Umfjöllun: Breiðablik - Kharkiv 0-2 | Úkraínskur sigur í Smáranum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2021 19:30 Hildur Antonsdóttir reynir að brjótast í gegnum vörn Kharkiv. Vísir/Vilhelm Breiðablik laut í lægra haldi fyrir Kharkiv, 0-2, í fjórða leik sínum í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Blikar eru því áfram með eitt stig í riðlinum og eiga enn eftir að skora mark. Yulia Shevchuk og Olha Ovdiychuck skoruðu mörk Kharkiv sem er komið með fjögur stig í B-riðlinum. Breiðablik var síst lakari aðilinn lengst af en Kharkiv var meira afgerandi í vítateigunum, bæði sóknar- og varnarmegin. Herslumuninn vantaði hjá Blikum á síðasta þriðjungnum og úkraínska liðið varðist mjög vel í leiknum. Gestirnir voru svo stórhættulegir í skyndisóknum eftir því sem leið á seinni hálfleikinn, skoruðu eitt mark eftir skyndisókn og hefðu getað gert fleiri. Agla María Albertsdóttir lék sem framherji í kvöld.vísir/vilhelm Blikar byrjuðu leikinn vel, áttu góðar sóknir og Hildur Antonsdóttir var sérstaklega aðgangshörð. Á 10. mínútu átti hún skot framhjá úr úrvalsfæri eftir fyrirgjöf Öglu Maríu Albertsdóttur. Fimm mínútum síðar átti Hildur annað skot sem fór í hönd varnarmanns Kharkiv. Blikar vildu fá vítaspyrnu en fengu ekki. Eftir góða byrjun Breiðabliks vann Kharkiv sig inn í leikinn og náði undirtökunum. Gestirnir voru nálægt því að skora eftir hornspyrnu á 23. mínútu og tíu mínútum síðar fékk Birgül Sadikoglu dauðafæri en Telma Ívarsdóttir varði vel. Á 42. mínútu náði Kharkiv forystunni. Ovdiychuck slapp fram hægri kantinn og átti fyrirgjöf á fjær þar sem Shevchuk var ein og yfirgefin og skoraði af stuttu færi. Selma Sól Magnúsdóttir á ferðinni.vísir/vilhelm Breiðablik voru nálægt því að jafna skömmu síðar þegar Karítas Tómasdóttir skallaði yfir eftir fyrirgjöf Öglu Maríu. Breiðablik byrjaði seinni hálfleikinn eins og þann fyrri, af miklum krafti. Blikar héldu til upp við mark Kharkiv en gekk illa að skapa sér opin færi. Eftir þessa kröftugu byrjun á seinni hálfleik dró aðeins af Breiðabliki og Kharkiv sótti í sig veðrið. Á 64. mínútu komst Sadikoglu í dauðafæri eftir frábært spil gestanna en Telma varði aftur frá henni. Þremur mínútum síðar skoraði Shevchuk en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Taylor Marie Ziemer með uppljómaða Digraneskirkju í bakgrunni.vísir/vilhelm Markið lá samt í loftinu og á 74. mínútu kom það. Ovdiychuck stal boltanum þá af Kristínu Dís Árnadóttur sem hugði ekki að sér og lyfti boltanum skemmtilega yfir Telmu. Eftir þetta var mesti vindurinn úr Blikaliðinu enda leiðin til baka nánast ófær. Breiðablik náði reyndar loksins að opna vörn Kharkiv á 86. mínútu. Karen María Sigurgeirsdóttir slapp þá í gegn hægra megin í vítateignum og átti fast skot sem Gamze Yaman varði aftur fyrir. Fleira markvert gerðist ekki og Kharkiv fagnaði góðum útisigri, 0-2. Af hverju vann Kharkiv? Gestirnir voru meira skapandi á síðasta þriðjungi vallarins og nýttu sér plássið sem skapaðist í vörn eftir því sem leið á seinni hálfleikinn vel. Varnarleikur Kharkiv var svo til mikillar fyrirmyndar allan leikinn. Hverjar stóðu upp úr? Hildur og Agla María voru atkvæðamiklar í sóknarleik Breiðabliks, sérstaklega í fyrri hálfleik. Telma gat ekkert gert við mörkunum en varði í virkilega vel frá Sadikoglu í tveimur dauðafærum. Telma Ívarsdóttir lék vel í marki Breiðabliks.vísir/vilhelm Hvað gekk illa? Eftir góða byrjun á leiknum gekk Breiðabliki illa að opna vörn Kharkiv. Blikar sóttu stíft í upphafi seinni hálfleiks en sköpuðu sér engin afgerandi færi í honum nema þegar Karen María slapp í gegn undir lokin. Kristín Dís Árnadóttir var svekkt í leikslok.vísir/vilhelm Heimakonum gekk illa að verjast skyndisóknum gestanna í seinni hálfleik og Kristín Dís gerði sig seka um slæm mistök í öðru marki Kharkiv. Hvað gerist næst? Þann 8. desember fær Breiðablik Real Madrid í heimsókn í síðasta heimaleik sínum í riðlakeppninni. Sama dag mætir Kharkiv Paris Saint-Germain í Úkraínu. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik
Breiðablik laut í lægra haldi fyrir Kharkiv, 0-2, í fjórða leik sínum í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Blikar eru því áfram með eitt stig í riðlinum og eiga enn eftir að skora mark. Yulia Shevchuk og Olha Ovdiychuck skoruðu mörk Kharkiv sem er komið með fjögur stig í B-riðlinum. Breiðablik var síst lakari aðilinn lengst af en Kharkiv var meira afgerandi í vítateigunum, bæði sóknar- og varnarmegin. Herslumuninn vantaði hjá Blikum á síðasta þriðjungnum og úkraínska liðið varðist mjög vel í leiknum. Gestirnir voru svo stórhættulegir í skyndisóknum eftir því sem leið á seinni hálfleikinn, skoruðu eitt mark eftir skyndisókn og hefðu getað gert fleiri. Agla María Albertsdóttir lék sem framherji í kvöld.vísir/vilhelm Blikar byrjuðu leikinn vel, áttu góðar sóknir og Hildur Antonsdóttir var sérstaklega aðgangshörð. Á 10. mínútu átti hún skot framhjá úr úrvalsfæri eftir fyrirgjöf Öglu Maríu Albertsdóttur. Fimm mínútum síðar átti Hildur annað skot sem fór í hönd varnarmanns Kharkiv. Blikar vildu fá vítaspyrnu en fengu ekki. Eftir góða byrjun Breiðabliks vann Kharkiv sig inn í leikinn og náði undirtökunum. Gestirnir voru nálægt því að skora eftir hornspyrnu á 23. mínútu og tíu mínútum síðar fékk Birgül Sadikoglu dauðafæri en Telma Ívarsdóttir varði vel. Á 42. mínútu náði Kharkiv forystunni. Ovdiychuck slapp fram hægri kantinn og átti fyrirgjöf á fjær þar sem Shevchuk var ein og yfirgefin og skoraði af stuttu færi. Selma Sól Magnúsdóttir á ferðinni.vísir/vilhelm Breiðablik voru nálægt því að jafna skömmu síðar þegar Karítas Tómasdóttir skallaði yfir eftir fyrirgjöf Öglu Maríu. Breiðablik byrjaði seinni hálfleikinn eins og þann fyrri, af miklum krafti. Blikar héldu til upp við mark Kharkiv en gekk illa að skapa sér opin færi. Eftir þessa kröftugu byrjun á seinni hálfleik dró aðeins af Breiðabliki og Kharkiv sótti í sig veðrið. Á 64. mínútu komst Sadikoglu í dauðafæri eftir frábært spil gestanna en Telma varði aftur frá henni. Þremur mínútum síðar skoraði Shevchuk en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Taylor Marie Ziemer með uppljómaða Digraneskirkju í bakgrunni.vísir/vilhelm Markið lá samt í loftinu og á 74. mínútu kom það. Ovdiychuck stal boltanum þá af Kristínu Dís Árnadóttur sem hugði ekki að sér og lyfti boltanum skemmtilega yfir Telmu. Eftir þetta var mesti vindurinn úr Blikaliðinu enda leiðin til baka nánast ófær. Breiðablik náði reyndar loksins að opna vörn Kharkiv á 86. mínútu. Karen María Sigurgeirsdóttir slapp þá í gegn hægra megin í vítateignum og átti fast skot sem Gamze Yaman varði aftur fyrir. Fleira markvert gerðist ekki og Kharkiv fagnaði góðum útisigri, 0-2. Af hverju vann Kharkiv? Gestirnir voru meira skapandi á síðasta þriðjungi vallarins og nýttu sér plássið sem skapaðist í vörn eftir því sem leið á seinni hálfleikinn vel. Varnarleikur Kharkiv var svo til mikillar fyrirmyndar allan leikinn. Hverjar stóðu upp úr? Hildur og Agla María voru atkvæðamiklar í sóknarleik Breiðabliks, sérstaklega í fyrri hálfleik. Telma gat ekkert gert við mörkunum en varði í virkilega vel frá Sadikoglu í tveimur dauðafærum. Telma Ívarsdóttir lék vel í marki Breiðabliks.vísir/vilhelm Hvað gekk illa? Eftir góða byrjun á leiknum gekk Breiðabliki illa að opna vörn Kharkiv. Blikar sóttu stíft í upphafi seinni hálfleiks en sköpuðu sér engin afgerandi færi í honum nema þegar Karen María slapp í gegn undir lokin. Kristín Dís Árnadóttir var svekkt í leikslok.vísir/vilhelm Heimakonum gekk illa að verjast skyndisóknum gestanna í seinni hálfleik og Kristín Dís gerði sig seka um slæm mistök í öðru marki Kharkiv. Hvað gerist næst? Þann 8. desember fær Breiðablik Real Madrid í heimsókn í síðasta heimaleik sínum í riðlakeppninni. Sama dag mætir Kharkiv Paris Saint-Germain í Úkraínu.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti