Umfjöllun: England - Svíþjóð 4-0 | England fór sannfærandi áfram í úrslitaleikinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júlí 2022 20:46 Leikmenn enska liðsins fagna hér marki Lucy Bronze. Vísir/Getty England bar sigurorð af Svíþjóð, 4-0, þegar liðin áttust við í undanúrslitum Evrópumóts kvenna í fótbolta á Bramall Lane í kvöld. Enska liðið komst yfir eftir rúmlega hálftíma leik en þar var að verki Beth Mead. Lucy Bronze, Alessia Russo og Fran Kirby skoruðu svo mörk Englands í seinni hálfleik. Mead lagði upp tvö marka heimakvenna og Bronze eitt. Það kemur í ljós annað kvöld hvort það verður Frakkland eða Þýskaland sem mætir enska liðinu í úrslitaleik mótsins sem fram fer á Wembley á sunnudaginn kemur. EM 2022 í Englandi
England bar sigurorð af Svíþjóð, 4-0, þegar liðin áttust við í undanúrslitum Evrópumóts kvenna í fótbolta á Bramall Lane í kvöld. Enska liðið komst yfir eftir rúmlega hálftíma leik en þar var að verki Beth Mead. Lucy Bronze, Alessia Russo og Fran Kirby skoruðu svo mörk Englands í seinni hálfleik. Mead lagði upp tvö marka heimakvenna og Bronze eitt. Það kemur í ljós annað kvöld hvort það verður Frakkland eða Þýskaland sem mætir enska liðinu í úrslitaleik mótsins sem fram fer á Wembley á sunnudaginn kemur.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti