Alfreð: Sendum yfirlýsingu með frammistöðunni í Frakklandi Smári Jökull Jónsson skrifar 13. október 2018 19:36 Alfreð Finnbogason fagnar marki. Vísir/Getty „Við þurfum að hefna fyrir ófarirnar gegn Svisslendingum og vinna þá á Laugardalsvelli," segir Alfreð Finnabogason í viðtali við Arnar Björnsson í íþróttafréttum Stöðvar 2. Það er hugur í okkar mönnum fyrir leikinn á mánudaginn. Hvernig er hugarfarið að fara inn í þennan leik eftir flott jafntefli við Frakka? „Ég held að það sé mjög gott og hefndarhugur í okkur eftir útreiðina í Sviss að koma til baka. Við sendum yfirlýsingu með frammistöðunni og úrslitunum í Frakklandi. Auðvitað hefðum við viljað vinna þann leik en það fór sem fór og það er virkilega spennandi að það er keppnisleikur á mánudag en ekki æfingaleikur. Við þurfum að mæta með sama hugarfar og sömu frammistöðu og í Frakklandi, þá hef ég ekki áhyggjur. Alfreð er ánægður með Erik Hamrén. „Við höfum haft lítinn tíma, þetta hefur verið mikið af upplýsingum að taka inn á skömmum tíma. Hann var ekki í sérstakri stöðu að taka við og hafa svona lítinn tíma fyrir fyrsta leik og svo núna. Við höfum haft 2-3 æfingar á vellinum og svo fundi á milli og höfum reynt að nýta það sem best." "Fyrir Frakkaleikinn þá fórum við aðallega í varnarleikinn en minna í sóknarleik. Ég held að þetta verði betra þegar hans hugmyndir fara að sjást betur á okkar leik.“ Af hverju er svona rosalegur munur á liðinu á milli þessara leikja „Það eru margar skýringar á því. Hann er að kynnast leikmönnum og þjálfarateymið líka, hvaða týpur virka saman. Það var verið að prófa nýja hluti og nýja leikmann, þó að við tölum allir íslensku þá tekur það tíma.“ „Því miður hittum við á slæman leik í Sviss en það er engin skömm að tapa fyrir Belgíu hvort sem það er á heima- eða útivelli. Nú erum við komnir með kjarnann til baka og það þarf ekkert mikið að stilla saman strengi þegar við spilum saman.“ Verður það höfuðverkur fyrir þjálfarann að velja þá ellefu sem byrja gegn Sviss? „Það eru margir sem gera sterkt tilkall í liðið eftir síðasta leik. Það er gaman að sjá leikmenn sem hafa kannski beðið lengi eftir að spila koma og nýta sín tækifæri á móti bestu leikmönnum heims. Það er fullt af leikmönnum sem gera tilkall í fyrstu ellefu,“ sagði Alfreð að lokum. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Fleiri fréttir Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Sjá meira
„Við þurfum að hefna fyrir ófarirnar gegn Svisslendingum og vinna þá á Laugardalsvelli," segir Alfreð Finnabogason í viðtali við Arnar Björnsson í íþróttafréttum Stöðvar 2. Það er hugur í okkar mönnum fyrir leikinn á mánudaginn. Hvernig er hugarfarið að fara inn í þennan leik eftir flott jafntefli við Frakka? „Ég held að það sé mjög gott og hefndarhugur í okkur eftir útreiðina í Sviss að koma til baka. Við sendum yfirlýsingu með frammistöðunni og úrslitunum í Frakklandi. Auðvitað hefðum við viljað vinna þann leik en það fór sem fór og það er virkilega spennandi að það er keppnisleikur á mánudag en ekki æfingaleikur. Við þurfum að mæta með sama hugarfar og sömu frammistöðu og í Frakklandi, þá hef ég ekki áhyggjur. Alfreð er ánægður með Erik Hamrén. „Við höfum haft lítinn tíma, þetta hefur verið mikið af upplýsingum að taka inn á skömmum tíma. Hann var ekki í sérstakri stöðu að taka við og hafa svona lítinn tíma fyrir fyrsta leik og svo núna. Við höfum haft 2-3 æfingar á vellinum og svo fundi á milli og höfum reynt að nýta það sem best." "Fyrir Frakkaleikinn þá fórum við aðallega í varnarleikinn en minna í sóknarleik. Ég held að þetta verði betra þegar hans hugmyndir fara að sjást betur á okkar leik.“ Af hverju er svona rosalegur munur á liðinu á milli þessara leikja „Það eru margar skýringar á því. Hann er að kynnast leikmönnum og þjálfarateymið líka, hvaða týpur virka saman. Það var verið að prófa nýja hluti og nýja leikmann, þó að við tölum allir íslensku þá tekur það tíma.“ „Því miður hittum við á slæman leik í Sviss en það er engin skömm að tapa fyrir Belgíu hvort sem það er á heima- eða útivelli. Nú erum við komnir með kjarnann til baka og það þarf ekkert mikið að stilla saman strengi þegar við spilum saman.“ Verður það höfuðverkur fyrir þjálfarann að velja þá ellefu sem byrja gegn Sviss? „Það eru margir sem gera sterkt tilkall í liðið eftir síðasta leik. Það er gaman að sjá leikmenn sem hafa kannski beðið lengi eftir að spila koma og nýta sín tækifæri á móti bestu leikmönnum heims. Það er fullt af leikmönnum sem gera tilkall í fyrstu ellefu,“ sagði Alfreð að lokum.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Fleiri fréttir Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Sjá meira