Lagerbäck sá síðasti sem fór svona illa með Ísland í Laugardalnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2018 09:00 Erik Hamrén svekktur í dalnum í gær. vísir/vilhelm Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta fengu sinn stærsta skell á Laugardalsvelli í mótsleik í fjórtán ár þegar að liðið tapaði fyrir Belgíu, 3-0, í annarri umferð Þjóðadeildarinnar í gærkvöldi. Eden Hazard skoraði eitt og Romelu Lukaku tvö mörk fyrir bronslið HM 2018 en sigurinn var vægast sagt sanngjarn þar sem að belgíska liðið var mun meira með boltann og stýrði leiknum nánast frá upphafi. Ísland var fyrir leikinn í gærkvöldi búið að tapa í mótsleik á Laugardalsvelli í rúm fimm ár eða síðan að liðið lá fyrir Slóveníu, 4-2, í undankeppni HM 2014.Romelu Lukaku skorar þriðja mark Belgíu.vísir/vilhelmSíðan þá hefur íslenska liðið spilað þrettán mótsleiki í dalnum, unnið tíu og gert eitt jafntefli. Ísland vann alla leikina í undankeppni HM 2018 en eftir að leggja Finnland, 3-2, hélt liðið hreinu á móti Tyrklandi, Króatíu, Úkraínu og Kósóvó á leið sinni á HM. Tapið í gær var það stærsta í mótsleik í Laugardalnum í tæp fjórtán ár eða síðan að Ísland tapaði fyrir Svíþjóð, 4-1, í undankeppni HM 2006. Svíar voru þá 4-0 yfir í hálfleik en Eiður Smári Guðjohnsen minnkaði muninn í seinni hálfleik. Lars Lagerbäck, sem ásamt Heimi Hallgrímssyni reif íslenska landsliðið upp úr mikilli lægð og hóf fótboltaævintýrið hér á landi, stýrði sænska liðinu í þessum leik. Framherjinn Marcus Allbäck, þáverandi leikmaður Aston Villa, skoraði eitt mark fyrir Svíþjóð í leiknum en hann er umboðsmaður Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands. Hamrén hefur í tveimur fyrstu leikjum með Ísland horft upp á annars vegar stærsta tap liðsins í 17 ár (6-0 á móti Sviss) og stærsta tapið í mótsleik á Laugardalsvelli í fjórtán ár. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Freyr gerði upp leikina tvo: „Eru mistök og við viðurkennum það“ Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, kíkti í settið til Harðar Magnússonar og sparkspekinga kvöldsins eftir 2-0 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 11. september 2018 22:45 Sverrir Ingi: Erfitt að eiga við Lukaku "Tilfinningarnar eru allt aðrar eftir þennan leik en hinn. Mér fannst liðið spila töluvert betur í dag en á laugardag. Leikurinn á laugardag var ekki ásættanlegur og við vissum það sjálfir. Við vorum staðráðnir í að koma til baka og sýna það að við gætum varist sem lið og sýnt baráttu. Mér fannst við gera það.“ 11. september 2018 21:57 Rúnar Már: Aldrei ásættanlegt að tapa Rúnar Már Sigurjónsson var besti leikmaður Íslands í tapinu fyrir Belgum á Laugardalsvelli í kvöld. Rúnar kom aftur inn í landsliðshópinn fyrir þessa tvo leiki gegn Sviss og Belgíu og nýtti sénsinn vel. 11. september 2018 21:59 Hannes: Þegar allt gengur upp eigum við séns í þetta lið Hannes Þór Halldórsson þurfti að sækja boltann þrisvar í mark sitt í kvöld þegar Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í Þjóðadeild UEFA. 11. september 2018 22:16 Gylfi og Raggi neituðu að koma í viðtöl Gylfi Þór Sigurðson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dag, og Ragnar Sigurðsson neituðu að tala við fjölmiðla eftir tap Íslands fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. september 2018 21:27 Myndaveisla: Ógnasterkt lið Belga hafði betur í Laugardalnum Íslenska landsliðið sýndi mun betri frammistöðu gegn Belgum í kvöld en gegn Sviss á laugardaginn. Það dugði hins vegar ekki til og lokatölur 2-0 tap. 11. september 2018 21:43 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta fengu sinn stærsta skell á Laugardalsvelli í mótsleik í fjórtán ár þegar að liðið tapaði fyrir Belgíu, 3-0, í annarri umferð Þjóðadeildarinnar í gærkvöldi. Eden Hazard skoraði eitt og Romelu Lukaku tvö mörk fyrir bronslið HM 2018 en sigurinn var vægast sagt sanngjarn þar sem að belgíska liðið var mun meira með boltann og stýrði leiknum nánast frá upphafi. Ísland var fyrir leikinn í gærkvöldi búið að tapa í mótsleik á Laugardalsvelli í rúm fimm ár eða síðan að liðið lá fyrir Slóveníu, 4-2, í undankeppni HM 2014.Romelu Lukaku skorar þriðja mark Belgíu.vísir/vilhelmSíðan þá hefur íslenska liðið spilað þrettán mótsleiki í dalnum, unnið tíu og gert eitt jafntefli. Ísland vann alla leikina í undankeppni HM 2018 en eftir að leggja Finnland, 3-2, hélt liðið hreinu á móti Tyrklandi, Króatíu, Úkraínu og Kósóvó á leið sinni á HM. Tapið í gær var það stærsta í mótsleik í Laugardalnum í tæp fjórtán ár eða síðan að Ísland tapaði fyrir Svíþjóð, 4-1, í undankeppni HM 2006. Svíar voru þá 4-0 yfir í hálfleik en Eiður Smári Guðjohnsen minnkaði muninn í seinni hálfleik. Lars Lagerbäck, sem ásamt Heimi Hallgrímssyni reif íslenska landsliðið upp úr mikilli lægð og hóf fótboltaævintýrið hér á landi, stýrði sænska liðinu í þessum leik. Framherjinn Marcus Allbäck, þáverandi leikmaður Aston Villa, skoraði eitt mark fyrir Svíþjóð í leiknum en hann er umboðsmaður Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands. Hamrén hefur í tveimur fyrstu leikjum með Ísland horft upp á annars vegar stærsta tap liðsins í 17 ár (6-0 á móti Sviss) og stærsta tapið í mótsleik á Laugardalsvelli í fjórtán ár.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Freyr gerði upp leikina tvo: „Eru mistök og við viðurkennum það“ Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, kíkti í settið til Harðar Magnússonar og sparkspekinga kvöldsins eftir 2-0 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 11. september 2018 22:45 Sverrir Ingi: Erfitt að eiga við Lukaku "Tilfinningarnar eru allt aðrar eftir þennan leik en hinn. Mér fannst liðið spila töluvert betur í dag en á laugardag. Leikurinn á laugardag var ekki ásættanlegur og við vissum það sjálfir. Við vorum staðráðnir í að koma til baka og sýna það að við gætum varist sem lið og sýnt baráttu. Mér fannst við gera það.“ 11. september 2018 21:57 Rúnar Már: Aldrei ásættanlegt að tapa Rúnar Már Sigurjónsson var besti leikmaður Íslands í tapinu fyrir Belgum á Laugardalsvelli í kvöld. Rúnar kom aftur inn í landsliðshópinn fyrir þessa tvo leiki gegn Sviss og Belgíu og nýtti sénsinn vel. 11. september 2018 21:59 Hannes: Þegar allt gengur upp eigum við séns í þetta lið Hannes Þór Halldórsson þurfti að sækja boltann þrisvar í mark sitt í kvöld þegar Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í Þjóðadeild UEFA. 11. september 2018 22:16 Gylfi og Raggi neituðu að koma í viðtöl Gylfi Þór Sigurðson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dag, og Ragnar Sigurðsson neituðu að tala við fjölmiðla eftir tap Íslands fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. september 2018 21:27 Myndaveisla: Ógnasterkt lið Belga hafði betur í Laugardalnum Íslenska landsliðið sýndi mun betri frammistöðu gegn Belgum í kvöld en gegn Sviss á laugardaginn. Það dugði hins vegar ekki til og lokatölur 2-0 tap. 11. september 2018 21:43 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Freyr gerði upp leikina tvo: „Eru mistök og við viðurkennum það“ Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, kíkti í settið til Harðar Magnússonar og sparkspekinga kvöldsins eftir 2-0 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 11. september 2018 22:45
Sverrir Ingi: Erfitt að eiga við Lukaku "Tilfinningarnar eru allt aðrar eftir þennan leik en hinn. Mér fannst liðið spila töluvert betur í dag en á laugardag. Leikurinn á laugardag var ekki ásættanlegur og við vissum það sjálfir. Við vorum staðráðnir í að koma til baka og sýna það að við gætum varist sem lið og sýnt baráttu. Mér fannst við gera það.“ 11. september 2018 21:57
Rúnar Már: Aldrei ásættanlegt að tapa Rúnar Már Sigurjónsson var besti leikmaður Íslands í tapinu fyrir Belgum á Laugardalsvelli í kvöld. Rúnar kom aftur inn í landsliðshópinn fyrir þessa tvo leiki gegn Sviss og Belgíu og nýtti sénsinn vel. 11. september 2018 21:59
Hannes: Þegar allt gengur upp eigum við séns í þetta lið Hannes Þór Halldórsson þurfti að sækja boltann þrisvar í mark sitt í kvöld þegar Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í Þjóðadeild UEFA. 11. september 2018 22:16
Gylfi og Raggi neituðu að koma í viðtöl Gylfi Þór Sigurðson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dag, og Ragnar Sigurðsson neituðu að tala við fjölmiðla eftir tap Íslands fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. september 2018 21:27
Myndaveisla: Ógnasterkt lið Belga hafði betur í Laugardalnum Íslenska landsliðið sýndi mun betri frammistöðu gegn Belgum í kvöld en gegn Sviss á laugardaginn. Það dugði hins vegar ekki til og lokatölur 2-0 tap. 11. september 2018 21:43
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti