Svíar tryggðu sér sæti í undanúrslitum með marki í blálokin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2022 20:55 Svíar fagna sigurmarki sínu. Harriet Lander/Getty Images Linda Sembrant kom Svíþjóð í undanúrslit Evrópumóts kvenna í fótbolta með marki á þriðju mínútu uppbótartíma gegn Belgíu. Lokatölur 1-0 og Svíþjóð mætir Englandi í undanúrslitum. Svíþjóð var ljósárum betra en mótherji sinn í kvöld en Nicky Evrard fór hamförum í marki Belgíu. Hún varði hvert skotið á fætur öðru en alls skutu Svíar 34 sinnum að marki í leiknum. Skot Stinu Blackstenius um miðbik fyrri hálfleiks hafnaði í netinu en það taldi ekki þar sem hún var hársbreidd fyrir innan og staðan markalaus í hálfleik. Staðan var einnig markalaus er venjulegum leiktíma lauk en í uppbótartíma kom loks sigurmarkið. Evrard hafði slegið hornspyrnu frá marki, varið skot sem kom í kjölfarið en eftir það hrökk boltinn fyrir fætur Sembrant sem lúðraði boltanum í netið. Svíar trylltust og stuttu síðar var flautað til loka leiksins, lokatölur 1-0 og Svíþjóð komin í undanúrslit. EM 2022 í Englandi
Linda Sembrant kom Svíþjóð í undanúrslit Evrópumóts kvenna í fótbolta með marki á þriðju mínútu uppbótartíma gegn Belgíu. Lokatölur 1-0 og Svíþjóð mætir Englandi í undanúrslitum. Svíþjóð var ljósárum betra en mótherji sinn í kvöld en Nicky Evrard fór hamförum í marki Belgíu. Hún varði hvert skotið á fætur öðru en alls skutu Svíar 34 sinnum að marki í leiknum. Skot Stinu Blackstenius um miðbik fyrri hálfleiks hafnaði í netinu en það taldi ekki þar sem hún var hársbreidd fyrir innan og staðan markalaus í hálfleik. Staðan var einnig markalaus er venjulegum leiktíma lauk en í uppbótartíma kom loks sigurmarkið. Evrard hafði slegið hornspyrnu frá marki, varið skot sem kom í kjölfarið en eftir það hrökk boltinn fyrir fætur Sembrant sem lúðraði boltanum í netið. Svíar trylltust og stuttu síðar var flautað til loka leiksins, lokatölur 1-0 og Svíþjóð komin í undanúrslit.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti