Hálfi Úrúgvæmaðurinn fór illa með Úrúgvæ þegar Frakkar komust í undanúrslit HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2018 15:45 Frakkar fagna. Vísir/Getty Antoine Griezmann talaði um ást sína á Úrúgvæ í aðdraganda leiks Frakklands og Úrúgvæ í átta liða úrslitum HM í Rússlandi en það var þessi hálfi Úrúgvæ sem gerði síðan út um leik þjóðanna í dag. Antoine Griezmann lagði upp fyrsta markið fyrir Raphael Varane og skoraði síðan það seinna sjálfur í 2-0 sigri Frakklands. Frakkar mæta annaðhvort Belgíu eða Brasilíu í undanúrslitaleiknum í næstu viku. Þetta er í fimmta sinn sem Frakkar komast í undanúrslit HM en þeir fóru síðast svona langt fyrir tólf árum (2006) og urðu síðast heimsmeistraar fyrir tuttugu árum (1998).7 - Antoine Griezmann has scored seven goals in his last six appearances in the knockout stages of major tournaments (World Cup and European Championships). Magnifique.#URU#FRA#URUFRA#WorldCuppic.twitter.com/LyidbKaQt6 — OptaJoe (@OptaJoe) July 6, 2018 Úrúgvæar höfðu unnið fjóra fyrstu leiki sína á HM og aldrei lent undir. Mótlætið fór ekki vel með þá í dag enda veikir fyrir eftir að hetja þeirra úr 16 liða úrslitunum, Edinson Cavani, gat ekki leikið með vegna meiðsla. Frakkar fóru mjög fagmannlega að þessu öllu saman í dag. Þeir létu grimma Úrúgvæa ekki slá sig út af laginu í fyrri hálfleik heldur biðu eftir sínum tækifærum og spiluðu markvissan og góðan fótbolta. Það verður erfitt að stoppa þetta franska lið á þessu heimsmeistaramóti. Frakkar eru með mjög trausta vörn og miðju og hafa síðan stjörnuframherja eins og þá Antoine Griezmann og Kylian Mbappé til að gera út um leikina. Kylian Mbappé sá um Argentínu í 16 liða úrslitunum en nú var komið að Antoine Griezmann. Fyrra mark Frakka kom undir lok fyrri hálfleiks en var þó fyrsta skot þeirra á markið í leiknum. Raphael Varane skoraði þá með laglegum skalla eftir aukaspyrnu frá Antoine Griezmann. Úrúgvæar fengu sitt besta færi skömmu eftir markið þegar Hugo Lloris sýndi markvörslu í heimsklassa þegar hann varði skalla Martín Cáceres sem var alveg út við stöng. Úrúgvæar voru næstum því búnir að skora úr frákastinu en fyrirliðinn Diego Godín skaut yfir.Goalkeepers to make an error that has lead to a goal at the 2018 #WorldCup: Wojciech Szczesny Manuel Neuer Willy Caballero Fernando Muslera Danijel Subasic Mohammed Al Owais David De Gea Franco Armani Eiji Kawashima No hiding. pic.twitter.com/T2mOipfKaH — Squawka Football (@Squawka) July 6, 2018 Fernando Muslera, markvörður Úrúgvæ, gerði síðan skelfileg mistök á 61. mínútu sem nánast gerðu út um leikinn. Hann missti þá inn langskot Antoine Griezmann sem var beint á hann. Mikið flökt var á skoti Griezmann en Muslera átti aldrei að missa boltann í markið. Eftir þessi mistök voru úrslitin nánast ráðin. Úrúgvæar höfðu skömmu áður gert tvær skiptingar til að lífga upp á sóknarleikinn en það vantaði mikinn slagkraft með fjarveru Edinson Cavani. HM 2018 í Rússlandi
Antoine Griezmann talaði um ást sína á Úrúgvæ í aðdraganda leiks Frakklands og Úrúgvæ í átta liða úrslitum HM í Rússlandi en það var þessi hálfi Úrúgvæ sem gerði síðan út um leik þjóðanna í dag. Antoine Griezmann lagði upp fyrsta markið fyrir Raphael Varane og skoraði síðan það seinna sjálfur í 2-0 sigri Frakklands. Frakkar mæta annaðhvort Belgíu eða Brasilíu í undanúrslitaleiknum í næstu viku. Þetta er í fimmta sinn sem Frakkar komast í undanúrslit HM en þeir fóru síðast svona langt fyrir tólf árum (2006) og urðu síðast heimsmeistraar fyrir tuttugu árum (1998).7 - Antoine Griezmann has scored seven goals in his last six appearances in the knockout stages of major tournaments (World Cup and European Championships). Magnifique.#URU#FRA#URUFRA#WorldCuppic.twitter.com/LyidbKaQt6 — OptaJoe (@OptaJoe) July 6, 2018 Úrúgvæar höfðu unnið fjóra fyrstu leiki sína á HM og aldrei lent undir. Mótlætið fór ekki vel með þá í dag enda veikir fyrir eftir að hetja þeirra úr 16 liða úrslitunum, Edinson Cavani, gat ekki leikið með vegna meiðsla. Frakkar fóru mjög fagmannlega að þessu öllu saman í dag. Þeir létu grimma Úrúgvæa ekki slá sig út af laginu í fyrri hálfleik heldur biðu eftir sínum tækifærum og spiluðu markvissan og góðan fótbolta. Það verður erfitt að stoppa þetta franska lið á þessu heimsmeistaramóti. Frakkar eru með mjög trausta vörn og miðju og hafa síðan stjörnuframherja eins og þá Antoine Griezmann og Kylian Mbappé til að gera út um leikina. Kylian Mbappé sá um Argentínu í 16 liða úrslitunum en nú var komið að Antoine Griezmann. Fyrra mark Frakka kom undir lok fyrri hálfleiks en var þó fyrsta skot þeirra á markið í leiknum. Raphael Varane skoraði þá með laglegum skalla eftir aukaspyrnu frá Antoine Griezmann. Úrúgvæar fengu sitt besta færi skömmu eftir markið þegar Hugo Lloris sýndi markvörslu í heimsklassa þegar hann varði skalla Martín Cáceres sem var alveg út við stöng. Úrúgvæar voru næstum því búnir að skora úr frákastinu en fyrirliðinn Diego Godín skaut yfir.Goalkeepers to make an error that has lead to a goal at the 2018 #WorldCup: Wojciech Szczesny Manuel Neuer Willy Caballero Fernando Muslera Danijel Subasic Mohammed Al Owais David De Gea Franco Armani Eiji Kawashima No hiding. pic.twitter.com/T2mOipfKaH — Squawka Football (@Squawka) July 6, 2018 Fernando Muslera, markvörður Úrúgvæ, gerði síðan skelfileg mistök á 61. mínútu sem nánast gerðu út um leikinn. Hann missti þá inn langskot Antoine Griezmann sem var beint á hann. Mikið flökt var á skoti Griezmann en Muslera átti aldrei að missa boltann í markið. Eftir þessi mistök voru úrslitin nánast ráðin. Úrúgvæar höfðu skömmu áður gert tvær skiptingar til að lífga upp á sóknarleikinn en það vantaði mikinn slagkraft með fjarveru Edinson Cavani.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti