Belgar hrepptu bronsið Dagur Lárusson skrifar 14. júlí 2018 16:00 Eden Hazard skoraði annað mark Belga. vísir/getty Belgar fóru með 2-0 sigur af hólmi gegn Englendingum í bronsleiknum á HM en það voru þeir Munier og Hazard sem skoruðu mörk Belga í leiknum. Gareth Southgate gerði nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu frá leiknum gegn Króatíu en þeir Henderson, Young, Lingard, Walker og Dele Alli byrjuðu allir á bekknum og fengu þeir Rose, Delph, Loftus-Cheek, Jones og Dier að spreyta sig. Roberto Martinez gerði engar breytingar á sínu liði. Belgar voru mikið sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og tók þá ekki langan tíma að komast yfir. Strax á fjórðu mínútu leiksins komst Nacer Chadli upp vinstri kanntinn og gaf frábæra sendingu inn á teig þar sem Thomas Munier stakk sér fram fyrir Danny Rose og skoraði framhjá Pickford. Englendingar sköpuðu sér lítið í fyrri hálfleiknum og var staðan 1-0 í hálfleiknum. Í seinni hálfleiknum gerði Southgate tvöfalda breytingu en þá setti hann Lingard og Rashford inná. Þessar breytingar blésu nýju lífi í enska liðið því liðið spilaði mun betur í seinni hálfleiknum. Þrátt fyrir betri spilamennsku náðu þeir ensku þó ekki að skora. Eftir góðan kafla hjá Englandi náðu Belgar þó nokkrum góðum skyndisóknum og náðu að skora úr einni slíkri rétt undir lok leiks en þá gaf Kevin de Bruyne flotta sendingu á Eden Hazard sem skoraði af öryggi framhjá Pickford. Þetta reyndust lokatölur leiksins og því eru það Belgar sem hljóta bronsið. HM 2018 í Rússlandi
Belgar fóru með 2-0 sigur af hólmi gegn Englendingum í bronsleiknum á HM en það voru þeir Munier og Hazard sem skoruðu mörk Belga í leiknum. Gareth Southgate gerði nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu frá leiknum gegn Króatíu en þeir Henderson, Young, Lingard, Walker og Dele Alli byrjuðu allir á bekknum og fengu þeir Rose, Delph, Loftus-Cheek, Jones og Dier að spreyta sig. Roberto Martinez gerði engar breytingar á sínu liði. Belgar voru mikið sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og tók þá ekki langan tíma að komast yfir. Strax á fjórðu mínútu leiksins komst Nacer Chadli upp vinstri kanntinn og gaf frábæra sendingu inn á teig þar sem Thomas Munier stakk sér fram fyrir Danny Rose og skoraði framhjá Pickford. Englendingar sköpuðu sér lítið í fyrri hálfleiknum og var staðan 1-0 í hálfleiknum. Í seinni hálfleiknum gerði Southgate tvöfalda breytingu en þá setti hann Lingard og Rashford inná. Þessar breytingar blésu nýju lífi í enska liðið því liðið spilaði mun betur í seinni hálfleiknum. Þrátt fyrir betri spilamennsku náðu þeir ensku þó ekki að skora. Eftir góðan kafla hjá Englandi náðu Belgar þó nokkrum góðum skyndisóknum og náðu að skora úr einni slíkri rétt undir lok leiks en þá gaf Kevin de Bruyne flotta sendingu á Eden Hazard sem skoraði af öryggi framhjá Pickford. Þetta reyndust lokatölur leiksins og því eru það Belgar sem hljóta bronsið.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti