„Fáránlegt“, „heimskulegt“ og „týpískt IHF“ segja dönsku landsliðsmennirnir Anton Ingi Leifsson skrifar 7. janúar 2021 23:00 Henrik Møllgaard er allt annað en sáttur með mótshaldara og alþjóðhandboltasambandið. Jan Christensen/Getty Það fór hrollur um dönsku þjóðina fyrr í vikunni er stærsta stjarna liðsins Mikkel Hansen greindi frá því í síðustu viku að hann íhugaði að gefa ekki kost á sér á HM í Egyptalandi vegna þess hvernig Alþjóðahandboltasambandið ætlaði að tækla mótið. Þrátt fyrir kórónuveiruna, og í flestum löndum er spilað án áhorfenda, verða áhorfendur á mótinu sem hefst í næstu viku. Það fer eftir hversu stórum höllum liðin spila í, hversu mörgum er hleypt inn, en á leikjum Dana geta verið til að mynda þrjú þúsund áhorfendur. Mikkel Hansen virðist þó ætla að spila á mótinu í næstu viku en fleiri leikmenn liðsins hafa tekið undir gagnrýni Hansen. Þar á meðal Henrik Møllgaard sem botnar ekkert í þessari ákvörðun. „Veiran er að fara í allar áttir þegar maður sér hvað er að gerast í heiminum og þá finnst mér það vitlaust að þegar við erum lokaðir inn í búbblunni og megum ekki fara út - að á sama tíma megi koma áhorfendur á leikina,“ sagði Møllgaard og hélt áfram. „Auðvitað er þetta gert til þess að vernda okkur, að loka okkur inni, og það er fínt. En það er fáránlegt að loka okkur frá öllu öðru og svo hleypa fólki inn í hallirnar bara út af því svo að það verði smá stemning og egypska landsliðið fái stuðning. Þetta er svo maður segi sem minnst; heimskulegt.“ „Það er skrýtið að við erum lokaðir inn í búbblunni og megum ekki fara í sturtu eftir leikina og það eru allar mögulegar reglur. Við eigum að drífa okkur aftur á hótelið en það sitja þrjú þúsund áhorfendur í höllinni. Af hverju getum við þá ekki bara farið í sturtu í höllinni? Þetta gengur ekki upp.“ Morten Olsen er einn af leikmönnum danska liðsins sem hefur fengið kórónuveiruna og er því ekki stressaður að næla sér í veiruna, á nýjan leik í Egyptalandi, en hann skilur vel samherja sína. „Persónulega finnst mér þetta týpískt IHF. Mér finnst yfirleitt að það sem kemur frá IHF er dálítið fáránlegt. En við getum ekki gert svo mikið því það er erfitt að brjóta niður þeirra völd. Maður getur þó vonað að það gerist eitthvað í þessu sambandi svo að það verði meira vit í hlutunum,“ sagði Olsen. HM 2021 í handbolta Danski handboltinn Tengdar fréttir Leyfa fimmtánhundruð áhorfendur á leikjum Íslands Egyptar hafa ákveðið að leyfa áhorfendur á leikjunum á heimsmeistaramótinu í handbolta, þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. 5. janúar 2021 13:31 Danski landsliðsþjálfarinn segir að Hansen verði með á HM Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, er viss um að Mikkel Hansen verði með á HM í Egyptalandi þótt stórskyttan hafi lýst því yfir að hann sé enn að íhuga að spila ekki á mótinu. 5. janúar 2021 12:30 Íhugar að hætta við HM vegna áhorfenda Danska handboltastjarnan Mikkel Hansen segist enn íhuga að hætta við að fara á HM í Egyptalandi vegna hugmynda mótshaldara um að leyfa áhorfendur á mótinu. 4. janúar 2021 15:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Þrátt fyrir kórónuveiruna, og í flestum löndum er spilað án áhorfenda, verða áhorfendur á mótinu sem hefst í næstu viku. Það fer eftir hversu stórum höllum liðin spila í, hversu mörgum er hleypt inn, en á leikjum Dana geta verið til að mynda þrjú þúsund áhorfendur. Mikkel Hansen virðist þó ætla að spila á mótinu í næstu viku en fleiri leikmenn liðsins hafa tekið undir gagnrýni Hansen. Þar á meðal Henrik Møllgaard sem botnar ekkert í þessari ákvörðun. „Veiran er að fara í allar áttir þegar maður sér hvað er að gerast í heiminum og þá finnst mér það vitlaust að þegar við erum lokaðir inn í búbblunni og megum ekki fara út - að á sama tíma megi koma áhorfendur á leikina,“ sagði Møllgaard og hélt áfram. „Auðvitað er þetta gert til þess að vernda okkur, að loka okkur inni, og það er fínt. En það er fáránlegt að loka okkur frá öllu öðru og svo hleypa fólki inn í hallirnar bara út af því svo að það verði smá stemning og egypska landsliðið fái stuðning. Þetta er svo maður segi sem minnst; heimskulegt.“ „Það er skrýtið að við erum lokaðir inn í búbblunni og megum ekki fara í sturtu eftir leikina og það eru allar mögulegar reglur. Við eigum að drífa okkur aftur á hótelið en það sitja þrjú þúsund áhorfendur í höllinni. Af hverju getum við þá ekki bara farið í sturtu í höllinni? Þetta gengur ekki upp.“ Morten Olsen er einn af leikmönnum danska liðsins sem hefur fengið kórónuveiruna og er því ekki stressaður að næla sér í veiruna, á nýjan leik í Egyptalandi, en hann skilur vel samherja sína. „Persónulega finnst mér þetta týpískt IHF. Mér finnst yfirleitt að það sem kemur frá IHF er dálítið fáránlegt. En við getum ekki gert svo mikið því það er erfitt að brjóta niður þeirra völd. Maður getur þó vonað að það gerist eitthvað í þessu sambandi svo að það verði meira vit í hlutunum,“ sagði Olsen.
HM 2021 í handbolta Danski handboltinn Tengdar fréttir Leyfa fimmtánhundruð áhorfendur á leikjum Íslands Egyptar hafa ákveðið að leyfa áhorfendur á leikjunum á heimsmeistaramótinu í handbolta, þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. 5. janúar 2021 13:31 Danski landsliðsþjálfarinn segir að Hansen verði með á HM Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, er viss um að Mikkel Hansen verði með á HM í Egyptalandi þótt stórskyttan hafi lýst því yfir að hann sé enn að íhuga að spila ekki á mótinu. 5. janúar 2021 12:30 Íhugar að hætta við HM vegna áhorfenda Danska handboltastjarnan Mikkel Hansen segist enn íhuga að hætta við að fara á HM í Egyptalandi vegna hugmynda mótshaldara um að leyfa áhorfendur á mótinu. 4. janúar 2021 15:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Leyfa fimmtánhundruð áhorfendur á leikjum Íslands Egyptar hafa ákveðið að leyfa áhorfendur á leikjunum á heimsmeistaramótinu í handbolta, þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. 5. janúar 2021 13:31
Danski landsliðsþjálfarinn segir að Hansen verði með á HM Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, er viss um að Mikkel Hansen verði með á HM í Egyptalandi þótt stórskyttan hafi lýst því yfir að hann sé enn að íhuga að spila ekki á mótinu. 5. janúar 2021 12:30
Íhugar að hætta við HM vegna áhorfenda Danska handboltastjarnan Mikkel Hansen segist enn íhuga að hætta við að fara á HM í Egyptalandi vegna hugmynda mótshaldara um að leyfa áhorfendur á mótinu. 4. janúar 2021 15:00
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti