Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 2-1 | EM-draumurinn úti með sárgrætilegum hætti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2020 21:50 Gylfi Þór Sigurðsson sársvekktur í leikslok á meðan Ungverjar fagna. EPA-EFE/Tibor Illyes Draumur Íslands um að komast á þriðja stórmótið í röð varð að engu í Búdapest í kvöld með 2-1 tapi gegn Ungverjalandi. Ísland var yfir fram á 88. mínútu. Það verða því Ungverjar sem leika í riðli með Portúgal, Frakklandi og Þýskalandi á EM næsta sumar, en ekki Íslendingar. Ungverjar verða á heimavelli í Búdapest í fyrstu tveimur leikjunum á meðan að Íslendingar þurfa að gera sér að góðu að fylgjast með mótinu úr fjarlægð. Gylfi nær markametinu eftir slæm mistök Gulácsi Ísland byrjaði þó leikinn í kvöld af krafti og Guðlaugur Victor Pálsson náði skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu, sem Péter Gulácsi varði. Gulácsi er þrítugur og aðalmarkvörður RB Leipzig sem komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar í sumar, en hann gerði skelfileg mistök skömmu síðar. Gylfi Þór Sigurðsson og Adam Nagy í baráttunni í Búdapest í kvöld. Gylfi kom Íslandi yfir í leiknum.Getty/Laszlo Szirtesi Gylfi Þór Sigurðsson hélt nefnilega áfram þar sem frá var horfið gegn Rúmeníu og kom Íslandi yfir með marki úr aukaspyrnu eftir tíu mínútna leik. Jóhann Berg Guðmundsson hafði gert vel í að ná í aukaspyrnuna, eftir góða sendingu Alfreðs Finnbogasonar, og þetta þríeyki hélt því áfram að sýna hve óhemju öflugt það er við að skapa mörk fyrir Ísland. Spyrna Gylfa var þó svo til beint á Gulácsi en Ungverjinn, sem reyndi að grípa boltann, missti boltann rétt inn fyrir marklínuna við mikinn fögnuð íslenska liðsins á áhorfendalausum Puskás leikvanginum. Gylfi hefur nú skorað 25 mörk og er aðeins einu marki frá markameti Eiðs Smára Guðjohnsen og Kolbeins Sigþórssonar. Lítil ógn af heimamönnum í fyrri hálfleik Ungverjar voru ekki sérlega aðgangsharðir í fyrri hálfleiknum en sköpuðu helst hættu eftir föst leikatriði. Þeir áttu til að mynda tvo stórhættulega skalla í röð á 22. mínútu, og ungstirnið Dominik Szoboszlai fékk líka tvær aukaspyrnur á slóðum sem hann hefur skorað frá, en skaut rétt yfir úr þeirri fyrri og Hannes Þór Halldórsson varði vel þá seinni. Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli þegar skammt var til leiksloka, en þá var Ísland 1-0 yfir.Getty/Laszlo Szirtesi Íslendingar nýttu alla sína reynslu, vörðust skipulega, „eyddu“ tímanum eins og þeir gátu, og beittu skyndisóknum eins og þeir eru vani. Litlu mátti muna að Birkir Bjarnason eða Jóhann Berg Guðmundsson næðu að bæta við marki fyrir leikhlé en staðan var 1-0 þegar liðin gengu til búningsklefa. Þreytulegir þegar leið á leikinn og fyrirliðinn meiddist Íslenska liðið færðist mjög aftarlega á völlinn strax í byrjun seinni hálfleiks og reyndi að verja forskotið. Ungverjar náðu ekki upp mikilli pressu að íslenska markinu fyrr en vel var liðið á seinni hálfleikinn en Ísland hélt boltanum lítið þegar hann vannst og Alfreð var afar einmana í fremstu víglínu. Ungverjar vildu fá vítaspyrnu dæmda á Kára Árnason á 65. mínútu þegar hann renndi sér til að verjast skoti, og eflaust fór um einhverja, en hinn reyndi hollenski dómari Björn Kuipers sá atvikið vel og dæmdi réttilega ekki víti. Íslensku strákarnir, sem sumir hafa lýst sem „gamla bandinu“, virtust þreytast hraðar en heimamenn og miklu munaði um að Aron Einar Gunnarsson varð að fara meiddur af velli á 83. mínútu. Við það riðlaðist skipulag íslenska liðsins og það nýttu Ungverjar sér á lokamínútunum. Sigurmark á síðustu stundu Minnstu munaði reyndar að Albert Guðmundsson renndi boltanum í netið á 87. mínútu, eftir fyrirgjöf annars varamanns, Jóns Daða Böðvarssonar, en í staðinn jöfnuðu Ungverjar metin mínútu síðar. Boltinn hrökk af Kára eftir klaufagang í vörn Íslands, til Loic Nego sem jafnaði metin úr dauðafæri. Dominik Szoboszlai fagnar glæsilegu sigurmarki sínu sem skilaði Ungverjalandi á EM.Getty/Laszlo Szirtesi Ísland fékk svo færi til að skora sigurmark í uppbótartímanum en í staðinn geystust Ungverjar fram og ungstirnið sem svo mikið var látið með í aðdraganda leiksins, Dominik Szoboszlai, stóð undir pressunni. Hann skoraði glæsilegt sigurmark með skoti í stöng og inn, og í stað þess að leikurinn færi í framlengingu gátu Ungverjar fagnað vel og lengi, og gera eflaust fram á næsta sumar. EM 2020 í fótbolta
Draumur Íslands um að komast á þriðja stórmótið í röð varð að engu í Búdapest í kvöld með 2-1 tapi gegn Ungverjalandi. Ísland var yfir fram á 88. mínútu. Það verða því Ungverjar sem leika í riðli með Portúgal, Frakklandi og Þýskalandi á EM næsta sumar, en ekki Íslendingar. Ungverjar verða á heimavelli í Búdapest í fyrstu tveimur leikjunum á meðan að Íslendingar þurfa að gera sér að góðu að fylgjast með mótinu úr fjarlægð. Gylfi nær markametinu eftir slæm mistök Gulácsi Ísland byrjaði þó leikinn í kvöld af krafti og Guðlaugur Victor Pálsson náði skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu, sem Péter Gulácsi varði. Gulácsi er þrítugur og aðalmarkvörður RB Leipzig sem komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar í sumar, en hann gerði skelfileg mistök skömmu síðar. Gylfi Þór Sigurðsson og Adam Nagy í baráttunni í Búdapest í kvöld. Gylfi kom Íslandi yfir í leiknum.Getty/Laszlo Szirtesi Gylfi Þór Sigurðsson hélt nefnilega áfram þar sem frá var horfið gegn Rúmeníu og kom Íslandi yfir með marki úr aukaspyrnu eftir tíu mínútna leik. Jóhann Berg Guðmundsson hafði gert vel í að ná í aukaspyrnuna, eftir góða sendingu Alfreðs Finnbogasonar, og þetta þríeyki hélt því áfram að sýna hve óhemju öflugt það er við að skapa mörk fyrir Ísland. Spyrna Gylfa var þó svo til beint á Gulácsi en Ungverjinn, sem reyndi að grípa boltann, missti boltann rétt inn fyrir marklínuna við mikinn fögnuð íslenska liðsins á áhorfendalausum Puskás leikvanginum. Gylfi hefur nú skorað 25 mörk og er aðeins einu marki frá markameti Eiðs Smára Guðjohnsen og Kolbeins Sigþórssonar. Lítil ógn af heimamönnum í fyrri hálfleik Ungverjar voru ekki sérlega aðgangsharðir í fyrri hálfleiknum en sköpuðu helst hættu eftir föst leikatriði. Þeir áttu til að mynda tvo stórhættulega skalla í röð á 22. mínútu, og ungstirnið Dominik Szoboszlai fékk líka tvær aukaspyrnur á slóðum sem hann hefur skorað frá, en skaut rétt yfir úr þeirri fyrri og Hannes Þór Halldórsson varði vel þá seinni. Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli þegar skammt var til leiksloka, en þá var Ísland 1-0 yfir.Getty/Laszlo Szirtesi Íslendingar nýttu alla sína reynslu, vörðust skipulega, „eyddu“ tímanum eins og þeir gátu, og beittu skyndisóknum eins og þeir eru vani. Litlu mátti muna að Birkir Bjarnason eða Jóhann Berg Guðmundsson næðu að bæta við marki fyrir leikhlé en staðan var 1-0 þegar liðin gengu til búningsklefa. Þreytulegir þegar leið á leikinn og fyrirliðinn meiddist Íslenska liðið færðist mjög aftarlega á völlinn strax í byrjun seinni hálfleiks og reyndi að verja forskotið. Ungverjar náðu ekki upp mikilli pressu að íslenska markinu fyrr en vel var liðið á seinni hálfleikinn en Ísland hélt boltanum lítið þegar hann vannst og Alfreð var afar einmana í fremstu víglínu. Ungverjar vildu fá vítaspyrnu dæmda á Kára Árnason á 65. mínútu þegar hann renndi sér til að verjast skoti, og eflaust fór um einhverja, en hinn reyndi hollenski dómari Björn Kuipers sá atvikið vel og dæmdi réttilega ekki víti. Íslensku strákarnir, sem sumir hafa lýst sem „gamla bandinu“, virtust þreytast hraðar en heimamenn og miklu munaði um að Aron Einar Gunnarsson varð að fara meiddur af velli á 83. mínútu. Við það riðlaðist skipulag íslenska liðsins og það nýttu Ungverjar sér á lokamínútunum. Sigurmark á síðustu stundu Minnstu munaði reyndar að Albert Guðmundsson renndi boltanum í netið á 87. mínútu, eftir fyrirgjöf annars varamanns, Jóns Daða Böðvarssonar, en í staðinn jöfnuðu Ungverjar metin mínútu síðar. Boltinn hrökk af Kára eftir klaufagang í vörn Íslands, til Loic Nego sem jafnaði metin úr dauðafæri. Dominik Szoboszlai fagnar glæsilegu sigurmarki sínu sem skilaði Ungverjalandi á EM.Getty/Laszlo Szirtesi Ísland fékk svo færi til að skora sigurmark í uppbótartímanum en í staðinn geystust Ungverjar fram og ungstirnið sem svo mikið var látið með í aðdraganda leiksins, Dominik Szoboszlai, stóð undir pressunni. Hann skoraði glæsilegt sigurmark með skoti í stöng og inn, og í stað þess að leikurinn færi í framlengingu gátu Ungverjar fagnað vel og lengi, og gera eflaust fram á næsta sumar.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti