Sonni Ragnar kom Færeyingum á bragðið | Öll úrslit kvöldsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2016 20:45 Sonni Ragnar skoraði fyrra mark Færeyja í sigrinum á Lettum. vísir/andri marinó Níu leikir fóru fram í Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í kvöld. Hollendingar, Frakkar og Svíar eru allir með fjögur stig í A-riðli eftir sigra í kvöld. Frakkar, silfurliðið frá EM í sumar, lentu undir gegn Búlgörum á Stade de France þegar Mihail Aleksandrov skoraði úr vítaspyrnu á 6. mínútu. Markið sló Frakka ekki út af laginu og Kevin Gameiro, sem komst ekki í EM-hópinn, jafnaði metin á 23. mínútu. Þremur mínútum síðar kom Dimitri Payet heimamönnum yfir og Antonie Griezmann skoraði svo þriðja markið sjö mínútum fyrir hálfleik. Aðeins eitt mark var skorað í seinni hálfleik en það gerði Gameiro á 59. mínútu. Quincy Promes skoraði tvö mörk þegar Hollendingar lögðu Hvít-Rússa að velli, 4-1, í Rotterdam. Davy Klaassen og Vincent Janssen voru einnig á skotskónum fyrir Holland sem byrjar þessa undankeppni mun betur en þá síðustu. Aðeins eitt mark var skorað þegar Lúxemborg og Svíþjóð mættust á Stade Josy Barthel í Lúxemborg. Það gerði bakvörðurinn Mikael Lustig á 58. mínútu. Cristiano Ronaldo skoraði fernu þegar Portúgal rúllaði yfir Andorra á heimavelli í B-riðli. Lokatölur 6-0, Evrópumeisturunum í vil en þeir töpuðu fyrir Sviss í 1. umferðinni. Joao Cancelo og Andre Silva komust einnig á blað í portúgalska liðinu. Andorra, sem er án stiga í riðlinum, missti tvo leikmenn af velli með rautt spjald í leiknum í kvöld. Sonni Ragnar Nattested, leikmaður FH, skoraði fyrra mark Færeyja í óvæntum 0-2 sigri á Lettlandi í Ríga. Sonni Ragnar, sem lék sem lánsmaður með Fylki seinni hluta sumars, kom Færeyingum yfir á 19. mínútu og Joan Simun Edmundsson bætti öðru marki við 20 mínútum fyrir leikslok. Gunnar Nielsen, markvörður Íslandsmeistara FH, stóð í marki Færeyja í kvöld og hélt hreinu líkt og í 1. umferðinni gegn Ungverjum. Færeyingar eru í 2. sæti B-riðils með fjögur stig, tveimur stigum á eftir Svisslendingum sem unnu dramatískan sigur á Ungverjum í Búdapest. Sviss komst þrisvar yfir í leiknum en Adam Szalai jafnaði í tvígang. Varamaðurinn Valentin Stocker skoraði sigurmark gestanna á lokamínútu leiksins. Belgar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir skelltu Bosníu, 4-0, í H-riðli. Belgía hefur unnið báða leiki sína í riðlinum líkt og Grikkland sem vann 2-0 sigur á Kýpur í nágrannaslag. Eden Hazard, Toby Alderweireld og Romelu Lukaku skoruðu mörk Belga auk þess sem Emir Spahic, fyrirliði Bosníu, gerði sjálfsmark. Í sama riðli vann Eistland 4-0 sigur á Gíbraltar. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Fleiri fréttir Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Sjá meira
Níu leikir fóru fram í Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í kvöld. Hollendingar, Frakkar og Svíar eru allir með fjögur stig í A-riðli eftir sigra í kvöld. Frakkar, silfurliðið frá EM í sumar, lentu undir gegn Búlgörum á Stade de France þegar Mihail Aleksandrov skoraði úr vítaspyrnu á 6. mínútu. Markið sló Frakka ekki út af laginu og Kevin Gameiro, sem komst ekki í EM-hópinn, jafnaði metin á 23. mínútu. Þremur mínútum síðar kom Dimitri Payet heimamönnum yfir og Antonie Griezmann skoraði svo þriðja markið sjö mínútum fyrir hálfleik. Aðeins eitt mark var skorað í seinni hálfleik en það gerði Gameiro á 59. mínútu. Quincy Promes skoraði tvö mörk þegar Hollendingar lögðu Hvít-Rússa að velli, 4-1, í Rotterdam. Davy Klaassen og Vincent Janssen voru einnig á skotskónum fyrir Holland sem byrjar þessa undankeppni mun betur en þá síðustu. Aðeins eitt mark var skorað þegar Lúxemborg og Svíþjóð mættust á Stade Josy Barthel í Lúxemborg. Það gerði bakvörðurinn Mikael Lustig á 58. mínútu. Cristiano Ronaldo skoraði fernu þegar Portúgal rúllaði yfir Andorra á heimavelli í B-riðli. Lokatölur 6-0, Evrópumeisturunum í vil en þeir töpuðu fyrir Sviss í 1. umferðinni. Joao Cancelo og Andre Silva komust einnig á blað í portúgalska liðinu. Andorra, sem er án stiga í riðlinum, missti tvo leikmenn af velli með rautt spjald í leiknum í kvöld. Sonni Ragnar Nattested, leikmaður FH, skoraði fyrra mark Færeyja í óvæntum 0-2 sigri á Lettlandi í Ríga. Sonni Ragnar, sem lék sem lánsmaður með Fylki seinni hluta sumars, kom Færeyingum yfir á 19. mínútu og Joan Simun Edmundsson bætti öðru marki við 20 mínútum fyrir leikslok. Gunnar Nielsen, markvörður Íslandsmeistara FH, stóð í marki Færeyja í kvöld og hélt hreinu líkt og í 1. umferðinni gegn Ungverjum. Færeyingar eru í 2. sæti B-riðils með fjögur stig, tveimur stigum á eftir Svisslendingum sem unnu dramatískan sigur á Ungverjum í Búdapest. Sviss komst þrisvar yfir í leiknum en Adam Szalai jafnaði í tvígang. Varamaðurinn Valentin Stocker skoraði sigurmark gestanna á lokamínútu leiksins. Belgar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir skelltu Bosníu, 4-0, í H-riðli. Belgía hefur unnið báða leiki sína í riðlinum líkt og Grikkland sem vann 2-0 sigur á Kýpur í nágrannaslag. Eden Hazard, Toby Alderweireld og Romelu Lukaku skoruðu mörk Belga auk þess sem Emir Spahic, fyrirliði Bosníu, gerði sjálfsmark. Í sama riðli vann Eistland 4-0 sigur á Gíbraltar.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Fleiri fréttir Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Sjá meira