Austurríki byrjar með góðum sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2021 18:00 Austurríki hóf EM á frábærum 3-1 sigri á Norður-Makedóníu. Cristi Preda/Getty Images Austurríkismenn voru sterkari aðilinn í upphafi leiks og það var því fyllilega sanngjarnt þegar Stefan Lainer kom þeim yfir á 18. mínútu eftir magnaða sendingu Marcel Sabitzer. Adam var þó ekki lengi í paradís en aðeins tíu mínútum síðar jafnaði gamla brýnið Goran Pandev metin fyrir Norður-Makedóníu. Hann fylgdi þá eftir er Daniel Bachmann missti knöttinn eftir árekstur við leikmann Norður-Makedóníu. Boltinn féll fyrir Pandev sem gat ekki annað en skorað og staðan 1-1 er liðin gengu til búningsherbergja þegar flautað var til hálfleiks. Staðan var 1-1 allt þangað til tólf mínútur lifðu leiks. Þá kom varamaðurinn Michael Gregoritsch Austurríki yfir á nýjan leik eftir frábæra fyrirgjöf David Alaba. 50% of #AUT's goals they have ever scored at the European Championships have been assisted by David Alaba.What a ball that was. pic.twitter.com/41iREG3WQB— Squawka Football (@Squawka) June 13, 2021 Marko Arnautovic, annar varamaður, kom Austurríki í 3-1 í uppbótartíma og þar við sat. EM 2020 í fótbolta Fótbolti
Austurríkismenn voru sterkari aðilinn í upphafi leiks og það var því fyllilega sanngjarnt þegar Stefan Lainer kom þeim yfir á 18. mínútu eftir magnaða sendingu Marcel Sabitzer. Adam var þó ekki lengi í paradís en aðeins tíu mínútum síðar jafnaði gamla brýnið Goran Pandev metin fyrir Norður-Makedóníu. Hann fylgdi þá eftir er Daniel Bachmann missti knöttinn eftir árekstur við leikmann Norður-Makedóníu. Boltinn féll fyrir Pandev sem gat ekki annað en skorað og staðan 1-1 er liðin gengu til búningsherbergja þegar flautað var til hálfleiks. Staðan var 1-1 allt þangað til tólf mínútur lifðu leiks. Þá kom varamaðurinn Michael Gregoritsch Austurríki yfir á nýjan leik eftir frábæra fyrirgjöf David Alaba. 50% of #AUT's goals they have ever scored at the European Championships have been assisted by David Alaba.What a ball that was. pic.twitter.com/41iREG3WQB— Squawka Football (@Squawka) June 13, 2021 Marko Arnautovic, annar varamaður, kom Austurríki í 3-1 í uppbótartíma og þar við sat.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti