„Töpuðum út af því að við erum ekki í nógu góðu formi“ Sindri Sverrisson skrifar 13. nóvember 2020 12:02 Íslenska landsliðið var rúmum fimm mínútum frá því að komast á EM. Hér er Birkir Bjarnason á ferðinni en Endre Botka til varnar. EPA/Tibor Illyes „Við töpum út af því að við erum ekki í nógu góðu formi. Þetta er eitthvað sem á ekki að eiga sér stað á hæsta stigi í fótbolta,“ segir Bjarni Guðjónsson, fyrrverandi landsliðsmaður, um tap Íslands gegn Ungverjalandi í gær. Ungverjaland fer á EM í stað Íslands eftir að hafa skorað tvö mörk á lokamínútunum í Búdapest í gær, og tryggt sér þannig 2-1 sigur. Kjartan Atli Kjartansson gerði leikinn upp með Bjarna og Atla Viðari Björnssyni á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem menn leituðu svara við því hvað miður fór. „Þarna er Birkir Bjarnason gjörsamlega punkteraður inni á miðjunni,“ sagði Dalvíkingurinn Atli Viðar, þegar sérfræðingarnir skoruðu sigurmark Ungverja, en innslagið má sjá hér að neðan. „Þarna erum við komnir með nýja miðju, Aron Einar og Rúnar farnir út, og ef maður leyfir sér að vera pínulítið dramatískur svona eftir leik þá held ég að við hefðum ekki fengið á okkur svona mark ef að Aron Einar hefði enn verið inni á vellinum. Eða einhver sem hefði verið búinn að spila í 90 mínútur,“ sagði Atli Viðar. Íslensku strákarnir virkuðu ansi þreyttir þegar Ungverjar tryggðu sér sigurinn í lokin.Getty/Laszlo Szirtesi Kjartan benti á að Birkir Bjarnason hefði tekið um kálfann eftir sigurmarkið: „Hann var bara bensínlaus. Við þessu var kannski búist. Hann spilar bara landsleiki. Það er því kannski ekki skrýtið að hann sé þreyttur,“ sagði Bjarni, og lét svo dæluna ganga um leikform íslenska liðsins: Eigum að gera þá kröfu að þessir strákar geti spilað í níutíu mínútur „Mér finnst þetta umræða sem er bara á vitlausum stað. Við erum að tala um íslenska landsliðið í úrslitaleik um að komast í lokakeppni EM. Og það er ekki eins og að þetta sé þriðji leikurinn á sjö dögum, þar sem liðið hefur spilað þétt. Þeir eru bara að koma inn í verkefnið núna. Það er ekki ásættanlegt að það sé verið að tala um að leikmenn séu þreyttir eftir 80 mínútna leik. Það er staða sem mér finnst að íslenska landsliðið eigi ekki að vera í. Við eigum að gera þá kröfu að þessir strákar sem eru valdir geti spilað 90 mínútur af fótbolta, án þess að þurfa að fara af velli. Ekki voru þeir að spila í aðdraganda leiksins, en þeir eru allir sammála um að þeir hafi verið þreyttir og orðnir pínu þungir.“ Atli Viðar spurði Bjarna þá hvað væri til ráða. Ætti bara að velja leikmenn sem væru að spila með sínum félagsliðum? „Mér hefur fundist það vera eðlilegt, en svo horfir maður á þennan leik og sér hvernig Kári spilar. Frábær í leiknum. Aron er frábær meðan hann er inni á. Birkir var í fínu lagi. En svo eru þetta 90 mínútur og það eru þarna 2-3 mínútur í lokin þar sem menn eru sprungnir, og við töpum út af því. Við töpum út af því að við erum ekki í nógu góðu formi. Þetta er eitthvað sem á ekki að eiga sér stað á hæsta stigi í fótbolta.“ Klippa: Bjarni Guðjóns um ástand landsliðsmannanna EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Átti að missa af Íslandsleiknum en skaut Ungverjum á EM: Real hefur áhuga Real Madrid er sagt hafa áhuga á ungstirni Ungverja sem afgreiddi íslenska landsliðið á Puskas leikvanginum í gærkvöldi. 13. nóvember 2020 10:00 Hetjan gegn Íslandi varð Ungverji í fyrra Loic Nego kom Ungverjalandi til bjargar í gærkvöld með jöfnunarmarki undir lokin gegn Íslandi. Ef leikurinn hefði farið fram í mars, líkt og til stóð, hefði Nego ekki mátt spila. 13. nóvember 2020 08:00 Kári: Skelfilegt að þetta sé hugsanlega síðasta verkefnið mitt fyrir þetta lið Kári Árnason var sár og svekktur eftir tapið í Ungverjalandi. 12. nóvember 2020 22:39 Einkunnir Íslands: Kári og Aron Einar voru bestir í kvöld Ísland þarf að sætta sig við að spila ekki á Evrópumótinu í fótbolta næsta sumar eftir 2-1 tapið gegn Ungverjalandi í kvöld. Hér eru einkunnir íslensku leikmannanna í kvöld. 12. nóvember 2020 22:36 Hannes: Aldrei verið jafn sorgmæddur eftir tap „Ég held að ég hafi aldrei verið jafn sorgmæddur eftir tap á fótboltaleik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, eftir tapið grátlega í Ungverjalandi í kvöld. 12. nóvember 2020 22:05 Hamrén: Virtumst ekki hafa kraft eða orku til að vinna leikinn Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, var eðlilega svekktur að loknu 2-1 tapi Íslands gegn Ungverjum í kvöld. 12. nóvember 2020 22:00 Aron Einar: Svekkelsi en markar engin endalok Landsliðsfyrirliðinn var að vonum svekktur eftir tapið sára fyrir Ungverjalandi í kvöld. 12. nóvember 2020 22:00 Sjáðu mörkin á lokamínútunum sem enduðu EM-draum Íslands Íslenska liðið var á leið á EM á 87. minútu en tvö mörk Ungverja á lokamínútum tryggðu heimamönnum inn á EM. 12. nóvember 2020 21:51 Twitter eftir tapið í Ungverjalandi: „Það verður hvorteðer ekkert EM“ Twitter er ávallt líflegur vettvangur á meðan íslensku landsliðin spila og á því varð engin breyting í kvöld er íslenska karlalandsliðið spilaði við Ungverjaland. 12. nóvember 2020 21:44 Sjáðu Gylfa skora beint úr aukaspyrnu og koma Íslandi í 1-0 Íslenska landsliðið fékk draumabyrjun á móti Ungverjum í úrslitaleiknum í Búdapest í kvöld þegar Gylfi Þór Sigurðsson skoraði beint úr aukaspyrnu. 12. nóvember 2020 20:07 Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 2-1 | EM-draumurinn úti með sárgrætilegum hætti Draumur Íslands um að komast á þriðja stórmótið í röð varð að engu í Búdapest í kvöld með 2-1 tapi gegn Ungverjalandi. Ísland var yfir fram á 88. mínútu. 12. nóvember 2020 21:50 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
„Við töpum út af því að við erum ekki í nógu góðu formi. Þetta er eitthvað sem á ekki að eiga sér stað á hæsta stigi í fótbolta,“ segir Bjarni Guðjónsson, fyrrverandi landsliðsmaður, um tap Íslands gegn Ungverjalandi í gær. Ungverjaland fer á EM í stað Íslands eftir að hafa skorað tvö mörk á lokamínútunum í Búdapest í gær, og tryggt sér þannig 2-1 sigur. Kjartan Atli Kjartansson gerði leikinn upp með Bjarna og Atla Viðari Björnssyni á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem menn leituðu svara við því hvað miður fór. „Þarna er Birkir Bjarnason gjörsamlega punkteraður inni á miðjunni,“ sagði Dalvíkingurinn Atli Viðar, þegar sérfræðingarnir skoruðu sigurmark Ungverja, en innslagið má sjá hér að neðan. „Þarna erum við komnir með nýja miðju, Aron Einar og Rúnar farnir út, og ef maður leyfir sér að vera pínulítið dramatískur svona eftir leik þá held ég að við hefðum ekki fengið á okkur svona mark ef að Aron Einar hefði enn verið inni á vellinum. Eða einhver sem hefði verið búinn að spila í 90 mínútur,“ sagði Atli Viðar. Íslensku strákarnir virkuðu ansi þreyttir þegar Ungverjar tryggðu sér sigurinn í lokin.Getty/Laszlo Szirtesi Kjartan benti á að Birkir Bjarnason hefði tekið um kálfann eftir sigurmarkið: „Hann var bara bensínlaus. Við þessu var kannski búist. Hann spilar bara landsleiki. Það er því kannski ekki skrýtið að hann sé þreyttur,“ sagði Bjarni, og lét svo dæluna ganga um leikform íslenska liðsins: Eigum að gera þá kröfu að þessir strákar geti spilað í níutíu mínútur „Mér finnst þetta umræða sem er bara á vitlausum stað. Við erum að tala um íslenska landsliðið í úrslitaleik um að komast í lokakeppni EM. Og það er ekki eins og að þetta sé þriðji leikurinn á sjö dögum, þar sem liðið hefur spilað þétt. Þeir eru bara að koma inn í verkefnið núna. Það er ekki ásættanlegt að það sé verið að tala um að leikmenn séu þreyttir eftir 80 mínútna leik. Það er staða sem mér finnst að íslenska landsliðið eigi ekki að vera í. Við eigum að gera þá kröfu að þessir strákar sem eru valdir geti spilað 90 mínútur af fótbolta, án þess að þurfa að fara af velli. Ekki voru þeir að spila í aðdraganda leiksins, en þeir eru allir sammála um að þeir hafi verið þreyttir og orðnir pínu þungir.“ Atli Viðar spurði Bjarna þá hvað væri til ráða. Ætti bara að velja leikmenn sem væru að spila með sínum félagsliðum? „Mér hefur fundist það vera eðlilegt, en svo horfir maður á þennan leik og sér hvernig Kári spilar. Frábær í leiknum. Aron er frábær meðan hann er inni á. Birkir var í fínu lagi. En svo eru þetta 90 mínútur og það eru þarna 2-3 mínútur í lokin þar sem menn eru sprungnir, og við töpum út af því. Við töpum út af því að við erum ekki í nógu góðu formi. Þetta er eitthvað sem á ekki að eiga sér stað á hæsta stigi í fótbolta.“ Klippa: Bjarni Guðjóns um ástand landsliðsmannanna
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Átti að missa af Íslandsleiknum en skaut Ungverjum á EM: Real hefur áhuga Real Madrid er sagt hafa áhuga á ungstirni Ungverja sem afgreiddi íslenska landsliðið á Puskas leikvanginum í gærkvöldi. 13. nóvember 2020 10:00 Hetjan gegn Íslandi varð Ungverji í fyrra Loic Nego kom Ungverjalandi til bjargar í gærkvöld með jöfnunarmarki undir lokin gegn Íslandi. Ef leikurinn hefði farið fram í mars, líkt og til stóð, hefði Nego ekki mátt spila. 13. nóvember 2020 08:00 Kári: Skelfilegt að þetta sé hugsanlega síðasta verkefnið mitt fyrir þetta lið Kári Árnason var sár og svekktur eftir tapið í Ungverjalandi. 12. nóvember 2020 22:39 Einkunnir Íslands: Kári og Aron Einar voru bestir í kvöld Ísland þarf að sætta sig við að spila ekki á Evrópumótinu í fótbolta næsta sumar eftir 2-1 tapið gegn Ungverjalandi í kvöld. Hér eru einkunnir íslensku leikmannanna í kvöld. 12. nóvember 2020 22:36 Hannes: Aldrei verið jafn sorgmæddur eftir tap „Ég held að ég hafi aldrei verið jafn sorgmæddur eftir tap á fótboltaleik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, eftir tapið grátlega í Ungverjalandi í kvöld. 12. nóvember 2020 22:05 Hamrén: Virtumst ekki hafa kraft eða orku til að vinna leikinn Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, var eðlilega svekktur að loknu 2-1 tapi Íslands gegn Ungverjum í kvöld. 12. nóvember 2020 22:00 Aron Einar: Svekkelsi en markar engin endalok Landsliðsfyrirliðinn var að vonum svekktur eftir tapið sára fyrir Ungverjalandi í kvöld. 12. nóvember 2020 22:00 Sjáðu mörkin á lokamínútunum sem enduðu EM-draum Íslands Íslenska liðið var á leið á EM á 87. minútu en tvö mörk Ungverja á lokamínútum tryggðu heimamönnum inn á EM. 12. nóvember 2020 21:51 Twitter eftir tapið í Ungverjalandi: „Það verður hvorteðer ekkert EM“ Twitter er ávallt líflegur vettvangur á meðan íslensku landsliðin spila og á því varð engin breyting í kvöld er íslenska karlalandsliðið spilaði við Ungverjaland. 12. nóvember 2020 21:44 Sjáðu Gylfa skora beint úr aukaspyrnu og koma Íslandi í 1-0 Íslenska landsliðið fékk draumabyrjun á móti Ungverjum í úrslitaleiknum í Búdapest í kvöld þegar Gylfi Þór Sigurðsson skoraði beint úr aukaspyrnu. 12. nóvember 2020 20:07 Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 2-1 | EM-draumurinn úti með sárgrætilegum hætti Draumur Íslands um að komast á þriðja stórmótið í röð varð að engu í Búdapest í kvöld með 2-1 tapi gegn Ungverjalandi. Ísland var yfir fram á 88. mínútu. 12. nóvember 2020 21:50 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Átti að missa af Íslandsleiknum en skaut Ungverjum á EM: Real hefur áhuga Real Madrid er sagt hafa áhuga á ungstirni Ungverja sem afgreiddi íslenska landsliðið á Puskas leikvanginum í gærkvöldi. 13. nóvember 2020 10:00
Hetjan gegn Íslandi varð Ungverji í fyrra Loic Nego kom Ungverjalandi til bjargar í gærkvöld með jöfnunarmarki undir lokin gegn Íslandi. Ef leikurinn hefði farið fram í mars, líkt og til stóð, hefði Nego ekki mátt spila. 13. nóvember 2020 08:00
Kári: Skelfilegt að þetta sé hugsanlega síðasta verkefnið mitt fyrir þetta lið Kári Árnason var sár og svekktur eftir tapið í Ungverjalandi. 12. nóvember 2020 22:39
Einkunnir Íslands: Kári og Aron Einar voru bestir í kvöld Ísland þarf að sætta sig við að spila ekki á Evrópumótinu í fótbolta næsta sumar eftir 2-1 tapið gegn Ungverjalandi í kvöld. Hér eru einkunnir íslensku leikmannanna í kvöld. 12. nóvember 2020 22:36
Hannes: Aldrei verið jafn sorgmæddur eftir tap „Ég held að ég hafi aldrei verið jafn sorgmæddur eftir tap á fótboltaleik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, eftir tapið grátlega í Ungverjalandi í kvöld. 12. nóvember 2020 22:05
Hamrén: Virtumst ekki hafa kraft eða orku til að vinna leikinn Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, var eðlilega svekktur að loknu 2-1 tapi Íslands gegn Ungverjum í kvöld. 12. nóvember 2020 22:00
Aron Einar: Svekkelsi en markar engin endalok Landsliðsfyrirliðinn var að vonum svekktur eftir tapið sára fyrir Ungverjalandi í kvöld. 12. nóvember 2020 22:00
Sjáðu mörkin á lokamínútunum sem enduðu EM-draum Íslands Íslenska liðið var á leið á EM á 87. minútu en tvö mörk Ungverja á lokamínútum tryggðu heimamönnum inn á EM. 12. nóvember 2020 21:51
Twitter eftir tapið í Ungverjalandi: „Það verður hvorteðer ekkert EM“ Twitter er ávallt líflegur vettvangur á meðan íslensku landsliðin spila og á því varð engin breyting í kvöld er íslenska karlalandsliðið spilaði við Ungverjaland. 12. nóvember 2020 21:44
Sjáðu Gylfa skora beint úr aukaspyrnu og koma Íslandi í 1-0 Íslenska landsliðið fékk draumabyrjun á móti Ungverjum í úrslitaleiknum í Búdapest í kvöld þegar Gylfi Þór Sigurðsson skoraði beint úr aukaspyrnu. 12. nóvember 2020 20:07
Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 2-1 | EM-draumurinn úti með sárgrætilegum hætti Draumur Íslands um að komast á þriðja stórmótið í röð varð að engu í Búdapest í kvöld með 2-1 tapi gegn Ungverjalandi. Ísland var yfir fram á 88. mínútu. 12. nóvember 2020 21:50
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti