Frábært að vera í lykilhlutverki Hjörvar Ólafsson skrifar 1. apríl 2019 12:00 Matthías er ánægður hjá Valerenga. mynd/vålerenga Eftir erfitt síðasta ár hjá Rosenborg, þar sem hann átti ekki upp á pallborðið hjá þjálfara liðsins fyrri hluta leiktíðarinnar og var að glíma við krossbandsslit síðari hlutann, söðlaði knattspyrnumaðurinn Matthías Vilhjálmsson um í Noregi og gekk til liðs við Vålerenga í sumar. Hjá Rosenborg varð Matthías Noregsmeistari fjórum sinnum og þrívegis bikarmeistari. Tækifærin voru hins vegar af skornum skammti á síðasta keppnistímabili og Matthías ákvað að finna sér nýja áskorun á ferli sínum. Hann stimplaði sig rækilega inn hjá nýja liðinu þegar norska efsta deildin fór af stað á laugardaginn þegar hann skoraði bæði mörk Vålerenga í 2-0 sigri liðsins gegn Mjöndalen í fyrstu umferð deildarinnar. Mörkin sem Matthías skoraði voru keimlík en hann fékk sendingu inn í vítateig Mjöndalen og kláraði færin af stakri prýði með góðum skotum. „Það er ofboðslega góð tilfinning að vera orðinn aftur lykilleikmaður hjá góðu liði. Að vera í byrjunarliði og að þekkja mína stöðu er mjög þægilegt. Síðasta árið mitt hjá Rosenborg var mjög erfitt vegna fárra tækifæra og meiðsla. Það er alltaf smá stress hjá öllum liðum í fyrstu umferðinni og það er gott að ná að brjóta ísinn með tveimur mörkum og sigri,“ segir Matthías. „Hjá Vålerenga er ég hugsaður sem fyrsti kostur í framherjastöðunni eða sem sóknartengiliður. Þegar ég spilaði hjá Rosenborg gat ég verið að spila sem framherji og skoraði í einum leik og verið svo djúpur miðjumaður í þeim næsta. Ég lærði auðvitað mikið af því að spila ólíkar stöður en það er auðvitað miklu þægilegra að vera bara hugsaður í eina stöðu,“ segir hann enn fremur. „Ég æfði mjög vel á undirbúningstímabilinu og formið á mér er mjög gott. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn mótíveraður fyrir undirbúningstímabil eftir leiðinlegan kafla þar á undan. Meiðslin eru algerlega að baki og ég er nálægt besta ástandi sem ég hef verið í á ferlinum. Ég var staðráðinn í að koma til baka og sýna fólki hér úti hvað í mér býr og ég er bara mjög bjartsýnn á gott gengi mitt og liðsins á tímabilinu. Þetta byrjar allavega vel og nú er bara að byggja á þessu í komandi leikjum,“ segir framherjinn öflugi. „Vålerenga er stórt félag sem ætlar sér ávallt að gera góða hluti í deildinni ár hvert og stefnir á meistaratitilinn. Það er alveg raunhæft að stefna á það þar sem við höfum á að skipa góðum leikmönnum. Við erum með lið sem getur unnið öll önnur lið í deildinni. Liðið hafnaði hins vegar í sjötta sæti deildarinnar í fyrra þannig að það þarf margt að ganga upp til að við getum barist um titilinn,“ segir Ísfirðingurinn geðþekki sem hefur mest skorað 11 mörk í efstu deild í Noregi en það gerði hann á sinni fyrstu leiktíð með Start árið 2013 en árið áður skoraði hann 18 mörk í næstefstu deild. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Eftir erfitt síðasta ár hjá Rosenborg, þar sem hann átti ekki upp á pallborðið hjá þjálfara liðsins fyrri hluta leiktíðarinnar og var að glíma við krossbandsslit síðari hlutann, söðlaði knattspyrnumaðurinn Matthías Vilhjálmsson um í Noregi og gekk til liðs við Vålerenga í sumar. Hjá Rosenborg varð Matthías Noregsmeistari fjórum sinnum og þrívegis bikarmeistari. Tækifærin voru hins vegar af skornum skammti á síðasta keppnistímabili og Matthías ákvað að finna sér nýja áskorun á ferli sínum. Hann stimplaði sig rækilega inn hjá nýja liðinu þegar norska efsta deildin fór af stað á laugardaginn þegar hann skoraði bæði mörk Vålerenga í 2-0 sigri liðsins gegn Mjöndalen í fyrstu umferð deildarinnar. Mörkin sem Matthías skoraði voru keimlík en hann fékk sendingu inn í vítateig Mjöndalen og kláraði færin af stakri prýði með góðum skotum. „Það er ofboðslega góð tilfinning að vera orðinn aftur lykilleikmaður hjá góðu liði. Að vera í byrjunarliði og að þekkja mína stöðu er mjög þægilegt. Síðasta árið mitt hjá Rosenborg var mjög erfitt vegna fárra tækifæra og meiðsla. Það er alltaf smá stress hjá öllum liðum í fyrstu umferðinni og það er gott að ná að brjóta ísinn með tveimur mörkum og sigri,“ segir Matthías. „Hjá Vålerenga er ég hugsaður sem fyrsti kostur í framherjastöðunni eða sem sóknartengiliður. Þegar ég spilaði hjá Rosenborg gat ég verið að spila sem framherji og skoraði í einum leik og verið svo djúpur miðjumaður í þeim næsta. Ég lærði auðvitað mikið af því að spila ólíkar stöður en það er auðvitað miklu þægilegra að vera bara hugsaður í eina stöðu,“ segir hann enn fremur. „Ég æfði mjög vel á undirbúningstímabilinu og formið á mér er mjög gott. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn mótíveraður fyrir undirbúningstímabil eftir leiðinlegan kafla þar á undan. Meiðslin eru algerlega að baki og ég er nálægt besta ástandi sem ég hef verið í á ferlinum. Ég var staðráðinn í að koma til baka og sýna fólki hér úti hvað í mér býr og ég er bara mjög bjartsýnn á gott gengi mitt og liðsins á tímabilinu. Þetta byrjar allavega vel og nú er bara að byggja á þessu í komandi leikjum,“ segir framherjinn öflugi. „Vålerenga er stórt félag sem ætlar sér ávallt að gera góða hluti í deildinni ár hvert og stefnir á meistaratitilinn. Það er alveg raunhæft að stefna á það þar sem við höfum á að skipa góðum leikmönnum. Við erum með lið sem getur unnið öll önnur lið í deildinni. Liðið hafnaði hins vegar í sjötta sæti deildarinnar í fyrra þannig að það þarf margt að ganga upp til að við getum barist um titilinn,“ segir Ísfirðingurinn geðþekki sem hefur mest skorað 11 mörk í efstu deild í Noregi en það gerði hann á sinni fyrstu leiktíð með Start árið 2013 en árið áður skoraði hann 18 mörk í næstefstu deild.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti