Tottenham með bakið upp við vegg fyrir lokaumferðina 25. nóvember 2021 19:43 Ekkert nema sigur gegn toppliði Rennes í lokaumferð riðlakeppninnar dugir fyrir Tottenham til að fara áfram. Tottenham Hotspur FC/Tottenham Hotspur FC via Getty Images Slóvenska liðið NS Mura vann óvæntan og dramatískan 2-1 sigur gegn Tottenham Hotspur í næst síðustu umferð G-riðils Sambandsdeildar Evrópu þar sem að seinasta snerting leiksins réði úrslitum. Tomi Horvat kom heimamönnum í Mura yfir eftir aðeins tíu mínútna leik og setti þar með strik í reikninginn fyrir Lundúnaliðið. Ekki batnaði það fyrir Tottenham þegar Ryan Sessegnon fékk að líta sitt annað gula spjald á 30. mínútu og þar með rautt. Tottenham þurfti því að spila seinasta klukkutímann manni færri. Ekki urðu mörkin fleiri í fyrri hálfleik og því var staðan 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Liðsmenn Tottenham færðu sig framar á völlinn í seinni hálfleik, en illa gekk að brjóta vörn heimamanna á bak aftur. Antonio Conte, þjálfari Tottenham, var búinn að fá nóg eftir tíu mínútur af seinni hálfleiknum og gerði fjórfalda skiptingu til að reyna að koma sínum mönnum aftur inn í leikinn. Það virtist skila sér því á 72. mínút slapp Harry Kane einn í gegn og jafnaði metin fyrir gestina með snyrtilegri afgreiðslu. Amadej Marosa reyndist svo hetja heimamanna þegar hann tryggði Mura sigurinn með seinustu spyrnu leiksins. Markið bar smá heppnistimpil með sér þar sem skot hans fór af Davinson Sanchez og þaða yfir Pierluigi Gollini í marki Tottenham, en þau mörk gilda alveg jafn mikið og önnur. Lokatölur urðu því 2-1, en Tottenham er nú í þriðja sæti G-riðils með sjö stig, jafn mörg stig og Vitesse fyrir lokaumferðina. Tottenham þarf því á sigri að halda gegn toppliði Rennes í lokaumferðinni og treysta á að Mura taki að minnsta kosti stig gegn Vitesse til að tryggja sér áframhaldandi veru í Sambandsdeildinni. Sambandsdeild Evrópu
Slóvenska liðið NS Mura vann óvæntan og dramatískan 2-1 sigur gegn Tottenham Hotspur í næst síðustu umferð G-riðils Sambandsdeildar Evrópu þar sem að seinasta snerting leiksins réði úrslitum. Tomi Horvat kom heimamönnum í Mura yfir eftir aðeins tíu mínútna leik og setti þar með strik í reikninginn fyrir Lundúnaliðið. Ekki batnaði það fyrir Tottenham þegar Ryan Sessegnon fékk að líta sitt annað gula spjald á 30. mínútu og þar með rautt. Tottenham þurfti því að spila seinasta klukkutímann manni færri. Ekki urðu mörkin fleiri í fyrri hálfleik og því var staðan 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Liðsmenn Tottenham færðu sig framar á völlinn í seinni hálfleik, en illa gekk að brjóta vörn heimamanna á bak aftur. Antonio Conte, þjálfari Tottenham, var búinn að fá nóg eftir tíu mínútur af seinni hálfleiknum og gerði fjórfalda skiptingu til að reyna að koma sínum mönnum aftur inn í leikinn. Það virtist skila sér því á 72. mínút slapp Harry Kane einn í gegn og jafnaði metin fyrir gestina með snyrtilegri afgreiðslu. Amadej Marosa reyndist svo hetja heimamanna þegar hann tryggði Mura sigurinn með seinustu spyrnu leiksins. Markið bar smá heppnistimpil með sér þar sem skot hans fór af Davinson Sanchez og þaða yfir Pierluigi Gollini í marki Tottenham, en þau mörk gilda alveg jafn mikið og önnur. Lokatölur urðu því 2-1, en Tottenham er nú í þriðja sæti G-riðils með sjö stig, jafn mörg stig og Vitesse fyrir lokaumferðina. Tottenham þarf því á sigri að halda gegn toppliði Rennes í lokaumferðinni og treysta á að Mura taki að minnsta kosti stig gegn Vitesse til að tryggja sér áframhaldandi veru í Sambandsdeildinni.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti