Hannes í pistli um HM í FourFourTwo: „Dagurinn þar sem afi varði víti frá besta fótboltamanni heims“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2018 12:00 Hannes Þór Halldórsson eftir leikinn á móti Argentínu. Vísir/Getty Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, átti eftirminnilega heimsmeistarakeppni þar sem hann meðal annars varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Fótboltablaðið FourFourTwo fékk Hannes til að segja frá reynslu sinni af HM í Rússlandi í nýjasta tölublaði þess. Hannes fær undirfyrirsögnina: Icelandic goalkeeper (The hand of Cod) eða íslenski markvörðurinn (hendi þorsksins). Þar eru blaðamenn FourFourTwo væntanlega með einhverja vísun í Hendi guðs markið hans Diego Maradona fyrir Argentínu á móti Englandi á HM í Mexíkó 1986. Hannes segir frá að spila á HM hafi verið svona stund þar sem hann þurfti að klípa sjálfan sig til að trúa því að þetta væri að gerast. Hannes var líka spurður af því margoft fyrir heimsmeistarakeppnina hvernig það yrði að upplifa það að vera á HM og reyna að verja vítaspyrnu frá Lionel Messi. „Ég hló af þessu en svo gerðist það. Það var ótrúlegt. Ég vissi að þetta var stór stund því ef hann myndi skora þá yrði það mjög erfitt fyrir okkur að jafna aftur metin,“ skrifaði Hannes. „Ég hefði heppnina með mér og náði að verja en ég get ekki sagt frá því hvernig mér leið á þeirri stundu. Ég man bara eftir yndislegri tilfinningu sem kom yfir mig á eftir og ég fékk líka þúsundir skilaboða eftir leikinn,“ skrifaði Hannes „Ef ég þurfti að taka eitthvað atvik til að segja barnarbörnunum frá þá væri það þetta. Dagurinn þar sem afi varði víti frá besta fótboltamanni heims,“ skrifaði Hannes.Hannes Þór Halldórsson ver víti frá Lionel Messi.Vísir/GettyHannes segist hafa elskað það að spila á HM en að tapið á móti Nígeríu hafi verið mikil vonbrigði. Þegar á reyndi var Ísland samt svo nálægt því að komast upp úr riðlinum. „Um tíma í lokaleiknum var eins og hlutirnir ætluðu að falla með okkur. Það var jafnt hjá Argentínu og í um tíu mínútur þurftum við bara að skora eitt mark til að komast áfram. Ef það hefði gerst þá hefði ég ekki getað beðið um meira á þessu HM,“ skrifaði Hannes. „Því miður var það Króatía sem skoraði en ekki við. Það voru blendnar tilfinningar þegar við yfirgáfum mótið. Við vorum vonsviknir að hafa ekki náð markmiðum okkar en vorum um leið stoltir að hafa gefið allt okkar í þetta,“ skrifaði Hannes. Hannes skrifaði líka um mótttökur liðsins heima á Íslandi og möguleikann á því að fá skrúðgöngu eins og þegar þeir komu heim af EM tveimur árum fyrr. Það var ákveðið að flauta af skrúðgönguna og liðið fékk enga formlega móttöku. „Ég held að það hefði verið bara óþægilegt fyrir okkur. Það var ekki mikið um að vera á flugvellinum þegar við lentum og alls ekkert í líkingu við 2016. Samt sem áður var þetta ótrúlegt ævintýri og við ætlum líka að koma aftur. Við munum passa upp á það,“ skrifaði Hannes. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, átti eftirminnilega heimsmeistarakeppni þar sem hann meðal annars varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Fótboltablaðið FourFourTwo fékk Hannes til að segja frá reynslu sinni af HM í Rússlandi í nýjasta tölublaði þess. Hannes fær undirfyrirsögnina: Icelandic goalkeeper (The hand of Cod) eða íslenski markvörðurinn (hendi þorsksins). Þar eru blaðamenn FourFourTwo væntanlega með einhverja vísun í Hendi guðs markið hans Diego Maradona fyrir Argentínu á móti Englandi á HM í Mexíkó 1986. Hannes segir frá að spila á HM hafi verið svona stund þar sem hann þurfti að klípa sjálfan sig til að trúa því að þetta væri að gerast. Hannes var líka spurður af því margoft fyrir heimsmeistarakeppnina hvernig það yrði að upplifa það að vera á HM og reyna að verja vítaspyrnu frá Lionel Messi. „Ég hló af þessu en svo gerðist það. Það var ótrúlegt. Ég vissi að þetta var stór stund því ef hann myndi skora þá yrði það mjög erfitt fyrir okkur að jafna aftur metin,“ skrifaði Hannes. „Ég hefði heppnina með mér og náði að verja en ég get ekki sagt frá því hvernig mér leið á þeirri stundu. Ég man bara eftir yndislegri tilfinningu sem kom yfir mig á eftir og ég fékk líka þúsundir skilaboða eftir leikinn,“ skrifaði Hannes „Ef ég þurfti að taka eitthvað atvik til að segja barnarbörnunum frá þá væri það þetta. Dagurinn þar sem afi varði víti frá besta fótboltamanni heims,“ skrifaði Hannes.Hannes Þór Halldórsson ver víti frá Lionel Messi.Vísir/GettyHannes segist hafa elskað það að spila á HM en að tapið á móti Nígeríu hafi verið mikil vonbrigði. Þegar á reyndi var Ísland samt svo nálægt því að komast upp úr riðlinum. „Um tíma í lokaleiknum var eins og hlutirnir ætluðu að falla með okkur. Það var jafnt hjá Argentínu og í um tíu mínútur þurftum við bara að skora eitt mark til að komast áfram. Ef það hefði gerst þá hefði ég ekki getað beðið um meira á þessu HM,“ skrifaði Hannes. „Því miður var það Króatía sem skoraði en ekki við. Það voru blendnar tilfinningar þegar við yfirgáfum mótið. Við vorum vonsviknir að hafa ekki náð markmiðum okkar en vorum um leið stoltir að hafa gefið allt okkar í þetta,“ skrifaði Hannes. Hannes skrifaði líka um mótttökur liðsins heima á Íslandi og möguleikann á því að fá skrúðgöngu eins og þegar þeir komu heim af EM tveimur árum fyrr. Það var ákveðið að flauta af skrúðgönguna og liðið fékk enga formlega móttöku. „Ég held að það hefði verið bara óþægilegt fyrir okkur. Það var ekki mikið um að vera á flugvellinum þegar við lentum og alls ekkert í líkingu við 2016. Samt sem áður var þetta ótrúlegt ævintýri og við ætlum líka að koma aftur. Við munum passa upp á það,“ skrifaði Hannes.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti