Króatar þurftu vítaspyrnukeppni til að slá út heimamenn og mæta Englandi Anton Ingi Leifsson skrifar 7. júlí 2018 20:45 Króatar fagna í leikslok. Vísir/Getty Króatía er komið í undanúrslit á HM í Rússlandi eftir sigur á heimamönnum í vítaspyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1 og eftir framlenginguna var staðan 2-2. Úrslitin réðust því í vítaspyrnukeppni þar sem Rússarnir klúðruðu tveimur vítum en Króatar einu. Króatar mæta því Englandi í undanúrslitunum á miðvikudaginn en Króatar komnir í undanúrslitin í fyrsta sinn siðan 1998. Fyrri hálfleikurinn fór ekki fjörlega af stað. Bæði lið vildu ekki taka miklar áhættur en Rússarnir reyndu þó að koma Króötunum aðeins á óvart og pressuðu þá nokkuð hátt á vellinum. Heimamenn uppskáru svo mark á 31. mínútu og það var af dýrari gerðinni. Denis Cheryshev gaf á Artem Dzyuba, fékk boltann aftur og þrumaði boltanum að marki Króata sem endaði með að boltinn söng í netinu. Óverjandi. Þetta sló ekki Króata meira út af laginu en það að sjö mínútum síðar voru þeir búnir að jafna. Mario Mandzukic fékk nægan tíma til að athafna sig í teig Rússa, kom boltanum á kollinn á Andrej Kramaric sem skallaði boltann í netið.Baráttan var hörð í leiknum í kvöld og það var barist til síðasta blóðdropa.vísir/getty1-1 í hálfleik og síðari hálfleikurinn var afar, afar lítið fyrir augað. Besta færið fékk Ivan Perisic er hann skaut boltanum í stöngina eftir klukkutíma leik. Boltinn fór í innanverða stöngina og rúllaði meðfram línunni. Ekki urðu mörkin fleiri í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Það var á sjöttu mínútunni í framlengingunni sem Króatar komust yfir. Það gerði Domagoj Vida er hann skallaði hornspyrnu Luka Modric í netið. Rússarnir gerðu allt hvað þeir gátu til þess að ná inn jöfnunarmarki og það kom þegar fimm mínútur voru eftir af framlengingunni. Föstu leikatriðin halda áfram að gefa hjá Rússlandi en aukaspyrna Alan Dzagoev fór beint á Mário Fernandez sem stangaði boltann í netið. 2-2 og það þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Fedor Smolov setti í raun tóninn með fyrsta vítinu fyrir Rússland en hann vippaði boltanum ömurlega á markið og Subasic varði. Að lokum unnu Króatar svo sigur, samanlagt 6-5. Króatararnir mæta því Englandi í undanúrslitunum á miðvikudagskvöldið í Moskvu. Í hinni viðureigninni mætast Belgía og Frakkland. Króatar skrefi nær HM-bikarnum á meðan heimamenn eru úr leik. Mögnuð framganga hjá þeim og það bjóst enginn við þessu frá þeim fyrir mótið. HM 2018 í Rússlandi
Króatía er komið í undanúrslit á HM í Rússlandi eftir sigur á heimamönnum í vítaspyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1 og eftir framlenginguna var staðan 2-2. Úrslitin réðust því í vítaspyrnukeppni þar sem Rússarnir klúðruðu tveimur vítum en Króatar einu. Króatar mæta því Englandi í undanúrslitunum á miðvikudaginn en Króatar komnir í undanúrslitin í fyrsta sinn siðan 1998. Fyrri hálfleikurinn fór ekki fjörlega af stað. Bæði lið vildu ekki taka miklar áhættur en Rússarnir reyndu þó að koma Króötunum aðeins á óvart og pressuðu þá nokkuð hátt á vellinum. Heimamenn uppskáru svo mark á 31. mínútu og það var af dýrari gerðinni. Denis Cheryshev gaf á Artem Dzyuba, fékk boltann aftur og þrumaði boltanum að marki Króata sem endaði með að boltinn söng í netinu. Óverjandi. Þetta sló ekki Króata meira út af laginu en það að sjö mínútum síðar voru þeir búnir að jafna. Mario Mandzukic fékk nægan tíma til að athafna sig í teig Rússa, kom boltanum á kollinn á Andrej Kramaric sem skallaði boltann í netið.Baráttan var hörð í leiknum í kvöld og það var barist til síðasta blóðdropa.vísir/getty1-1 í hálfleik og síðari hálfleikurinn var afar, afar lítið fyrir augað. Besta færið fékk Ivan Perisic er hann skaut boltanum í stöngina eftir klukkutíma leik. Boltinn fór í innanverða stöngina og rúllaði meðfram línunni. Ekki urðu mörkin fleiri í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Það var á sjöttu mínútunni í framlengingunni sem Króatar komust yfir. Það gerði Domagoj Vida er hann skallaði hornspyrnu Luka Modric í netið. Rússarnir gerðu allt hvað þeir gátu til þess að ná inn jöfnunarmarki og það kom þegar fimm mínútur voru eftir af framlengingunni. Föstu leikatriðin halda áfram að gefa hjá Rússlandi en aukaspyrna Alan Dzagoev fór beint á Mário Fernandez sem stangaði boltann í netið. 2-2 og það þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Fedor Smolov setti í raun tóninn með fyrsta vítinu fyrir Rússland en hann vippaði boltanum ömurlega á markið og Subasic varði. Að lokum unnu Króatar svo sigur, samanlagt 6-5. Króatararnir mæta því Englandi í undanúrslitunum á miðvikudagskvöldið í Moskvu. Í hinni viðureigninni mætast Belgía og Frakkland. Króatar skrefi nær HM-bikarnum á meðan heimamenn eru úr leik. Mögnuð framganga hjá þeim og það bjóst enginn við þessu frá þeim fyrir mótið.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti