Gunnhildur Yrsa: „Ég get ekki látið mig hverfa inn í teig“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júlí 2022 19:48 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í baráttunni í leik dagsins. Charlotte Tattersall - UEFA/UEFA via Getty Images Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var nokkuð svekkt eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Belgíu í opnunarleik D-riðils á EM sem fram fer á Englandi. Gunnhildur fékk dæmda á sig vítaspyrnu í síðari hálfleik sem skilaði Belgum jöfnunarmarkinu. „Við erum náttúrulega svekktar yfir þessu og vildum auðvitað þrjú stig,“ sagði Gunnhildur í leikslok. „Liðið stóð sig frábærlega og mér fanns allar stelpurnar gefa allt í þetta. En við tökum þetta stig og mætum brjálaðar í næsta leik.“ „Maður gaf allt í þetta og skildi allt eftir á vellinum. Við vildum pressa þær hátt og mér fannst við gera það vel. Það þýðir að maður þarf stundum að hlaupa svolítið mikið og vinna skítavinnuna, en það virkaði og allar bakvið mann voru á réttum stað sem gerði allt auðveldara fyrir mig. Ég verð að hrósa stelpunum fyrir þetta, þær gáfu allt í þennan leik og svekkjandi að hafa ekki klárað hann.“ Belgíska liðið jafnaði úr vítaspyrnu sem Gunnhildur Yrsa fékk dæmda á sig. Hún segist eiga eftir að horfa á atvikið aftur, en heldur þó fram sakleysi sínu. „Ég á eftir að sjá þetta, en ég stend bara þarna. Ég get ekki látið mig hverfa inn í teig, en hún metur þetta sem víti og maður verður bara að taka því. Stundum falla dómar með okkur og stundum ekki. Í dag fór þetta í hina áttina og það svekkjandi. Ég tek bara ábyrgð á því. Svona er boltinn.“ Klippa: Gunnhildur Yrsa eftir leik Íslenska liðið hefur fengið mikinn og góðan stuðning í aðdraganda mótsins og Gunnhildur segist hafa fundið vel fyrir því. „Voru einhverjir Belgar uppi í stúku spyr ég nú bara,“ grínaðist Gunnhildur. „En nei, stuðningurinn var frábær og allir sem voru uppi í stúku eiga hrós skilið. Maður fann algjörlega orkuna inni á vellinum frá öllum og gaman að líta upp í stúku og það voru allir í bláu að taka víkingaklappið. Ég vona að við sjáum sem flesta aftur á móti Ítölum því það mun skipta ótrúlega miklu máli að hafa alla með okkur.“ Margir af íslensku stuðningsmönnunum voru mættir á svokallað „Fan-zone“ strax klukkan 11:00 í morgun og byrjaðir að senda liðinu góða strauma. Gunnhildur segist ekki endilega hafa orðið vör við það, en hafi þó fengið nokkrar myndir af stemningunni. „Ég hélt mig smá frá símanum en ég fékk snap frá mömmu og pabba og sá hvað stemningin var geggjuð. Það var kannski í hádeginu þannig að maður vissi að það var stemning. Maður veit alltaf með Íslendinga að sama hvert þeir fara þá er stemning. Það var gaman að keyra hérna upp á völl og sjá alla í landsliðstreyjum og svona. Ég vona bara að við fáum sama stuðning á móti Ítölum.“ Mamma hennar Gunnhildar hefur einmitt vakið mikla lukku, en hún rakaði af sér hárið fyrir mótið. Ekki nóg með það heldur lét hún raka það þannig að hausinn á henni lítur út eins og fótbolti. Gunnhildur er þó ekki viss um að hún fylgji mömmu sinni í þessu. „Ég veit það ekki sko. Ég veit ekki hvort ég þori að raka af mér hárið. Hún rakaði náttúrulega á sig töluna fimm fyrir seinasta EM og þurfti að gera betur núna. Ég vissi ekki að hún væri að fara að gera þetta, en ég vissi að hún myndi gera eitthvað. Ég sá bara mynd og það er bara gaman að þessu. Hún hefur gaman að þessu og henni finnst ekkert skemmtilegra en að koma hingað og styðja stelpurnar. Þetta er náttúrulega frábært lið og frábærar stelpur,“ sagði Gunnhildur Yrsa að lokum. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
„Við erum náttúrulega svekktar yfir þessu og vildum auðvitað þrjú stig,“ sagði Gunnhildur í leikslok. „Liðið stóð sig frábærlega og mér fanns allar stelpurnar gefa allt í þetta. En við tökum þetta stig og mætum brjálaðar í næsta leik.“ „Maður gaf allt í þetta og skildi allt eftir á vellinum. Við vildum pressa þær hátt og mér fannst við gera það vel. Það þýðir að maður þarf stundum að hlaupa svolítið mikið og vinna skítavinnuna, en það virkaði og allar bakvið mann voru á réttum stað sem gerði allt auðveldara fyrir mig. Ég verð að hrósa stelpunum fyrir þetta, þær gáfu allt í þennan leik og svekkjandi að hafa ekki klárað hann.“ Belgíska liðið jafnaði úr vítaspyrnu sem Gunnhildur Yrsa fékk dæmda á sig. Hún segist eiga eftir að horfa á atvikið aftur, en heldur þó fram sakleysi sínu. „Ég á eftir að sjá þetta, en ég stend bara þarna. Ég get ekki látið mig hverfa inn í teig, en hún metur þetta sem víti og maður verður bara að taka því. Stundum falla dómar með okkur og stundum ekki. Í dag fór þetta í hina áttina og það svekkjandi. Ég tek bara ábyrgð á því. Svona er boltinn.“ Klippa: Gunnhildur Yrsa eftir leik Íslenska liðið hefur fengið mikinn og góðan stuðning í aðdraganda mótsins og Gunnhildur segist hafa fundið vel fyrir því. „Voru einhverjir Belgar uppi í stúku spyr ég nú bara,“ grínaðist Gunnhildur. „En nei, stuðningurinn var frábær og allir sem voru uppi í stúku eiga hrós skilið. Maður fann algjörlega orkuna inni á vellinum frá öllum og gaman að líta upp í stúku og það voru allir í bláu að taka víkingaklappið. Ég vona að við sjáum sem flesta aftur á móti Ítölum því það mun skipta ótrúlega miklu máli að hafa alla með okkur.“ Margir af íslensku stuðningsmönnunum voru mættir á svokallað „Fan-zone“ strax klukkan 11:00 í morgun og byrjaðir að senda liðinu góða strauma. Gunnhildur segist ekki endilega hafa orðið vör við það, en hafi þó fengið nokkrar myndir af stemningunni. „Ég hélt mig smá frá símanum en ég fékk snap frá mömmu og pabba og sá hvað stemningin var geggjuð. Það var kannski í hádeginu þannig að maður vissi að það var stemning. Maður veit alltaf með Íslendinga að sama hvert þeir fara þá er stemning. Það var gaman að keyra hérna upp á völl og sjá alla í landsliðstreyjum og svona. Ég vona bara að við fáum sama stuðning á móti Ítölum.“ Mamma hennar Gunnhildar hefur einmitt vakið mikla lukku, en hún rakaði af sér hárið fyrir mótið. Ekki nóg með það heldur lét hún raka það þannig að hausinn á henni lítur út eins og fótbolti. Gunnhildur er þó ekki viss um að hún fylgji mömmu sinni í þessu. „Ég veit það ekki sko. Ég veit ekki hvort ég þori að raka af mér hárið. Hún rakaði náttúrulega á sig töluna fimm fyrir seinasta EM og þurfti að gera betur núna. Ég vissi ekki að hún væri að fara að gera þetta, en ég vissi að hún myndi gera eitthvað. Ég sá bara mynd og það er bara gaman að þessu. Hún hefur gaman að þessu og henni finnst ekkert skemmtilegra en að koma hingað og styðja stelpurnar. Þetta er náttúrulega frábært lið og frábærar stelpur,“ sagði Gunnhildur Yrsa að lokum.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti