Umfjöllun og myndir: Breiðablik-Budućnost 2-0 | Frábær sigur Blika þar sem allt ætlaði um koll að keyra í lok leiks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2022 21:30 Breiðablik fagnar öðru marki sínu. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann Budućnost Podgorica, eða ФК Будућност Подгорица á móðurmálinu, frá Svartfjallalandi 2-0 í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna og ætti seinni leikurinn að verða einkar áhugaverður þar sem allt ætlaði fjandans til undir loks leiks. Ásamt mörkunum tveimur - það síðara úr vítaspyrnu í uppbótartíma - þá fengu gestirnir alls þrjú rauð spjöld í kvöld. Leikmenn fengu tvö og svo lét Aleksandar Nedović, þjálfari liðsins, einnig reka sig upp í stúku. Það var hiti í mannskapnum í leikslok.Vísir/Hulda Margrét Hvað leikinn varðar þá má segja að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, hafi hitt naglann á höfuðið er varðar leikstíl gestanna og hvernig leikur kvöldsins á Kópavogsvelli yrði. Óskar Hrafn spáði því að Blikar yrðu meira með boltann og þyrftu að hreyfa hann vel. Gestirnir voru þéttir til baka, tögðu þegar þeir gátu og sóttu hratt þegar tækifæri gafst. Þeirra mest ógnandi menn voru vængmennirnir tveir, Lazar Mijović og Viktor Ðjukanovic. Markvörður gestanna steinlá nokkrum sinnum. Kláraði samt leikinn og var til í djúpar rökræður að honum loknum.Vísir/Hulda Margrét Ef til vill hefðu Blikar þurft að færa boltann betur framan af leik en gestirnir voru þéttir fyrir og virtist sem vel vökvaður Kópavogsvöllur hafi ekki hjálpað til, það er fyrr en undir lok leiks. Gestirnir fengu tvö fín skotfæri snemma leiks og áttu vissulega sínar rispur en annars lágu þeir aftarlega í skotgröfum sínum og gerðum Blikum lífið leitt. Heimamönnum gekk illa að spila sinn vanabundna sóknarleik og fundu lítið pláss framarlega á vellinum. Það verður að hrósa leikmönnum gestanna fyrir gott skipulag en segja má að varnarleikur þeirra hafi gengið fullkomlega upp, allavega í fyrri hálfleik. Staðan var því markalaus er liðin gengu til búningsherbergja. Gestirnir fengu nokkuð góðan stuðning í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Breiðablik hafði einnig yfirhöndina í síðari hálfleik en gekk líkt og í þeim fyrri illa að brjóta gríðar öflugan varnarvegg gestanna niður. Þegar tíu mínútur voru liðnar ákvað Andrija Raznatovic, vinstri bakvörður gestaliðsins, að láta henda sér af velli. Eftir að hreinsa boltann slengdi hann hendinni af öllu afli á bakvið sig í von um að hitta Jason Daða Svanþórsson. Það tókst en hendin slóst í andlit Jasons Daða og fékk bakvörðurinn rauða spjaldið eftir að Ísak Snær Þorvaldsson hafði mætt á svæðið og látið Raznatović finna létt fyrir sér. Fyrsta rauða spjald kvöldsins á leiðinni á loft.Vísir/Hulda Margrét Verkefni Breiðabliks varð ekki auðveldara við þetta en gestirnir fóru niður við hvert einasta tækifæri og gerðu sitt besta til að drepa tempó leiksins. Um hálfgerðan göngubolta var að ræða næstu mínútur þar sem leikurinn var meira stopp en ekki. Breiðablik sótti án afláts en tókst ekki að finna glufur á sterkri vörn gestanna. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks urðu gestirnir svo tveimur mönnum færri þar sem Luka Mirković nældi sér í tvö gul á tæplega fimm mínútna kafla, í bæði skiptin fyrir að brjóta á Jasoni Daða Svanþórssyni. Anton Ari hélt hreinu í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Þá er vert að hrósa Antoni Ara Einarssyni, markverði Breiðabliks, en eftir að Blikar urðu tveimur færri tókst liðinu að telja vitlaust eftir hornspyrnu og Lazar Mijović slapp aleinn í gegn. Anton Ari beið og beið eftir að Mijović léti vaða. Á endanum kom skotið og varði Anton Ari það meistaralega. Frábær markvarsla á mjög mikilvægum tímapunkti í leiknum. Þegar örlítið var eftir af leiknum brotnaði ísinn svo loksins. Varamaðurinn Kristinn Steindórsson kom með múrbrjótinn en hann lagði boltann snyrtilega í netið eftir að Höskuldur Gunnlaugsson hafði fengið boltann inn á teig, haldið varnarmanni fyrir aftan sig og lagt hann út á Kristinn. Kristinn Steindórsson kom með múrbrjótinn.Vísir/Hulda Margrét Frábært mark en Blikar vildu meira. Það fengu þeir en þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fengu Blikar vítaspyrnu þegar brotið var á Oliver Sigurjónssyni innan vítateigs. Höskuldur fór á punktinn og ljóst er að drengurinn er með taugar úr stáli því um var að ræða eina öruggustu vítaspyrnu síðari ára. Öruggusta víti síðari ára.Vísir/Hulda Margrét Kassinn út!Vísir/Hulda Margrét Á milli markanna hafði þjálfari gestanna látið reka sig út af með tvö gul spjöld og gestaliðið var vægast sagt ósátt er dómari leiksins flautaði til leiksloka. Allt lið þeirra óð inn á völlinn, annars vegar til að ausa fúkyrðum yfir dómara leiksins og svo til að segja Damir Muminović til syndanna en hann virtist hafa náð að espa leikmenn þeirra allverulega upp undir lok leiks. Mikill hiti í mannskapnum í leikslok.Vísir/Hulda Margrét Lokatölur á Kópavogsvelli 2-0 Breiðabliki í vil og liðið í mjög góðri stöðu fyrir síðari leikinn sem ætti að vera vægast sagt áhugaverður. Áður en Blikar halda til Svartfjallalands mæta þeir þó FH í Bestu deild karla á sunnudaginn kemur. Seint koma sumir en koma þó.Vísir/Hulda Margrét Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Óskar Hrafn segir Evrópuleiki snúna og að hann hafi aldrei séð aðra eins reiði í boðvangi andstæðinganna „Ég er auðvitað mjög ánægður með að við náðum að skora tvö mörk, fannst við eiga það skilið. Þetta var erfitt, tók tíma að brjóta þá á bak aftur. Varð ekkert léttara þegar þeir voru að fara af velli, urðu tíu og svo níu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks eftir 2-0 sigur sinna manna á Budućnost í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. júlí 2022 22:03
Breiðablik vann Budućnost Podgorica, eða ФК Будућност Подгорица á móðurmálinu, frá Svartfjallalandi 2-0 í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna og ætti seinni leikurinn að verða einkar áhugaverður þar sem allt ætlaði fjandans til undir loks leiks. Ásamt mörkunum tveimur - það síðara úr vítaspyrnu í uppbótartíma - þá fengu gestirnir alls þrjú rauð spjöld í kvöld. Leikmenn fengu tvö og svo lét Aleksandar Nedović, þjálfari liðsins, einnig reka sig upp í stúku. Það var hiti í mannskapnum í leikslok.Vísir/Hulda Margrét Hvað leikinn varðar þá má segja að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, hafi hitt naglann á höfuðið er varðar leikstíl gestanna og hvernig leikur kvöldsins á Kópavogsvelli yrði. Óskar Hrafn spáði því að Blikar yrðu meira með boltann og þyrftu að hreyfa hann vel. Gestirnir voru þéttir til baka, tögðu þegar þeir gátu og sóttu hratt þegar tækifæri gafst. Þeirra mest ógnandi menn voru vængmennirnir tveir, Lazar Mijović og Viktor Ðjukanovic. Markvörður gestanna steinlá nokkrum sinnum. Kláraði samt leikinn og var til í djúpar rökræður að honum loknum.Vísir/Hulda Margrét Ef til vill hefðu Blikar þurft að færa boltann betur framan af leik en gestirnir voru þéttir fyrir og virtist sem vel vökvaður Kópavogsvöllur hafi ekki hjálpað til, það er fyrr en undir lok leiks. Gestirnir fengu tvö fín skotfæri snemma leiks og áttu vissulega sínar rispur en annars lágu þeir aftarlega í skotgröfum sínum og gerðum Blikum lífið leitt. Heimamönnum gekk illa að spila sinn vanabundna sóknarleik og fundu lítið pláss framarlega á vellinum. Það verður að hrósa leikmönnum gestanna fyrir gott skipulag en segja má að varnarleikur þeirra hafi gengið fullkomlega upp, allavega í fyrri hálfleik. Staðan var því markalaus er liðin gengu til búningsherbergja. Gestirnir fengu nokkuð góðan stuðning í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Breiðablik hafði einnig yfirhöndina í síðari hálfleik en gekk líkt og í þeim fyrri illa að brjóta gríðar öflugan varnarvegg gestanna niður. Þegar tíu mínútur voru liðnar ákvað Andrija Raznatovic, vinstri bakvörður gestaliðsins, að láta henda sér af velli. Eftir að hreinsa boltann slengdi hann hendinni af öllu afli á bakvið sig í von um að hitta Jason Daða Svanþórsson. Það tókst en hendin slóst í andlit Jasons Daða og fékk bakvörðurinn rauða spjaldið eftir að Ísak Snær Þorvaldsson hafði mætt á svæðið og látið Raznatović finna létt fyrir sér. Fyrsta rauða spjald kvöldsins á leiðinni á loft.Vísir/Hulda Margrét Verkefni Breiðabliks varð ekki auðveldara við þetta en gestirnir fóru niður við hvert einasta tækifæri og gerðu sitt besta til að drepa tempó leiksins. Um hálfgerðan göngubolta var að ræða næstu mínútur þar sem leikurinn var meira stopp en ekki. Breiðablik sótti án afláts en tókst ekki að finna glufur á sterkri vörn gestanna. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks urðu gestirnir svo tveimur mönnum færri þar sem Luka Mirković nældi sér í tvö gul á tæplega fimm mínútna kafla, í bæði skiptin fyrir að brjóta á Jasoni Daða Svanþórssyni. Anton Ari hélt hreinu í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Þá er vert að hrósa Antoni Ara Einarssyni, markverði Breiðabliks, en eftir að Blikar urðu tveimur færri tókst liðinu að telja vitlaust eftir hornspyrnu og Lazar Mijović slapp aleinn í gegn. Anton Ari beið og beið eftir að Mijović léti vaða. Á endanum kom skotið og varði Anton Ari það meistaralega. Frábær markvarsla á mjög mikilvægum tímapunkti í leiknum. Þegar örlítið var eftir af leiknum brotnaði ísinn svo loksins. Varamaðurinn Kristinn Steindórsson kom með múrbrjótinn en hann lagði boltann snyrtilega í netið eftir að Höskuldur Gunnlaugsson hafði fengið boltann inn á teig, haldið varnarmanni fyrir aftan sig og lagt hann út á Kristinn. Kristinn Steindórsson kom með múrbrjótinn.Vísir/Hulda Margrét Frábært mark en Blikar vildu meira. Það fengu þeir en þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fengu Blikar vítaspyrnu þegar brotið var á Oliver Sigurjónssyni innan vítateigs. Höskuldur fór á punktinn og ljóst er að drengurinn er með taugar úr stáli því um var að ræða eina öruggustu vítaspyrnu síðari ára. Öruggusta víti síðari ára.Vísir/Hulda Margrét Kassinn út!Vísir/Hulda Margrét Á milli markanna hafði þjálfari gestanna látið reka sig út af með tvö gul spjöld og gestaliðið var vægast sagt ósátt er dómari leiksins flautaði til leiksloka. Allt lið þeirra óð inn á völlinn, annars vegar til að ausa fúkyrðum yfir dómara leiksins og svo til að segja Damir Muminović til syndanna en hann virtist hafa náð að espa leikmenn þeirra allverulega upp undir lok leiks. Mikill hiti í mannskapnum í leikslok.Vísir/Hulda Margrét Lokatölur á Kópavogsvelli 2-0 Breiðabliki í vil og liðið í mjög góðri stöðu fyrir síðari leikinn sem ætti að vera vægast sagt áhugaverður. Áður en Blikar halda til Svartfjallalands mæta þeir þó FH í Bestu deild karla á sunnudaginn kemur. Seint koma sumir en koma þó.Vísir/Hulda Margrét
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Óskar Hrafn segir Evrópuleiki snúna og að hann hafi aldrei séð aðra eins reiði í boðvangi andstæðinganna „Ég er auðvitað mjög ánægður með að við náðum að skora tvö mörk, fannst við eiga það skilið. Þetta var erfitt, tók tíma að brjóta þá á bak aftur. Varð ekkert léttara þegar þeir voru að fara af velli, urðu tíu og svo níu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks eftir 2-0 sigur sinna manna á Budućnost í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. júlí 2022 22:03
Óskar Hrafn segir Evrópuleiki snúna og að hann hafi aldrei séð aðra eins reiði í boðvangi andstæðinganna „Ég er auðvitað mjög ánægður með að við náðum að skora tvö mörk, fannst við eiga það skilið. Þetta var erfitt, tók tíma að brjóta þá á bak aftur. Varð ekkert léttara þegar þeir voru að fara af velli, urðu tíu og svo níu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks eftir 2-0 sigur sinna manna á Budućnost í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. júlí 2022 22:03
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti