Mourinho gerði fjórar breytingar í hálfleik | Tottenham tapaði samt 29. október 2020 20:00 Tottenham fór í fýluferð til Belgíu. Angelo Blankespoor/Getty Images Tottenham Hotspur tapaði óvænt fyrir Antwerpen í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 belgíska liðinu í vil. José Mourinho breytti byrjunarliði sínu töluvert fyrir leik kvöldsins og gaf mönnum sem hafa lítið fengið að spila tækifæri. Þar er þó ekki um neina aukvisa að ræða en til að mynda byrjuðu bæði Dele Alli, Giovani Lo Celso, Steven Bergwijn, Sergio Reguilon og Gareth Bale leikinn. Eina mark leiksins kom á 29. mínútu og það gerði Lior Refaelov fyrir Antwerpen. Mourinho brást við og gerði fjórfalda skiptingu í hálfleik. Inn komu þeir Pierre-Emile Höjberg, Erik Lamela, Lucas Moura og Heung-Min Son. Harry Kane kom svo inn af bekknum þegar rúmur hálftími var eftir. Allt kom fyrir ekki og Tottenham tókst ekki að brjóta ísinn. Lokatölur 1-0 og Antwerpen á toppi J-riðils í Evrópudeildinni með sex stig. Tottenham eru með þrjú líkt og LASK Linz sem lagði Ludogorets Razgrad 4-3 í hinum leik kvöldsins. Evrópudeild UEFA Fótbolti
Tottenham Hotspur tapaði óvænt fyrir Antwerpen í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 belgíska liðinu í vil. José Mourinho breytti byrjunarliði sínu töluvert fyrir leik kvöldsins og gaf mönnum sem hafa lítið fengið að spila tækifæri. Þar er þó ekki um neina aukvisa að ræða en til að mynda byrjuðu bæði Dele Alli, Giovani Lo Celso, Steven Bergwijn, Sergio Reguilon og Gareth Bale leikinn. Eina mark leiksins kom á 29. mínútu og það gerði Lior Refaelov fyrir Antwerpen. Mourinho brást við og gerði fjórfalda skiptingu í hálfleik. Inn komu þeir Pierre-Emile Höjberg, Erik Lamela, Lucas Moura og Heung-Min Son. Harry Kane kom svo inn af bekknum þegar rúmur hálftími var eftir. Allt kom fyrir ekki og Tottenham tókst ekki að brjóta ísinn. Lokatölur 1-0 og Antwerpen á toppi J-riðils í Evrópudeildinni með sex stig. Tottenham eru með þrjú líkt og LASK Linz sem lagði Ludogorets Razgrad 4-3 í hinum leik kvöldsins.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti