Þjóðverjar tóku Evrópumeistarana í kennslustund Valur Páll Eiríksson skrifar 14. júní 2022 20:44 Thomas Müller skoraði þriðja mark Þjóðverja. Alexander Hassenstein/Getty Images Þjóðverjar unnu afar sannfærandi 5-2 sigur er liðið tók á móti Evrópumeisturum Ítala í 3. riðli A-deildar Þjóðadeildarinnar í fótbolta í kvöld. Joshua Kimmich kom Þjóðverjum yfir strax á tíundu mínútu áður en Ilkay Gundogan skoraði annað mark liðsins af vítapunktinum í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Staðan var því 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Thomas Müller skoraði þriðja mark Þjóðverja snemma í síðari hálfleik, en Timo Werner breytti stöðunni í 5-0 með tveimur mörkum á jafn mörgum mínútum þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Serge Gnabry lagði bæði mörk Werner upp. Degnand Wilfried Gnonto klóraði í bakkann fyrir ítalska liðið með marki á 78. mínútu og Alessandro Bastoni lagaði stöðuna enn frekarmeð marki í uppbótartíma. Nær komust þeir þó ekki og 5-1 sigur Þjóðverja því staðreynd. Þjóðverjar sitja nú í öðru sæti riðilsins með sex stig eftir fjóra leiki, einu stigi meira en Ítalir sem sitja í þriðja sæti. Þjóðadeild UEFA
Þjóðverjar unnu afar sannfærandi 5-2 sigur er liðið tók á móti Evrópumeisturum Ítala í 3. riðli A-deildar Þjóðadeildarinnar í fótbolta í kvöld. Joshua Kimmich kom Þjóðverjum yfir strax á tíundu mínútu áður en Ilkay Gundogan skoraði annað mark liðsins af vítapunktinum í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Staðan var því 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Thomas Müller skoraði þriðja mark Þjóðverja snemma í síðari hálfleik, en Timo Werner breytti stöðunni í 5-0 með tveimur mörkum á jafn mörgum mínútum þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Serge Gnabry lagði bæði mörk Werner upp. Degnand Wilfried Gnonto klóraði í bakkann fyrir ítalska liðið með marki á 78. mínútu og Alessandro Bastoni lagaði stöðuna enn frekarmeð marki í uppbótartíma. Nær komust þeir þó ekki og 5-1 sigur Þjóðverja því staðreynd. Þjóðverjar sitja nú í öðru sæti riðilsins með sex stig eftir fjóra leiki, einu stigi meira en Ítalir sem sitja í þriðja sæti.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti