Gott að þær gátu núna aðeins kúplað sig út úr áreitinu heima á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2022 08:01 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er ánægð með undirbúning liðsins fyrir Evrópumótið. Vísir/Vilhelm Það er mikill áhugi á íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta eftir gott gengi síðustu ár og þátttöku á Evrópumóti í mekka fótboltans fram undan. Stelpurnar eru metnaðarfullar og stefna hátt og hafa um leið hrifið með sér þjóðina. Það eru margir á leiðinni út til Englands til að sjá þær keppa á sínu fjórða Evrópumóti í röð. Íslensku stelpurnar hafa verið áberandi í auglýsingum síðustu vikurnar og fjölmiðlar vilja helst fá að vita eins mikið um þær og hægt er. Það var því kannski gott að vera bara staddar í Póllandi og Þýskalandi þegar ekki hægt er að kveikja á sjónvarpinu án þess að sjá auglýsingu með einni landsliðskonunni. Stelpurnar okkar græddu því kannski bara á því að hafa komist aðeins í skjól á erlendri grundu í lokaundirbúningi sínum fyrir mótið. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, varafyrirliði íslenska liðsins, sér það sjálf sem kost af Knattspyrnusambandið hafi breytt undirbúningi liðsins frá því á síðasta EM þegar þær voru miklu lengur heima á Íslandi. Sjálfur undirbúningurinn er ekkert mikið öðruvísi. „Þetta er mjög svipað hjá okkur og var á síðasta Evrópumóti,“ sagði Gunnhildur um hann en það var gott að geta þjappað hópnum saman úti. „Síðast vorum við á Íslandi alveg fram að móti og það var því kannski smá áreiti heima. Það var gott að geta komist aðeins þaðan, kúplað okkur út til að geta einbeitt okkur að okkur og liðinu,“ sagði Gunnhildur. Það er mikil spenna í hópnum og ekki minnkaði hún við að sjá stemmninguna í kringum leik Englands og Austurríkis á miðvikudagskvöldið. „Það var geggjað að sjá leikinn í gær. Það voru næstum því sjötíu þúsund manns á opnunarleiknum og það sýnir hversu langt kvennaknattspyrnan er komin,“ sagði Gunnhildur. Belgía er fyrsti mótherji íslenska liðsins og Gunnhildur Yrsa sér fram á það að íslensku hópurinn fari núna að velta sér meira upp úr því liði enda leikurinn á sunnudaginn. „Við fórum yfir Póllandsleikinn þannig að við værum smá að undirbúa okkur fyrir Belgaleikinn, hvað við gætum tekið úr þeim leik yfir í næsta leik. Hvað við gætum gert betur og hvernig Belgar myndu spila þetta? Við erum smá byrjaðar að pæla í því. Ég held að fullur undirbúningur fyrir Belgíu byrji í dag,“ sagði Gunnhildur þegar hún hitti blaðamann fyrir æfingu liðsins í gær. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Stelpurnar eru metnaðarfullar og stefna hátt og hafa um leið hrifið með sér þjóðina. Það eru margir á leiðinni út til Englands til að sjá þær keppa á sínu fjórða Evrópumóti í röð. Íslensku stelpurnar hafa verið áberandi í auglýsingum síðustu vikurnar og fjölmiðlar vilja helst fá að vita eins mikið um þær og hægt er. Það var því kannski gott að vera bara staddar í Póllandi og Þýskalandi þegar ekki hægt er að kveikja á sjónvarpinu án þess að sjá auglýsingu með einni landsliðskonunni. Stelpurnar okkar græddu því kannski bara á því að hafa komist aðeins í skjól á erlendri grundu í lokaundirbúningi sínum fyrir mótið. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, varafyrirliði íslenska liðsins, sér það sjálf sem kost af Knattspyrnusambandið hafi breytt undirbúningi liðsins frá því á síðasta EM þegar þær voru miklu lengur heima á Íslandi. Sjálfur undirbúningurinn er ekkert mikið öðruvísi. „Þetta er mjög svipað hjá okkur og var á síðasta Evrópumóti,“ sagði Gunnhildur um hann en það var gott að geta þjappað hópnum saman úti. „Síðast vorum við á Íslandi alveg fram að móti og það var því kannski smá áreiti heima. Það var gott að geta komist aðeins þaðan, kúplað okkur út til að geta einbeitt okkur að okkur og liðinu,“ sagði Gunnhildur. Það er mikil spenna í hópnum og ekki minnkaði hún við að sjá stemmninguna í kringum leik Englands og Austurríkis á miðvikudagskvöldið. „Það var geggjað að sjá leikinn í gær. Það voru næstum því sjötíu þúsund manns á opnunarleiknum og það sýnir hversu langt kvennaknattspyrnan er komin,“ sagði Gunnhildur. Belgía er fyrsti mótherji íslenska liðsins og Gunnhildur Yrsa sér fram á það að íslensku hópurinn fari núna að velta sér meira upp úr því liði enda leikurinn á sunnudaginn. „Við fórum yfir Póllandsleikinn þannig að við værum smá að undirbúa okkur fyrir Belgaleikinn, hvað við gætum tekið úr þeim leik yfir í næsta leik. Hvað við gætum gert betur og hvernig Belgar myndu spila þetta? Við erum smá byrjaðar að pæla í því. Ég held að fullur undirbúningur fyrir Belgíu byrji í dag,“ sagði Gunnhildur þegar hún hitti blaðamann fyrir æfingu liðsins í gær.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti