsliðsins spilaði með Gylfa Þór Sigurðssyni hjá Tottenham í tvö ár. 2. júlí 2016 09:52
Deschamps man mjög vel eftir söng Jóhanns Friðgeirs "Það var sá sem söng franska þjóðsönginn sem var aðeins öðruvísi en við reiknuðum með.“ 2. júlí 2016 09:25
EM í dag: Níu á hættusvæði og Bolungarvík komin á kortið Strákarnir eru mættir á Stade de France í París. 2. júlí 2016 10:00
„Engin tilviljun að Ísland er komið svona langt“ Þjálfari og fyrirliði franska landsliðsins töluðu af mikilli virðingu um strákana okkar á blaðamannafundi í morgun. 2. júlí 2016 10:30
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti